Loksins mega hommar gefa blóð Bjarki Sigurðsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 4. október 2024 18:37 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Samkynhneigðir karlmenn fá að gefa blóð hér á landi frá og með júlí á næsta ári. Heilbrigðisráðherra segir mikið ánægjuefni að þetta skref sé loks tekið Sem stendur mega samkynhneigðir karlmenn á Íslandi ekki gefa blóð. Þeir eru sagðir í áhættuhóp hvað varðar blóðgjafir þar sem meiri líkur séu á að þeir séu smitaðir af alnæmisveirunni HIV. Ísland er eitt fjögurra Evrópuríkja sem banna enn alfarið blóðgjafir þeirra, ásamt Tyrklandi, Kósovó og Króatíu. Flest Evrópuríki hafa síðustu ár leyft blóðgjafirnar eða sett skilyrði um að karlmenn megi ekki gefa blóð hafi þeir haft samfarir við annan karlmann innan ákveðins tíma. Margoft hefur verið reynt að koma reglugerðarbreytingum hvað þetta varðar í gegn en lítið gerst þar til nú. Frá og með 1. júlí á næsta ári munu allir, samkynhneigðir jafnt sem aðrir, sem gefa blóð fara í NAT-skimun sem greinir hvort gjafar séu með Lifrarbólgu B eða C eða HIV. „Reglugerðin núna felur í sér að það þarf aðlögun til þess að geta nýtt fyrirliggjandi birgðir og hefja þá NAT-skimun. Sem er mikið gleðiefni,“ segir Willum. Felur þetta í sér að samkynhneigðir karlar muni að skilyrðum uppfylltum geta gefið blóð? „Algjörlega.“ Blóðbankinn hefur glímt við viðvarandi skort á blóði síðustu ár en með breytingunni er hægt að fjölga blóðgjöfum til muna. „Það er auðvitað heilmikið verk að taka upp þessa skimun og koma henni á. Við höfum verið að vinna í því með Landspítalanum og Blóðbankanum. Nú er það á lokametrum og núna getum við byrjað á þessu. Loksins,“ segir Willum. Heilbrigðismál Blóðgjöf Hinsegin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Landspítalinn Tengdar fréttir Sam- og tvíkynhneigðir karlar mega gefa blóð Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur bundið enda á fjörutíu ára bann við blóðgjöfum samkynhneigðra og tvíkynhneigðra karlmanna þar í landi. Í staðinn munu allir blóðgjafar svara spurningalista um kynlíf sitt. Á Íslandi er enn beðið eftir sambærilegum breytingum. 11. maí 2023 23:09 Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Sem stendur mega samkynhneigðir karlmenn á Íslandi ekki gefa blóð. Þeir eru sagðir í áhættuhóp hvað varðar blóðgjafir þar sem meiri líkur séu á að þeir séu smitaðir af alnæmisveirunni HIV. Ísland er eitt fjögurra Evrópuríkja sem banna enn alfarið blóðgjafir þeirra, ásamt Tyrklandi, Kósovó og Króatíu. Flest Evrópuríki hafa síðustu ár leyft blóðgjafirnar eða sett skilyrði um að karlmenn megi ekki gefa blóð hafi þeir haft samfarir við annan karlmann innan ákveðins tíma. Margoft hefur verið reynt að koma reglugerðarbreytingum hvað þetta varðar í gegn en lítið gerst þar til nú. Frá og með 1. júlí á næsta ári munu allir, samkynhneigðir jafnt sem aðrir, sem gefa blóð fara í NAT-skimun sem greinir hvort gjafar séu með Lifrarbólgu B eða C eða HIV. „Reglugerðin núna felur í sér að það þarf aðlögun til þess að geta nýtt fyrirliggjandi birgðir og hefja þá NAT-skimun. Sem er mikið gleðiefni,“ segir Willum. Felur þetta í sér að samkynhneigðir karlar muni að skilyrðum uppfylltum geta gefið blóð? „Algjörlega.“ Blóðbankinn hefur glímt við viðvarandi skort á blóði síðustu ár en með breytingunni er hægt að fjölga blóðgjöfum til muna. „Það er auðvitað heilmikið verk að taka upp þessa skimun og koma henni á. Við höfum verið að vinna í því með Landspítalanum og Blóðbankanum. Nú er það á lokametrum og núna getum við byrjað á þessu. Loksins,“ segir Willum.
Heilbrigðismál Blóðgjöf Hinsegin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Landspítalinn Tengdar fréttir Sam- og tvíkynhneigðir karlar mega gefa blóð Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur bundið enda á fjörutíu ára bann við blóðgjöfum samkynhneigðra og tvíkynhneigðra karlmanna þar í landi. Í staðinn munu allir blóðgjafar svara spurningalista um kynlíf sitt. Á Íslandi er enn beðið eftir sambærilegum breytingum. 11. maí 2023 23:09 Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Sam- og tvíkynhneigðir karlar mega gefa blóð Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur bundið enda á fjörutíu ára bann við blóðgjöfum samkynhneigðra og tvíkynhneigðra karlmanna þar í landi. Í staðinn munu allir blóðgjafar svara spurningalista um kynlíf sitt. Á Íslandi er enn beðið eftir sambærilegum breytingum. 11. maí 2023 23:09