Heyrði varla í bónorðinu fyrir látum Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 9. október 2024 09:02 Berglind Jónsdóttir og Halldór Arnarsson voru að trúlofa sig í Tallin. Aðsend „Ég hef fengið að vera veislustjóri í nokkrum brúðkaupum og veislum svo ég hlakka til að fá núna að vera í hlutverki brúðarinnar,“ segir hin nýtrúlofaða Berglind Jónsdóttir. Berglind, sem starfar hjá breska sendiráðinu og sem danskennari, er búin að vera í sambandi með Halldóri Arnarssyni sálfræðingi í þrettán ár og þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um þegar hann bað hennar í Eistlandi á dögunum. Elskar allt sem tengist köstulum Blaðamaður ræddi við Berglindi og fékk að heyra nánar frá trúlofuninni. „Ég var sem sagt í vinnuferð í Tallinn í Eistlandi þar sem ég hitti kollega mína sem vinna í sömu stöðu og ég í öðrum breskum sendiráðum á Norðurlöndum og Eystrasaltslöndunum. Ég fór út á miðvikudegi og Halldór kom til mín á föstudegi. Við vorum að vinna að ýmsum verkefnum saman og þar sem breski sendiherrann í Tallinn elskar karókí þá enduðum við öll saman á karókístað þar sem við sendiherrann tókum dúett,“ segir Berglind brosandi og bætir við: „Daginn eftir höfðum við Halldór ákveðið að skoða bæinn saman og fara svo út að borða um kvöldið og hann hafði stungið upp á að stoppa í mjög fallegum hallargarði á leiðinni á veitingastaðinn sem er mjög mikið fyrir mig því ég elska allt sem tengist köstulum, höllum og fallegum byggingum. Halldór gaf mér meira að segja einu sinni í jólagjöf ferðalag um Þýskaland þar sem eini tilgangur ferðarinnar var að keyra í gegnum landið og skoða kastala, besta ferð í heimi.“ Berglind hefur alltaf verið heilluð af köstulum.Aðsend Sér framtíðina ekki fyrir sér öðruvísi en með honum Þegar parið var komið í hallargarðinn var farið að dimma og þau voru ein í garðinum í smá stund. „Halldór nýtti þá tækifærið þar sem við stóðum við upplýstan gosbrunn, fór niður á annað hnéð og tók fram hringinn og bað mín. Það voru bara svo mikil læti í gosbrunninum að ég heyrði varla í spurningunni en vissi auðvitað svarið, enda höfum við verið saman í þrettán ár og eigum tvær yndislegar stelpur saman og ég sé framtíðina ekki fyrir mér öðruvísi en með honum. Það var yndislegt að geta fagnað trúlofuninni í þessari fallegu borg sem ég mæli klárlega með að fólk heimsæki.“ Trúlofuð!Aðsend Það eru því spennandi tímar fram undan hjá þeim hjúum. „Nú tekur bara við brúðkaupsundirbúningur en ég hef fengið að vera veislustjóri í nokkrum brúðkaupum og veislum svo ég hlakka til að fá núna að vera í hlutverki brúðarinnar,“ segir Berglind að lokum. Ástin og lífið Brúðkaup Tímamót Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fleiri fréttir Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Sjá meira
Elskar allt sem tengist köstulum Blaðamaður ræddi við Berglindi og fékk að heyra nánar frá trúlofuninni. „Ég var sem sagt í vinnuferð í Tallinn í Eistlandi þar sem ég hitti kollega mína sem vinna í sömu stöðu og ég í öðrum breskum sendiráðum á Norðurlöndum og Eystrasaltslöndunum. Ég fór út á miðvikudegi og Halldór kom til mín á föstudegi. Við vorum að vinna að ýmsum verkefnum saman og þar sem breski sendiherrann í Tallinn elskar karókí þá enduðum við öll saman á karókístað þar sem við sendiherrann tókum dúett,“ segir Berglind brosandi og bætir við: „Daginn eftir höfðum við Halldór ákveðið að skoða bæinn saman og fara svo út að borða um kvöldið og hann hafði stungið upp á að stoppa í mjög fallegum hallargarði á leiðinni á veitingastaðinn sem er mjög mikið fyrir mig því ég elska allt sem tengist köstulum, höllum og fallegum byggingum. Halldór gaf mér meira að segja einu sinni í jólagjöf ferðalag um Þýskaland þar sem eini tilgangur ferðarinnar var að keyra í gegnum landið og skoða kastala, besta ferð í heimi.“ Berglind hefur alltaf verið heilluð af köstulum.Aðsend Sér framtíðina ekki fyrir sér öðruvísi en með honum Þegar parið var komið í hallargarðinn var farið að dimma og þau voru ein í garðinum í smá stund. „Halldór nýtti þá tækifærið þar sem við stóðum við upplýstan gosbrunn, fór niður á annað hnéð og tók fram hringinn og bað mín. Það voru bara svo mikil læti í gosbrunninum að ég heyrði varla í spurningunni en vissi auðvitað svarið, enda höfum við verið saman í þrettán ár og eigum tvær yndislegar stelpur saman og ég sé framtíðina ekki fyrir mér öðruvísi en með honum. Það var yndislegt að geta fagnað trúlofuninni í þessari fallegu borg sem ég mæli klárlega með að fólk heimsæki.“ Trúlofuð!Aðsend Það eru því spennandi tímar fram undan hjá þeim hjúum. „Nú tekur bara við brúðkaupsundirbúningur en ég hef fengið að vera veislustjóri í nokkrum brúðkaupum og veislum svo ég hlakka til að fá núna að vera í hlutverki brúðarinnar,“ segir Berglind að lokum.
Ástin og lífið Brúðkaup Tímamót Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fleiri fréttir Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Sjá meira