Lögin um það sem er bannað Helgi Brynjarsson skrifar 4. október 2024 08:31 Ólíkt því sem margir kunna að halda endurspeglast pólitísk sýn og stefna stjórnmálaflokka alla jafna ekki í frumvörpum ráðherra ríkisstjórnar, þ.e. í svokölluðum stjórnarmálum. Margvíslegar málamiðlanir geta skotið þar upp kollinum, sér í lagi í samstarfi við stjórnlynda flokka, svo dæmi sé tekið. Háir það jafnan ráðherrum. Þingmenn eru aftur á móti lausir við slíkar kvaðir. Besta leiðin til að kíkja undir húddið felst í þannig öllu heldur í því að rýna frumvörp og þingsályktanir þingmanna, þ.e. svokölluð þingmannamál. Frumvörp og þingsályktanir þingmanna, svokölluð þingmannamál, eru líkast til besta leiðin til að átta sig raunverulega á pólitískri sýn og stefnu stjórnmálaflokka. Öfugt við frumvörp frá ráðherrum, svokölluð stjórnarmál, geta þingmenn lagt fram sín mál án nokkurra málamiðlana við stjórnlynda samstarfsflokka sína eins og oft vill hái ráðherrum. Afstaða stjórnmálaflokka til frelsi einstaklingsins eru æði mismunandi. Sést það bersýnilega á þingmálaskrá Alþingis um þessar mundir. Hefur þingflokkur Sjálfstæðisflokksins myndað sér ákveðna sérstöðu þegar kemur að því að vernda frelsi borgaranna og takmarka afskipti ríkisins af daglegu lífi fólks. Má þar t.d. nefna frumvörp um lögleiðingu bardagaíþrótta, netsölu áfengis, félagafrelsi á vinnumarkaði sem og þingsályktun um að leyfa dánaraðstoð. Áhugi annarra flokka á slíkum málum er hins vegar mjög takmarkaður og sæta framangreind frelsismál oft og tíðum harðri gagnrýni úr þeirra herbúðum. Kaldhæðnislega er andstaðan jafnan mest frá flokkum sem skreyta sig með fjöðrum frjálslyndis dags daglega. Þegar þessir sömu flokkar eru ekki uppteknir við að sjá málum Sjálfstæðismanna um aukið frelsi allt til foráttu, leggja þeir gjarnan fram sín eigin mál sem snúa þvert á móti að því að banna allt á milli himins og jarðar. Virðist áherslan einna helst vera á að banna atvinnustarfsemi sem er þeim ekki þóknanleg. Líkast til hafa sjaldan, eða aldrei, verið lögð fram jafn mörg mál um að banna hitt og þetta og á yfirstandandi löggjafarþingi. Píratar fremstir meðal jafningja Fyrir fram hefði margur haldið að í framlagningu bannmála færi fremstur í flokki rótgróin foræðishyggjuflokkur, líkt og VG eða Samfylkingin. Raunin er hins vegar sú að þingmenn þeirra komast ekki með tærnar þar sem kollegar þeirra í Pírötum hafa hælana, og það þrátt fyrir að Píratar hafi gert heiðarlega tilraun til að mála sig frjálslynda, með mjög takmörkuðum árangri þó eins og birtist glögglega þegar málflutningur þeirra á Alþingi er skoðaður. Píratar eru nefnilega flutningsmenn á heilum fimm þingmálum sem snúa að því að banna atvinnustarfsemi, m.a. bann við olíuleit, hvalveiðum, blóðmerahaldi og sjókvíeldi. Botninum náð? Hápunkturinn (eða lágpunkturinn) er þó vafalaust þingsályktunartillaga um bann við auglýsingum á jarðefnaeldsneyti, sem og á vörum eða þjónustu sem notast við jarðefnaeldsneyti. Þeir sem hafa fengið sig fullsadda af frelsi fólks til að auglýsa sólarlandaferðir, bifreiðar, gasgrill og sláttuvélar geta glaðst yfir þessari framtakssemi VG og Pírata, sem standa að baki þinsályktunartillögunni. Það gildir þó ekki um okkur hin sem lítum ekki á slíkar auglýsingar sem stórvægilega ógn sem nauðsynlegt sé að banna með lögum. Þeir sem aðhyllast einstaklingsfrelsi eiga mjög skýran kost í næstu kosningum enda einn flokkur sem stendur öðrum óneitanlega framar í þeim efnum. Valið er aftur á móti mun flóknara fyrir þá sem vilja ekkert frekar en að hafa vit fyrir öðrum og hafa óbeit á frelsi manna til athafna og atvinnu, enda margir flokkar á þingi sem deila þeirri lífsskoðun. Því miður. Höfundur er lögfræðingur og starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Ólíkt því sem margir kunna að halda endurspeglast pólitísk sýn og stefna stjórnmálaflokka alla jafna ekki í frumvörpum ráðherra ríkisstjórnar, þ.e. í svokölluðum stjórnarmálum. Margvíslegar málamiðlanir geta skotið þar upp kollinum, sér í lagi í samstarfi við stjórnlynda flokka, svo dæmi sé tekið. Háir það jafnan ráðherrum. Þingmenn eru aftur á móti lausir við slíkar kvaðir. Besta leiðin til að kíkja undir húddið felst í þannig öllu heldur í því að rýna frumvörp og þingsályktanir þingmanna, þ.e. svokölluð þingmannamál. Frumvörp og þingsályktanir þingmanna, svokölluð þingmannamál, eru líkast til besta leiðin til að átta sig raunverulega á pólitískri sýn og stefnu stjórnmálaflokka. Öfugt við frumvörp frá ráðherrum, svokölluð stjórnarmál, geta þingmenn lagt fram sín mál án nokkurra málamiðlana við stjórnlynda samstarfsflokka sína eins og oft vill hái ráðherrum. Afstaða stjórnmálaflokka til frelsi einstaklingsins eru æði mismunandi. Sést það bersýnilega á þingmálaskrá Alþingis um þessar mundir. Hefur þingflokkur Sjálfstæðisflokksins myndað sér ákveðna sérstöðu þegar kemur að því að vernda frelsi borgaranna og takmarka afskipti ríkisins af daglegu lífi fólks. Má þar t.d. nefna frumvörp um lögleiðingu bardagaíþrótta, netsölu áfengis, félagafrelsi á vinnumarkaði sem og þingsályktun um að leyfa dánaraðstoð. Áhugi annarra flokka á slíkum málum er hins vegar mjög takmarkaður og sæta framangreind frelsismál oft og tíðum harðri gagnrýni úr þeirra herbúðum. Kaldhæðnislega er andstaðan jafnan mest frá flokkum sem skreyta sig með fjöðrum frjálslyndis dags daglega. Þegar þessir sömu flokkar eru ekki uppteknir við að sjá málum Sjálfstæðismanna um aukið frelsi allt til foráttu, leggja þeir gjarnan fram sín eigin mál sem snúa þvert á móti að því að banna allt á milli himins og jarðar. Virðist áherslan einna helst vera á að banna atvinnustarfsemi sem er þeim ekki þóknanleg. Líkast til hafa sjaldan, eða aldrei, verið lögð fram jafn mörg mál um að banna hitt og þetta og á yfirstandandi löggjafarþingi. Píratar fremstir meðal jafningja Fyrir fram hefði margur haldið að í framlagningu bannmála færi fremstur í flokki rótgróin foræðishyggjuflokkur, líkt og VG eða Samfylkingin. Raunin er hins vegar sú að þingmenn þeirra komast ekki með tærnar þar sem kollegar þeirra í Pírötum hafa hælana, og það þrátt fyrir að Píratar hafi gert heiðarlega tilraun til að mála sig frjálslynda, með mjög takmörkuðum árangri þó eins og birtist glögglega þegar málflutningur þeirra á Alþingi er skoðaður. Píratar eru nefnilega flutningsmenn á heilum fimm þingmálum sem snúa að því að banna atvinnustarfsemi, m.a. bann við olíuleit, hvalveiðum, blóðmerahaldi og sjókvíeldi. Botninum náð? Hápunkturinn (eða lágpunkturinn) er þó vafalaust þingsályktunartillaga um bann við auglýsingum á jarðefnaeldsneyti, sem og á vörum eða þjónustu sem notast við jarðefnaeldsneyti. Þeir sem hafa fengið sig fullsadda af frelsi fólks til að auglýsa sólarlandaferðir, bifreiðar, gasgrill og sláttuvélar geta glaðst yfir þessari framtakssemi VG og Pírata, sem standa að baki þinsályktunartillögunni. Það gildir þó ekki um okkur hin sem lítum ekki á slíkar auglýsingar sem stórvægilega ógn sem nauðsynlegt sé að banna með lögum. Þeir sem aðhyllast einstaklingsfrelsi eiga mjög skýran kost í næstu kosningum enda einn flokkur sem stendur öðrum óneitanlega framar í þeim efnum. Valið er aftur á móti mun flóknara fyrir þá sem vilja ekkert frekar en að hafa vit fyrir öðrum og hafa óbeit á frelsi manna til athafna og atvinnu, enda margir flokkar á þingi sem deila þeirri lífsskoðun. Því miður. Höfundur er lögfræðingur og starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun