Innlent

Blóð­gjöf sam­kyn­hneigðra karla leyfð og ó­sáttar hús­mæður

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.

Samkynhneigðir karlmenn fá að gefa blóð hér á landi frá og með næsta ári. Heilbrigðisráðherra segir mikið ánægjuefni að þetta skref sé loks tekið.

Starfsfólk veitingastaðarins Ítalíu gekk í dag inn á skrifstofur Eflingar, til að krefjast þess að stéttarfélagið léti af aðgerðum sínum í garð staðarins vegna meints launaþjófnaðar. Formaður Eflingar segir af og frá að látið verði af aðgerðum vegna þjófnaðarins, sem eigandi Ítalíu segir ekki eiga stoð í raunveruleikanum.

Frumvarp þingmanna Sjálfstæðisflokksins leggur til að afnema lög um orlof húsmæðra. Meðlimur í orlofsnefnd húsmæðra mótmælir því og segir að það yrði skerðing á lífsgæðum fyrir hundruð kvenna.

Þá heyrum við í innviðaráðherra um Ölfusábrú, verðum í beinni útsendingu frá landsfundi VG sem hófst í dag og í beinni frá Þjóðleikhúsinu þar sem nýtt verk verður frumsýnt í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×