Erlent

Bein út­sending: Hver fær Nóbels­verð­launin í eðlis­fræði?

Atli Ísleifsson skrifar
Blaðamannafundurinn hefst klukkan 9:45.
Blaðamannafundurinn hefst klukkan 9:45. Vísir/Getty

Sænska vísindaakademían mun í dag tilkynna um hver hlýtur Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði í ár.

Tilkynnt verður um verðlaunahafa á fréttamannafundi sem hefst klukkan 9:45 að íslenskum tíma.

Hægt verður að fylgjast með fréttamannafundinum í spilaranum að neðan.

Fransk-bandaríski eðlisfræðingurinn Pierre Agostini, ungversk-bandarísku eðlisfræðingurinn Ferenc Krausz og sænsk-bandaríski eðlisfræðingurinn Anne L'Huillier hlutu Nóbelsverðlaun í eðlisfræði á síðasta ári fyrir rannsóknir sínar með ljós sem fanga „hin skemmstu augnablik“.

Greint var frá því í gær að Bandaríkjamennirnir Victor Ambros og Gary Ruvkun deili Nóbelsverðlaununum í læknisfræði í ár fyrir uppgötvunina á svonefndu miRNA og hlutverki þeirra í genastjórnun eftir umritun.

Tilkynnt um handhafa Nóbelsverðlauna 2024

  • Mánudagur 7. október: Lífefna- og læknisfræði
  • Þriðjudagur 8. október: Eðlisfræði
  • Miðvikudagur 9. október: Efnafræði
  • Fimmtudagur 10. október: Bókmenntir
  • Föstudagur 11. október: Friðarverðlaun Nóbels
  • Mánudagur 14. október: Hagfræðiverðlaun Seðlabanka Svíþjóðar

Tengdar fréttir

Deila Nóbelnum fyrir uppgötvun á miRNA

Bandaríkjamennirnir Victor Ambros og Gary Ruvkun deila Nóbelsverðlaununum í læknisfræði í ár fyrir uppgötvunina á svonefndu miRNA og hlutverki þeirra í genastjórnun eftir umritun. Þeir störfuðu báðir hjá Harvard-háskóla í Bandaríkjunum þegar þeir stunduðu rannsóknir sínar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×