Bein útsending: Walz og Vance hittast í fyrsta sinn Samúel Karl Ólason skrifar 1. október 2024 23:02 Tim Walz, ríkisstjóri Minnesota, og JD Vance, öldungadeildarþingmaður frá Ohio. AP Þeir Tim Walz og JD Vance, varaforsetaefni þeirra Kamölu Harris og Donalds Trump, mætast í þeirra fyrstu og líklega síðustu kappræðum í kvöld. Kosningabaráttan virðist í járnum, ef marka má kannanir og berjast framboðin af mikilli hörku um hvert atkvæði. Því er talið að kappræðurnar í kvöld gætu verið mikilvægari en kappræður varaforsetaefna hafa verið áður. Þær munu veita þeim Walz og Vance tækifæri til að sannfæra kjósendur um að veita sér atkvæði og fara hörðum orðum um mótframbjóðendur sína. Varaforsetaefni hafa á undanförnum árum í sífellt meiri mæli tekið upp það hlutverk að fara gegn mótframbjóðendum þeirra. Þannig geta þeir skýlt forsetaframbjóðendunum sjálfum frá því að gera árásir á mótframbjóðendur sína sem geta þótt hallærislegar eða ekki verið í takt við þá virðingu sem forsetaembættinu á að fylgja. Þessum kappræðum verður stýrt af CBS News og eru haldnar í New York. Eftir umfangsmiklar kvartanir Repúblikana eftir kappræðurnar milli Trumps og Harris var sú ákvörðun tekin að stjórnendur muni ekkert leiðrétta frambjóðendur þegar þeir segja ósatt, eins og nokkrum sinnum var gert við Trump. Sjá einnig: Trump í mikilli vörn en lýsir yfir sigri Þær hefjast klukkan eitt í nótt og eiga að standa yfir í einn og hálfan tíma en áhugasamir munu geta fylgst með kappræðunum á YouTube-síðu CBS News, í spilaranum hér að neðan. Eins og þegar Harris og Trump mættust, verður þetta í fyrsta sinn sem Walz og Vance hittast en þeir hafa skipst á fjölda skota, ef svo má segja, á undanförnum mánuðum. Walz hefur leitt þá viðleitni Demókrata að lýsa Trump og Repúblikönum sem „skrítnum“ en þau ummæli hafa ekki fallið í kramið hjá Trump. Walz hefur undirbúið sig fyrir kappræðurnar með því að fá Pete Buttigieg, samgönguráðherra, til að leika Vance í æfingarkappræðum. Vance hefur fengið þingmanninn Tom Emmer til að leika Walz á æfingum. Demókratar óttaslegnir Í frétt Politico segir að Walz sé ekki þekktur sem góður ræðumaður og að hann eigi það til að bregðast reiður við gagnrýni. Demókratar eru sagðir hafa áhyggjur af því hvernig hann muni standa sig gegn Vance, sem þykir mun öruggari í kappræðum. Velgengni Harris gegn Trump jók á þessar áhyggjur og þá er þetta í fyrsta sinn sem Walz stígur á svið fyrir framan alla bandarísku þjóðina. Vance þykir líklegur til að gagnrýna Walz vegna viðbragða hans við óeirðunum í Minnesota eftir að George Floyd var myrtur af lögregluþjónum í Minneapolis árið 2020 og það hvernig ríkisstjórn hans veitti svikahröppum 250 milljónir dala úr neyðarsjóðum vegna Covid. Vance hefur þegar kallað Walz opinberlega öfgamann og raðlygara og búast Demókratar við því að hann muni ganga fram af mikilli hörku. Kannanir gefa þó til kynna að Walz njóti meiri vinsælda á landsvísu en Vance, sem þykir hafa misstigið sig nokkuð oft. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Því er talið að kappræðurnar í kvöld gætu verið mikilvægari en kappræður varaforsetaefna hafa verið áður. Þær munu veita þeim Walz og Vance tækifæri til að sannfæra kjósendur um að veita sér atkvæði og fara hörðum orðum um mótframbjóðendur sína. Varaforsetaefni hafa á undanförnum árum í sífellt meiri mæli tekið upp það hlutverk að fara gegn mótframbjóðendum þeirra. Þannig geta þeir skýlt forsetaframbjóðendunum sjálfum frá því að gera árásir á mótframbjóðendur sína sem geta þótt hallærislegar eða ekki verið í takt við þá virðingu sem forsetaembættinu á að fylgja. Þessum kappræðum verður stýrt af CBS News og eru haldnar í New York. Eftir umfangsmiklar kvartanir Repúblikana eftir kappræðurnar milli Trumps og Harris var sú ákvörðun tekin að stjórnendur muni ekkert leiðrétta frambjóðendur þegar þeir segja ósatt, eins og nokkrum sinnum var gert við Trump. Sjá einnig: Trump í mikilli vörn en lýsir yfir sigri Þær hefjast klukkan eitt í nótt og eiga að standa yfir í einn og hálfan tíma en áhugasamir munu geta fylgst með kappræðunum á YouTube-síðu CBS News, í spilaranum hér að neðan. Eins og þegar Harris og Trump mættust, verður þetta í fyrsta sinn sem Walz og Vance hittast en þeir hafa skipst á fjölda skota, ef svo má segja, á undanförnum mánuðum. Walz hefur leitt þá viðleitni Demókrata að lýsa Trump og Repúblikönum sem „skrítnum“ en þau ummæli hafa ekki fallið í kramið hjá Trump. Walz hefur undirbúið sig fyrir kappræðurnar með því að fá Pete Buttigieg, samgönguráðherra, til að leika Vance í æfingarkappræðum. Vance hefur fengið þingmanninn Tom Emmer til að leika Walz á æfingum. Demókratar óttaslegnir Í frétt Politico segir að Walz sé ekki þekktur sem góður ræðumaður og að hann eigi það til að bregðast reiður við gagnrýni. Demókratar eru sagðir hafa áhyggjur af því hvernig hann muni standa sig gegn Vance, sem þykir mun öruggari í kappræðum. Velgengni Harris gegn Trump jók á þessar áhyggjur og þá er þetta í fyrsta sinn sem Walz stígur á svið fyrir framan alla bandarísku þjóðina. Vance þykir líklegur til að gagnrýna Walz vegna viðbragða hans við óeirðunum í Minnesota eftir að George Floyd var myrtur af lögregluþjónum í Minneapolis árið 2020 og það hvernig ríkisstjórn hans veitti svikahröppum 250 milljónir dala úr neyðarsjóðum vegna Covid. Vance hefur þegar kallað Walz opinberlega öfgamann og raðlygara og búast Demókratar við því að hann muni ganga fram af mikilli hörku. Kannanir gefa þó til kynna að Walz njóti meiri vinsælda á landsvísu en Vance, sem þykir hafa misstigið sig nokkuð oft.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira