Bein útsending: Walz og Vance hittast í fyrsta sinn Samúel Karl Ólason skrifar 1. október 2024 23:02 Tim Walz, ríkisstjóri Minnesota, og JD Vance, öldungadeildarþingmaður frá Ohio. AP Þeir Tim Walz og JD Vance, varaforsetaefni þeirra Kamölu Harris og Donalds Trump, mætast í þeirra fyrstu og líklega síðustu kappræðum í kvöld. Kosningabaráttan virðist í járnum, ef marka má kannanir og berjast framboðin af mikilli hörku um hvert atkvæði. Því er talið að kappræðurnar í kvöld gætu verið mikilvægari en kappræður varaforsetaefna hafa verið áður. Þær munu veita þeim Walz og Vance tækifæri til að sannfæra kjósendur um að veita sér atkvæði og fara hörðum orðum um mótframbjóðendur sína. Varaforsetaefni hafa á undanförnum árum í sífellt meiri mæli tekið upp það hlutverk að fara gegn mótframbjóðendum þeirra. Þannig geta þeir skýlt forsetaframbjóðendunum sjálfum frá því að gera árásir á mótframbjóðendur sína sem geta þótt hallærislegar eða ekki verið í takt við þá virðingu sem forsetaembættinu á að fylgja. Þessum kappræðum verður stýrt af CBS News og eru haldnar í New York. Eftir umfangsmiklar kvartanir Repúblikana eftir kappræðurnar milli Trumps og Harris var sú ákvörðun tekin að stjórnendur muni ekkert leiðrétta frambjóðendur þegar þeir segja ósatt, eins og nokkrum sinnum var gert við Trump. Sjá einnig: Trump í mikilli vörn en lýsir yfir sigri Þær hefjast klukkan eitt í nótt og eiga að standa yfir í einn og hálfan tíma en áhugasamir munu geta fylgst með kappræðunum á YouTube-síðu CBS News, í spilaranum hér að neðan. Eins og þegar Harris og Trump mættust, verður þetta í fyrsta sinn sem Walz og Vance hittast en þeir hafa skipst á fjölda skota, ef svo má segja, á undanförnum mánuðum. Walz hefur leitt þá viðleitni Demókrata að lýsa Trump og Repúblikönum sem „skrítnum“ en þau ummæli hafa ekki fallið í kramið hjá Trump. Walz hefur undirbúið sig fyrir kappræðurnar með því að fá Pete Buttigieg, samgönguráðherra, til að leika Vance í æfingarkappræðum. Vance hefur fengið þingmanninn Tom Emmer til að leika Walz á æfingum. Demókratar óttaslegnir Í frétt Politico segir að Walz sé ekki þekktur sem góður ræðumaður og að hann eigi það til að bregðast reiður við gagnrýni. Demókratar eru sagðir hafa áhyggjur af því hvernig hann muni standa sig gegn Vance, sem þykir mun öruggari í kappræðum. Velgengni Harris gegn Trump jók á þessar áhyggjur og þá er þetta í fyrsta sinn sem Walz stígur á svið fyrir framan alla bandarísku þjóðina. Vance þykir líklegur til að gagnrýna Walz vegna viðbragða hans við óeirðunum í Minnesota eftir að George Floyd var myrtur af lögregluþjónum í Minneapolis árið 2020 og það hvernig ríkisstjórn hans veitti svikahröppum 250 milljónir dala úr neyðarsjóðum vegna Covid. Vance hefur þegar kallað Walz opinberlega öfgamann og raðlygara og búast Demókratar við því að hann muni ganga fram af mikilli hörku. Kannanir gefa þó til kynna að Walz njóti meiri vinsælda á landsvísu en Vance, sem þykir hafa misstigið sig nokkuð oft. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Sjá meira
Því er talið að kappræðurnar í kvöld gætu verið mikilvægari en kappræður varaforsetaefna hafa verið áður. Þær munu veita þeim Walz og Vance tækifæri til að sannfæra kjósendur um að veita sér atkvæði og fara hörðum orðum um mótframbjóðendur sína. Varaforsetaefni hafa á undanförnum árum í sífellt meiri mæli tekið upp það hlutverk að fara gegn mótframbjóðendum þeirra. Þannig geta þeir skýlt forsetaframbjóðendunum sjálfum frá því að gera árásir á mótframbjóðendur sína sem geta þótt hallærislegar eða ekki verið í takt við þá virðingu sem forsetaembættinu á að fylgja. Þessum kappræðum verður stýrt af CBS News og eru haldnar í New York. Eftir umfangsmiklar kvartanir Repúblikana eftir kappræðurnar milli Trumps og Harris var sú ákvörðun tekin að stjórnendur muni ekkert leiðrétta frambjóðendur þegar þeir segja ósatt, eins og nokkrum sinnum var gert við Trump. Sjá einnig: Trump í mikilli vörn en lýsir yfir sigri Þær hefjast klukkan eitt í nótt og eiga að standa yfir í einn og hálfan tíma en áhugasamir munu geta fylgst með kappræðunum á YouTube-síðu CBS News, í spilaranum hér að neðan. Eins og þegar Harris og Trump mættust, verður þetta í fyrsta sinn sem Walz og Vance hittast en þeir hafa skipst á fjölda skota, ef svo má segja, á undanförnum mánuðum. Walz hefur leitt þá viðleitni Demókrata að lýsa Trump og Repúblikönum sem „skrítnum“ en þau ummæli hafa ekki fallið í kramið hjá Trump. Walz hefur undirbúið sig fyrir kappræðurnar með því að fá Pete Buttigieg, samgönguráðherra, til að leika Vance í æfingarkappræðum. Vance hefur fengið þingmanninn Tom Emmer til að leika Walz á æfingum. Demókratar óttaslegnir Í frétt Politico segir að Walz sé ekki þekktur sem góður ræðumaður og að hann eigi það til að bregðast reiður við gagnrýni. Demókratar eru sagðir hafa áhyggjur af því hvernig hann muni standa sig gegn Vance, sem þykir mun öruggari í kappræðum. Velgengni Harris gegn Trump jók á þessar áhyggjur og þá er þetta í fyrsta sinn sem Walz stígur á svið fyrir framan alla bandarísku þjóðina. Vance þykir líklegur til að gagnrýna Walz vegna viðbragða hans við óeirðunum í Minnesota eftir að George Floyd var myrtur af lögregluþjónum í Minneapolis árið 2020 og það hvernig ríkisstjórn hans veitti svikahröppum 250 milljónir dala úr neyðarsjóðum vegna Covid. Vance hefur þegar kallað Walz opinberlega öfgamann og raðlygara og búast Demókratar við því að hann muni ganga fram af mikilli hörku. Kannanir gefa þó til kynna að Walz njóti meiri vinsælda á landsvísu en Vance, sem þykir hafa misstigið sig nokkuð oft.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Sjá meira