Heilbrigðisstofnun Norðurlands tíu ára í dag Jón Helgi Björnsson skrifar 1. október 2024 10:31 Heilbrigðisstofnun Norðurlands, HSN á 10 ára starfsafmæli í dag, en stofnunin varð til við sameiningu Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga, Heilsugæslunnar á Akureyri, Heilsugæslustöðvarinnar á Dalvík, Heilbrigðisstofnunar Fjallabyggðar, Heilbrigðisstofnunar Sauðárkróks og Heilbrigðisstofnunar Blönduóss, þann 1. október 2014. Sameiningin hefur leitt til jákvæðra breytinga og hagræðingar hvað varðar aukna samvinnu og fagleg samskipti á milli heilbrigðisstofnana á Norðurlandi. Mun auðveldara er að halda úti öflugri upplýsingatækni sem er í rauninni forsenda þess að vinna vel saman yfir stórt landsvæði. Þá fylgdi sameiningunni veruleg samlegð í símenntun starfsfólks sem jók mjög á möguleika á samstarfi og öflugri endurmenntun sem hefur leitt til nýrra og uppbyggilegra verkefna á heilbrigðissviði. HSN sinnir stóru landsvæði allt frá Blönduósi í vestri til Þórshafnar í austri sem telur um 38.000 íbúa, en stofnunin rekur 18 aðskildar starfseiningar í um 40.000 fermetrum af húsnæði. Þetta er stór vinnustaður, en hjá okkur starfa 625 starfsmenn í 455 stöðugildum. Hér eru 120 hjúkrunarfræðingar, 95 sjúkraliðar og 55 læknar í 45 stöðugildum. Þá eru ótalin störf ómissandi aðila í sálfélagsþjónustu, iðju- og sjúkraþjálfun og aðhlynningu, auk starfa þeirra sem sinna stoðþjónustu af ýmsum toga. Í dag eru 12-13 læknar í sérnámi í heimilislækningum hjá HSN og við tökum við nokkrum fjölda nema í lengra eða styttra starfsnám á hverju ári. HSN á að jafnaði í um 1000 samskiptum við íbúa Norðurlands á hverjum degi og starfsfólk í heimahjúkrun skráir t.a.m. um 80.000 samskipti við þjónustuþega á hverju ári. Búast má við að læknar stofnunarinnar fari í 2-3 bráðaútköll með sjúkrabíl á hverjum degi, en á starfssvæðinu eru tíu læknar alltaf á bundinni vakt til að bregðast við slysum eða veikindum íbúa. Þegar alvarlegt slys varð í Öxnadal í sumar mættu 8 læknar og 5 hjúkrunarfræðingar frá HSN á slysstað frá þremur starfsstöðvum. Hlutverk HSN er víðtækt í samfélaginu. Við höldum utan um alla almenna þjónustuþætti í heilsugæslu með móttöku og vaktþjónustu heilsugæslulækna, heimahjúkrun, hjúkrunarmóttöku, ungbarna- og mæðravernd, heilsuvernd grunnskólabarna, hjúkrun í framhaldsskólum og sálfélagslegri þjónustu fullorðinna og barna, auk fleiri þátta. Einnig rekum við fjöldann allan af hjúkrunar- og sjúkrarýmum á starfssvæðinu. Við erum stolt af því að hafa fengið að taka þátt í því að leiða ný og spennandi verkefni en nýlegasta dæmið er þegar stofnunin skrifaði undir samstarfssamning við Sjúkrahúsið á Akureyri og heilbrigðisráðuneytið um starfsemi Akureyrarklíníkurinnar sem veita á ME sjúklingum þjónustu á landsvísu. Þá tók HSN einnig við verkefnum geðheilsuteymis barna á Norðurlandi og Austurlandi, en teymið var styrkt með nýju og öflugu fagfólki. Tekur teymið til starfa í dag á 10 ára afmæli HSN. Almennt hefur Heilbrigðisstofnun Norðurlands notið velvilja stjórnvalda í þessi 10 ár og fengið auknar fjárheimildir til að auka og bæta þjónustu. Sérstaklega má nefna fjölgun starfsfólks á Akureyri þar sem staða heilsugæslunnar þar var afskaplega veik fyrir 10 árum. Stofnunin hefur rekið aðhaldssama stefnu í fjármálum og hefur rekstur hennar að jafnaði verið í jafnvægi. Heilbrigðisstofnun Norðurlands er lykilstofnun í samfélaginu. Hún hefur þann megintilgang að skapa góðan ramma utan um gott starfsfólk, hvers hlutverk er svo að veita íbúum öfluga heilbrigðisþjónustu sem stuðlar að vellíðan og heilbrigði þeirra. Við munum halda áfram að rækja okkar mikilvæga hlutverk af natni, fagmennsku og virðingu. Innilega til hamingju með daginn, allt starfsfólk HSN og íbúar á Norðurlandi vestra og eystra. Höfundur er forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Heilbrigðisstofnun