Hélt hann væri laus við þessi mál Valur Páll Eiríksson skrifar 1. október 2024 10:01 Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri KSÍ. Vísir/Sigurjón Eysteinn Pétur Lárusson kann vel við sig í nýju hlutverki, sem framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands. Fyrstu vikurnar í starfi hafa verið viðburðaríkar. Eysteinn hefur síðasta rúma áratuginn starfað sem framkvæmdastjóri Breiðabliks en færði sig um set, yfir í Laugardalinn um síðustu mánaðarmót. Hann segir ákveðinn mun vera á því að starfa fyrir sambandið, samanborið við að vinna fyrir stakt félag. „Þetta er meira rútínerað heldur en í klúbbaboltanum. Það er að segja, þú byggir meira á sjálfboðaliðum þar en hér er þetta er í föstu formi. Það sem kom manni mest á óvart er hvernig móttökurnar hafa verið bæði hjá UEFA og FIFA. Það er allt kapp lagt á það að koma manni inn í hlutina sem best og sem fljótast. Það hef ég heldur betur fengið að finna þessar fyrstu vikur,“ segir Eysteinn. Tók slaginn aftur Eysteinn tókst á við Evrópuverkefni Breiðabliks á síðasta ári með meðfylgjandi regluverki frá UEFA og veseni í kringum vallarmál. Þá fékk Eysteinn vallarmál Víkings í Evrópu beint í fangið strax og hann mætti á nýjan stað. Fundir fram og til baka dögum saman leiddi af sér þá niðurstöðu að Víkingar spila leiki sína á Kópavogsvelli, þar sem Breiðablik mátti ekki spila í fyrra. „Ég hélt ég væri laus við þau mál síðan í fyrra. Við þurftum að taka þann slag aftur. Auðvitað erum við hér hjá KSÍ ekki að gera annað en að vinna fyrir félögin í landinu. Ég var í nýju hlutverki og með góðri samvinnu allra þá er búið að lenda þeim vallarmálum fyrir Víkingana,“ Eysteinn Pétur hefur komið sér ágætlega fyrir á nýrri skrifstofu.Vísir/Sigurjón „En það er alveg ljóst fyrir þá sem koma hér að, að við verðum að fara í einhverjar aðgerðir svo hægt sé að leika á einhverjum leikvelli hér allan ársins hring,“ segir Eysteinn. Vallarmálin sem mest liggur á Vallarmálin séu þá einmitt það sem er mest aðkallandi í starfi KSÍ sem stendur. Til stendur að leggja nýtt gras með undirhita á Laugardalsvöll í vetur og tryggja að minnsta kosti einn löglegan fótboltavöll hér á landi, sem uppfyllir kröfur UEFA. „Ég myndi segja það. Bæði fyrir félagsliðin og landsliðin okkar. Eins og keppnirnar eru settar upp núna eigum við að eiga von á því það verði lið í þessari keppni, bæði karla- og kvennamegin, næstu ár. Ég held að þetta sé mest aðkallandi, bæði fyrir félagsliðin og landsliðin. Það er alveg klárt mál,“ segir Eysteinn. KSÍ UEFA Sambandsdeild Evrópu Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Einkunnir Íslands gegn Wales: Varamaðurinn Logi maður leiksins eftir ótrúlega innkomu Fótbolti Albert verður ekki kallaður inn í íslenska hópinn Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Wales 2-2 | Logi sem þarf að verða að báli Fótbolti Stefán Árni stríddi Tomma með paparassa myndbandi frá sumrinu Körfubolti Logi fær ekki seinna markið skráð á sig Fótbolti Valsmenn rufu fjörutíu marka múrinn Handbolti Hareide: „Við gerðum skelfileg mistök“ Fótbolti Twitter um leikinn: Haltu bara áfram að skína Logi Fótbolti Van Dijk fékk rautt spjald í kvöld Fótbolti „Við munum læra margt af þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Stefán Teitur og Jón Dagur á leið í bann Albert verður ekki kallaður inn í íslenska hópinn Logi fær ekki seinna markið skráð á sig „Við munum læra margt af þessu“ „Við hefðum átt að skora fleiri mörk í seinni hálfleik“ Van Dijk fékk rautt spjald í kvöld Hareide: „Við gerðum skelfileg mistök“ Logi í vímu eftir leik: Ég er vanur að skora góð mörk Einkunnir Íslands gegn Wales: Varamaðurinn Logi maður leiksins eftir ótrúlega innkomu Tyrkir á toppnum eftir stórsókn en nauman sigur Twitter um leikinn: Haltu bara áfram að skína Logi Kári sagði að Kolbeinn ætti að biðja um skiptingu í hálfleik Logi jafnar með tveimur mörkum á þremur mínútum: Sjáðu mörkin Agüero fór með Barcelona fyrir dómstóla Uppgjörið: Ísland - Wales 2-2 | Logi sem þarf að verða að báli Byrjunarlið Íslands: Gylfi á bekknum og Orri og Andri Lucas frammi „Ekki vera með ef þið eruð á móti þessu“ Leikmaður Brighton var nálægt því að deyja um borð í flugvél Heimir segist aldrei hafa fengið annan eins stuðning á útivelli Ben Davies: Synd að hafa ekki spilað með Gylfa „Andlega lúinn“ Jón Daði færist nær Bestu deildinni Saka fór meiddur út af „Draumur frá því ég var lítill“ Solskjær hafnaði Dönum Bellamy: Jói lyklakippan en kann alveg að tuða Vandasamt að greina velska liðið: „Við erum á betri stað núna“ Grikkir vildu ekki spila við Englendinga vegna fráfalls Baldocks Býst ekki við að landa starfinu stóra eftir óvænt tap Minnist Baldocks með hlýju: „Honum þótti alltaf vænt um Vestmannaeyjar“ Heiglar sem ráðast á vinalega Íslendinginn Sjá meira
Eysteinn hefur síðasta rúma áratuginn starfað sem framkvæmdastjóri Breiðabliks en færði sig um set, yfir í Laugardalinn um síðustu mánaðarmót. Hann segir ákveðinn mun vera á því að starfa fyrir sambandið, samanborið við að vinna fyrir stakt félag. „Þetta er meira rútínerað heldur en í klúbbaboltanum. Það er að segja, þú byggir meira á sjálfboðaliðum þar en hér er þetta er í föstu formi. Það sem kom manni mest á óvart er hvernig móttökurnar hafa verið bæði hjá UEFA og FIFA. Það er allt kapp lagt á það að koma manni inn í hlutina sem best og sem fljótast. Það hef ég heldur betur fengið að finna þessar fyrstu vikur,“ segir Eysteinn. Tók slaginn aftur Eysteinn tókst á við Evrópuverkefni Breiðabliks á síðasta ári með meðfylgjandi regluverki frá UEFA og veseni í kringum vallarmál. Þá fékk Eysteinn vallarmál Víkings í Evrópu beint í fangið strax og hann mætti á nýjan stað. Fundir fram og til baka dögum saman leiddi af sér þá niðurstöðu að Víkingar spila leiki sína á Kópavogsvelli, þar sem Breiðablik mátti ekki spila í fyrra. „Ég hélt ég væri laus við þau mál síðan í fyrra. Við þurftum að taka þann slag aftur. Auðvitað erum við hér hjá KSÍ ekki að gera annað en að vinna fyrir félögin í landinu. Ég var í nýju hlutverki og með góðri samvinnu allra þá er búið að lenda þeim vallarmálum fyrir Víkingana,“ Eysteinn Pétur hefur komið sér ágætlega fyrir á nýrri skrifstofu.Vísir/Sigurjón „En það er alveg ljóst fyrir þá sem koma hér að, að við verðum að fara í einhverjar aðgerðir svo hægt sé að leika á einhverjum leikvelli hér allan ársins hring,“ segir Eysteinn. Vallarmálin sem mest liggur á Vallarmálin séu þá einmitt það sem er mest aðkallandi í starfi KSÍ sem stendur. Til stendur að leggja nýtt gras með undirhita á Laugardalsvöll í vetur og tryggja að minnsta kosti einn löglegan fótboltavöll hér á landi, sem uppfyllir kröfur UEFA. „Ég myndi segja það. Bæði fyrir félagsliðin og landsliðin okkar. Eins og keppnirnar eru settar upp núna eigum við að eiga von á því það verði lið í þessari keppni, bæði karla- og kvennamegin, næstu ár. Ég held að þetta sé mest aðkallandi, bæði fyrir félagsliðin og landsliðin. Það er alveg klárt mál,“ segir Eysteinn.
KSÍ UEFA Sambandsdeild Evrópu Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Einkunnir Íslands gegn Wales: Varamaðurinn Logi maður leiksins eftir ótrúlega innkomu Fótbolti Albert verður ekki kallaður inn í íslenska hópinn Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Wales 2-2 | Logi sem þarf að verða að báli Fótbolti Stefán Árni stríddi Tomma með paparassa myndbandi frá sumrinu Körfubolti Logi fær ekki seinna markið skráð á sig Fótbolti Valsmenn rufu fjörutíu marka múrinn Handbolti Hareide: „Við gerðum skelfileg mistök“ Fótbolti Twitter um leikinn: Haltu bara áfram að skína Logi Fótbolti Van Dijk fékk rautt spjald í kvöld Fótbolti „Við munum læra margt af þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Stefán Teitur og Jón Dagur á leið í bann Albert verður ekki kallaður inn í íslenska hópinn Logi fær ekki seinna markið skráð á sig „Við munum læra margt af þessu“ „Við hefðum átt að skora fleiri mörk í seinni hálfleik“ Van Dijk fékk rautt spjald í kvöld Hareide: „Við gerðum skelfileg mistök“ Logi í vímu eftir leik: Ég er vanur að skora góð mörk Einkunnir Íslands gegn Wales: Varamaðurinn Logi maður leiksins eftir ótrúlega innkomu Tyrkir á toppnum eftir stórsókn en nauman sigur Twitter um leikinn: Haltu bara áfram að skína Logi Kári sagði að Kolbeinn ætti að biðja um skiptingu í hálfleik Logi jafnar með tveimur mörkum á þremur mínútum: Sjáðu mörkin Agüero fór með Barcelona fyrir dómstóla Uppgjörið: Ísland - Wales 2-2 | Logi sem þarf að verða að báli Byrjunarlið Íslands: Gylfi á bekknum og Orri og Andri Lucas frammi „Ekki vera með ef þið eruð á móti þessu“ Leikmaður Brighton var nálægt því að deyja um borð í flugvél Heimir segist aldrei hafa fengið annan eins stuðning á útivelli Ben Davies: Synd að hafa ekki spilað með Gylfa „Andlega lúinn“ Jón Daði færist nær Bestu deildinni Saka fór meiddur út af „Draumur frá því ég var lítill“ Solskjær hafnaði Dönum Bellamy: Jói lyklakippan en kann alveg að tuða Vandasamt að greina velska liðið: „Við erum á betri stað núna“ Grikkir vildu ekki spila við Englendinga vegna fráfalls Baldocks Býst ekki við að landa starfinu stóra eftir óvænt tap Minnist Baldocks með hlýju: „Honum þótti alltaf vænt um Vestmannaeyjar“ Heiglar sem ráðast á vinalega Íslendinginn Sjá meira