Lögin um það sem er bannað Helgi Brynjarsson skrifar 4. október 2024 08:31 Ólíkt því sem margir kunna að halda endurspeglast pólitísk sýn og stefna stjórnmálaflokka alla jafna ekki í frumvörpum ráðherra ríkisstjórnar, þ.e. í svokölluðum stjórnarmálum. Margvíslegar málamiðlanir geta skotið þar upp kollinum, sér í lagi í samstarfi við stjórnlynda flokka, svo dæmi sé tekið. Háir það jafnan ráðherrum. Þingmenn eru aftur á móti lausir við slíkar kvaðir. Besta leiðin til að kíkja undir húddið felst í þannig öllu heldur í því að rýna frumvörp og þingsályktanir þingmanna, þ.e. svokölluð þingmannamál. Frumvörp og þingsályktanir þingmanna, svokölluð þingmannamál, eru líkast til besta leiðin til að átta sig raunverulega á pólitískri sýn og stefnu stjórnmálaflokka. Öfugt við frumvörp frá ráðherrum, svokölluð stjórnarmál, geta þingmenn lagt fram sín mál án nokkurra málamiðlana við stjórnlynda samstarfsflokka sína eins og oft vill hái ráðherrum. Afstaða stjórnmálaflokka til frelsi einstaklingsins eru æði mismunandi. Sést það bersýnilega á þingmálaskrá Alþingis um þessar mundir. Hefur þingflokkur Sjálfstæðisflokksins myndað sér ákveðna sérstöðu þegar kemur að því að vernda frelsi borgaranna og takmarka afskipti ríkisins af daglegu lífi fólks. Má þar t.d. nefna frumvörp um lögleiðingu bardagaíþrótta, netsölu áfengis, félagafrelsi á vinnumarkaði sem og þingsályktun um að leyfa dánaraðstoð. Áhugi annarra flokka á slíkum málum er hins vegar mjög takmarkaður og sæta framangreind frelsismál oft og tíðum harðri gagnrýni úr þeirra herbúðum. Kaldhæðnislega er andstaðan jafnan mest frá flokkum sem skreyta sig með fjöðrum frjálslyndis dags daglega. Þegar þessir sömu flokkar eru ekki uppteknir við að sjá málum Sjálfstæðismanna um aukið frelsi allt til foráttu, leggja þeir gjarnan fram sín eigin mál sem snúa þvert á móti að því að banna allt á milli himins og jarðar. Virðist áherslan einna helst vera á að banna atvinnustarfsemi sem er þeim ekki þóknanleg. Líkast til hafa sjaldan, eða aldrei, verið lögð fram jafn mörg mál um að banna hitt og þetta og á yfirstandandi löggjafarþingi. Píratar fremstir meðal jafningja Fyrir fram hefði margur haldið að í framlagningu bannmála færi fremstur í flokki rótgróin foræðishyggjuflokkur, líkt og VG eða Samfylkingin. Raunin er hins vegar sú að þingmenn þeirra komast ekki með tærnar þar sem kollegar þeirra í Pírötum hafa hælana, og það þrátt fyrir að Píratar hafi gert heiðarlega tilraun til að mála sig frjálslynda, með mjög takmörkuðum árangri þó eins og birtist glögglega þegar málflutningur þeirra á Alþingi er skoðaður. Píratar eru nefnilega flutningsmenn á heilum fimm þingmálum sem snúa að því að banna atvinnustarfsemi, m.a. bann við olíuleit, hvalveiðum, blóðmerahaldi og sjókvíeldi. Botninum náð? Hápunkturinn (eða lágpunkturinn) er þó vafalaust þingsályktunartillaga um bann við auglýsingum á jarðefnaeldsneyti, sem og á vörum eða þjónustu sem notast við jarðefnaeldsneyti. Þeir sem hafa fengið sig fullsadda af frelsi fólks til að auglýsa sólarlandaferðir, bifreiðar, gasgrill og sláttuvélar geta glaðst yfir þessari framtakssemi VG og Pírata, sem standa að baki þinsályktunartillögunni. Það gildir þó ekki um okkur hin sem lítum ekki á slíkar auglýsingar sem stórvægilega ógn sem nauðsynlegt sé að banna með lögum. Þeir sem aðhyllast einstaklingsfrelsi eiga mjög skýran kost í næstu kosningum enda einn flokkur sem stendur öðrum óneitanlega framar í þeim efnum. Valið er aftur á móti mun flóknara fyrir þá sem vilja ekkert frekar en að hafa vit fyrir öðrum og hafa óbeit á frelsi manna til athafna og atvinnu, enda margir flokkar á þingi sem deila þeirri lífsskoðun. Því miður. Höfundur er lögfræðingur og starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ólíkt