Norðurlands Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Heilbrigðisstofnun Norðurlands, HSN á 10 ára starfsafmæli í dag, en stofnunin varð til við sameiningu Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga, Heilsugæslunnar á Akureyri, Heilsugæslustöðvarinnar á Dalvík, Heilbrigðisstofnunar Fjallabyggðar, Heilbrigðisstofnunar Sauðárkróks og Heilbrigðisstofnunar Blönduóss, þann 1. október 2014. Sameiningin hefur leitt til jákvæðra breytinga og hagræðingar hvað varðar aukna samvinnu og fagleg samskipti á milli heilbrigðisstofnana á Norðurlandi. Mun auðveldara er að halda úti öflugri upplýsingatækni sem er í rauninni forsenda þess að vinna vel saman yfir stórt landsvæði. Þá fylgdi sameiningunni veruleg samlegð í símenntun starfsfólks sem jók mjög á möguleika á samstarfi og öflugri endurmenntun sem hefur leitt til nýrra og uppbyggilegra verkefna á heilbrigðissviði. HSN sinnir stóru landsvæði allt frá Blönduósi í vestri til Þórshafnar í austri sem telur um 38.000 íbúa, en stofnunin rekur 18 aðskildar starfseiningar í um 40.000 fermetrum af húsnæði. Þetta er stór vinnustaður, en hjá okkur starfa 625 starfsmenn í 455 stöðugildum. Hér eru 120 hjúkrunarfræðingar, 95 sjúkraliðar og 55 læknar í 45 stöðugildum. Þá eru ótalin störf ómissandi aðila í sálfélagsþjónustu, iðju- og sjúkraþjálfun og aðhlynningu, auk starfa þeirra sem sinna stoðþjónustu af ýmsum toga. Í dag eru 12-13 læknar í sérnámi í heimilislækningum hjá HSN og við tökum við nokkrum fjölda nema í lengra eða styttra starfsnám á hverju ári. HSN á að jafnaði í um 1000 samskiptum við íbúa Norðurlands á hverjum degi og starfsfólk í heimahjúkrun skráir t.a.m. um 80.000 samskipti við þjónustuþega á hverju ári. Búast má við að læknar stofnunarinnar fari í 2-3 bráðaútköll með sjúkrabíl á hverjum degi, en á starfssvæðinu eru tíu læknar alltaf á bundinni vakt til að bregðast við slysum eða veikindum íbúa. Þegar alvarlegt slys varð í Öxnadal í sumar mættu 8 læknar og 5 hjúkrunarfræðingar frá HSN á slysstað frá þremur starfsstöðvum. Hlutverk HSN er víðtækt í samfélaginu. Við höldum utan um alla almenna þjónustuþætti í heilsugæslu með móttöku og vaktþjónustu heilsugæslulækna, heimahjúkrun, hjúkrunarmóttöku, ungbarna- og mæðravernd, heilsuvernd grunnskólabarna, hjúkrun í framhaldsskólum og sálfélagslegri þjónustu fullorðinna og barna, auk fleiri þátta. Einnig rekum við fjöldann allan af hjúkrunar- og sjúkrarýmum á starfssvæðinu. Við erum stolt af því að hafa fengið að taka þátt í því að leiða ný og spennandi verkefni en nýlegasta dæmið er þegar stofnunin skrifaði undir samstarfssamning við Sjúkrahúsið á Akureyri og heilbrigðisráðuneytið um starfsemi Akureyrarklíníkurinnar sem veita á ME sjúklingum þjónustu á landsvísu. Þá tók HSN einnig við verkefnum geðheilsuteymis barna á Norðurlandi og Austurlandi, en teymið var styrkt með nýju og öflugu fagfólki. Tekur teymið til starfa í dag á 10 ára afmæli HSN. Almennt hefur Heilbrigðisstofnun Norðurlands notið velvilja stjórnvalda í þessi 10 ár og fengið auknar fjárheimildir til að auka og bæta þjónustu. Sérstaklega má nefna fjölgun starfsfólks á Akureyri þar sem staða heilsugæslunnar þar var afskaplega veik fyrir 10 árum. Stofnunin hefur rekið aðhaldssama stefnu í fjármálum og hefur rekstur hennar að jafnaði verið í jafnvægi. Heilbrigðisstofnun Norðurlands er lykilstofnun í samfélaginu. Hún hefur þann megintilgang að skapa góðan ramma utan um gott starfsfólk, hvers hlutverk er svo að veita íbúum öfluga heilbrigðisþjónustu sem stuðlar að vellíðan og heilbrigði þeirra. Við munum halda áfram að rækja okkar mikilvæga hlutverk af natni, fagmennsku og virðingu. Innilega til hamingju með daginn, allt starfsfólk HSN og íbúar á Norðurlandi vestra og eystra. Höfundur er forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun