Laufey var stórglæsileg á tískusýningu Chanel í dag.Pascal Le Segretain/Getty Images
Ofurtvíburarnir Laufey Lin og Júnía Lin eru miklir heimsborgarar og stöðugt á faraldsfæti. Laufey kláraði nýverið langt tónleikaferðalag með síðasta stoppi á stórri tónlistarhátíð í Maryland og fagnaði með því að fljúga til höfuðborgar hátískunnar og hitta systur sína á tískuviku í París.
Júnía Lin er búsett í London en starfar sömuleiðis sem listrænn stjórnandi Laufeyjar þannig að hún þarf að ferðast heimshorna á milli.
Tvíburasysturnar virðast njóta vel í Parísar og eru að vana duglegar að birta skemmtileg myndbönd á samfélagsmiðla frá endurfundunum.
Þær borðuðu kvöldmat í gær á glæsilega veitingastaðnum Loulou á listasafninu Musée des arts décoratifs.
Laufey rokkar hér sturlað Chanel fitt fyrir tískusýninguna.Pascal Le Segretain/Getty Images
Í dag eru þær mættar í fremstu röð á glæsilega tískusýningu tískirisans Chanel fyrir vor/sumarlínuna 2025. Félagsskapurinn þar er ekki amalegur en stórstjörnur á borð við Lupita Nyong'o, Naomi Campell, Greta Gerwig, Banks og fleiri létu sig ekki vanta.
Laufey er orðin mikil hátískudrottning og er alveg tryllt flott í þessu pastelgræna setti frá Chanel.Pascal Le Segretain/Getty ImagesJúnía og Laufey eru mættar að sjá nýjustu línu tískurisans Chanel.Instagram @junialinChanel sýningin í París er haldin í glæsilegu rými.Instagram @junialinLaufey var með frábært sæti á sýningunni.Instagram @laufey