því sem margir kunna að halda endurspeglast pólitísk sýn og stefna stjórnmálaflokka alla jafna ekki í frumvörpum ráðherra ríkisstjórnar, þ.e. í svokölluðum stjórnarmálum. Margvíslegar málamiðlanir geta skotið þar upp kollinum, sér í lagi í samstarfi við stjórnlynda flokka, svo dæmi sé tekið. Háir það jafnan ráðherrum. Þingmenn eru aftur á móti lausir við slíkar kvaðir. Besta leiðin til að kíkja undir húddið felst í þannig öllu heldur í því að rýna frumvörp og þingsályktanir þingmanna, þ.e. svokölluð þingmannamál. Frumvörp og þingsályktanir þingmanna, svokölluð þingmannamál, eru líkast til besta leiðin til að átta sig raunverulega á pólitískri sýn og stefnu stjórnmálaflokka. Öfugt við frumvörp frá ráðherrum, svokölluð stjórnarmál, geta þingmenn lagt fram sín mál án nokkurra málamiðlana við stjórnlynda samstarfsflokka sína eins og oft vill hái ráðherrum. Afstaða stjórnmálaflokka til frelsi einstaklingsins eru æði mismunandi. Sést það bersýnilega á þingmálaskrá Alþingis um þessar mundir. Hefur þingflokkur Sjálfstæðisflokksins myndað sér ákveðna sérstöðu þegar kemur að því að vernda frelsi borgaranna og takmarka afskipti ríkisins af daglegu lífi fólks. Má þar t.d. nefna frumvörp um lögleiðingu bardagaíþrótta, netsölu áfengis, félagafrelsi á vinnumarkaði sem og þingsályktun um að leyfa dánaraðstoð. Áhugi annarra flokka á slíkum málum er hins vegar mjög takmarkaður og sæta framangreind frelsismál oft og tíðum harðri gagnrýni úr þeirra herbúðum. Kaldhæðnislega er andstaðan jafnan mest frá flokkum sem skreyta sig með fjöðrum frjálslyndis dags daglega. Þegar þessir sömu flokkar eru ekki uppteknir við að sjá málum Sjálfstæðismanna um aukið frelsi allt til foráttu, leggja þeir gjarnan fram sín eigin mál sem snúa þvert á móti að því að banna allt á milli himins og jarðar. Virðist áherslan einna helst vera á að banna atvinnustarfsemi sem er þeim ekki þóknanleg. Líkast til hafa sjaldan, eða aldrei, verið lögð fram jafn mörg mál um að banna hitt og þetta og á yfirstandandi löggjafarþingi. Píratar fremstir meðal jafningja Fyrir fram hefði margur haldið að í framlagningu bannmála færi fremstur í flokki rótgróin foræðishyggjuflokkur, líkt og VG eða Samfylkingin. Raunin er hins vegar sú að þingmenn þeirra komast ekki með tærnar þar sem kollegar þeirra í Pírötum hafa hælana, og það þrátt fyrir að Píratar hafi gert heiðarlega tilraun til að mála sig frjálslynda, með mjög takmörkuðum árangri þó eins og birtist glögglega þegar málflutningur þeirra á Alþingi er skoðaður. Píratar eru nefnilega flutningsmenn á heilum fimm þingmálum sem snúa að því að banna atvinnustarfsemi, m.a. bann við olíuleit, hvalveiðum, blóðmerahaldi og sjókvíeldi. Botninum náð? Hápunkturinn (eða lágpunkturinn) er þó vafalaust þingsályktunartillaga um bann við auglýsingum á jarðefnaeldsneyti, sem og á vörum eða þjónustu sem notast við jarðefnaeldsneyti. Þeir sem hafa fengið sig fullsadda af frelsi fólks til að auglýsa sólarlandaferðir, bifreiðar, gasgrill og sláttuvélar geta glaðst yfir þessari framtakssemi VG og Pírata, sem standa að baki þinsályktunartillögunni. Það gildir þó ekki um okkur hin sem lítum ekki á slíkar auglýsingar sem stórvægilega ógn sem nauðsynlegt sé að banna með lögum. Þeir sem aðhyllast einstaklingsfrelsi eiga mjög skýran kost í næstu kosningum enda einn flokkur sem stendur öðrum óneitanlega framar í þeim efnum. Valið er aftur á móti mun flóknara fyrir þá sem vilja ekkert frekar en að hafa vit fyrir öðrum og hafa óbeit á frelsi manna til athafna og atvinnu, enda margir flokkar á þingi sem deila þeirri lífsskoðun. Því miður. Höfundur er lögfræðingur og starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins.
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun