Hélt hann væri laus við þessi mál Valur Páll Eiríksson skrifar 1. október 2024 10:01 Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri KSÍ. Vísir/Sigurjón Eysteinn Pétur Lárusson kann vel við sig í nýju hlutverki, sem framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands. Fyrstu vikurnar í starfi hafa verið viðburðaríkar. Eysteinn hefur síðasta rúma áratuginn starfað sem framkvæmdastjóri Breiðabliks en færði sig um set, yfir í Laugardalinn um síðustu mánaðarmót. Hann segir ákveðinn mun vera á því að starfa fyrir sambandið, samanborið við að vinna fyrir stakt félag. „Þetta er meira rútínerað heldur en í klúbbaboltanum. Það er að segja, þú byggir meira á sjálfboðaliðum þar en hér er þetta er í föstu formi. Það sem kom manni mest á óvart er hvernig móttökurnar hafa verið bæði hjá UEFA og FIFA. Það er allt kapp lagt á það að koma manni inn í hlutina sem best og sem fljótast. Það hef ég heldur betur fengið að finna þessar fyrstu vikur,“ segir Eysteinn. Tók slaginn aftur Eysteinn tókst á við Evrópuverkefni Breiðabliks á síðasta ári með meðfylgjandi regluverki frá UEFA og veseni í kringum vallarmál. Þá fékk Eysteinn vallarmál Víkings í Evrópu beint í fangið strax og hann mætti á nýjan stað. Fundir fram og til baka dögum saman leiddi af sér þá niðurstöðu að Víkingar spila leiki sína á Kópavogsvelli, þar sem Breiðablik mátti ekki spila í fyrra. „Ég hélt ég væri laus við þau mál síðan í fyrra. Við þurftum að taka þann slag aftur. Auðvitað erum við hér hjá KSÍ ekki að gera annað en að vinna fyrir félögin í landinu. Ég var í nýju hlutverki og með góðri samvinnu allra þá er búið að lenda þeim vallarmálum fyrir Víkingana,“ Eysteinn Pétur hefur komið sér ágætlega fyrir á nýrri skrifstofu.Vísir/Sigurjón „En það er alveg ljóst fyrir þá sem koma hér að, að við verðum að fara í einhverjar aðgerðir svo hægt sé að leika á einhverjum leikvelli hér allan ársins hring,“ segir Eysteinn. Vallarmálin sem mest liggur á Vallarmálin séu þá einmitt það sem er mest aðkallandi í starfi KSÍ sem stendur. Til stendur að leggja nýtt gras með undirhita á Laugardalsvöll í vetur og tryggja að minnsta kosti einn löglegan fótboltavöll hér á landi, sem uppfyllir kröfur UEFA. „Ég myndi segja það. Bæði fyrir félagsliðin og landsliðin okkar. Eins og keppnirnar eru settar upp núna eigum við að eiga von á því það verði lið í þessari keppni, bæði karla- og kvennamegin, næstu ár. Ég held að þetta sé mest aðkallandi, bæði fyrir félagsliðin og landsliðin. Það er alveg klárt mál,“ segir Eysteinn. KSÍ UEFA Sambandsdeild Evrópu Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Fleiri fréttir Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
Eysteinn hefur síðasta rúma áratuginn starfað sem framkvæmdastjóri Breiðabliks en færði sig um set, yfir í Laugardalinn um síðustu mánaðarmót. Hann segir ákveðinn mun vera á því að starfa fyrir sambandið, samanborið við að vinna fyrir stakt félag. „Þetta er meira rútínerað heldur en í klúbbaboltanum. Það er að segja, þú byggir meira á sjálfboðaliðum þar en hér er þetta er í föstu formi. Það sem kom manni mest á óvart er hvernig móttökurnar hafa verið bæði hjá UEFA og FIFA. Það er allt kapp lagt á það að koma manni inn í hlutina sem best og sem fljótast. Það hef ég heldur betur fengið að finna þessar fyrstu vikur,“ segir Eysteinn. Tók slaginn aftur Eysteinn tókst á við Evrópuverkefni Breiðabliks á síðasta ári með meðfylgjandi regluverki frá UEFA og veseni í kringum vallarmál. Þá fékk Eysteinn vallarmál Víkings í Evrópu beint í fangið strax og hann mætti á nýjan stað. Fundir fram og til baka dögum saman leiddi af sér þá niðurstöðu að Víkingar spila leiki sína á Kópavogsvelli, þar sem Breiðablik mátti ekki spila í fyrra. „Ég hélt ég væri laus við þau mál síðan í fyrra. Við þurftum að taka þann slag aftur. Auðvitað erum við hér hjá KSÍ ekki að gera annað en að vinna fyrir félögin í landinu. Ég var í nýju hlutverki og með góðri samvinnu allra þá er búið að lenda þeim vallarmálum fyrir Víkingana,“ Eysteinn Pétur hefur komið sér ágætlega fyrir á nýrri skrifstofu.Vísir/Sigurjón „En það er alveg ljóst fyrir þá sem koma hér að, að við verðum að fara í einhverjar aðgerðir svo hægt sé að leika á einhverjum leikvelli hér allan ársins hring,“ segir Eysteinn. Vallarmálin sem mest liggur á Vallarmálin séu þá einmitt það sem er mest aðkallandi í starfi KSÍ sem stendur. Til stendur að leggja nýtt gras með undirhita á Laugardalsvöll í vetur og tryggja að minnsta kosti einn löglegan fótboltavöll hér á landi, sem uppfyllir kröfur UEFA. „Ég myndi segja það. Bæði fyrir félagsliðin og landsliðin okkar. Eins og keppnirnar eru settar upp núna eigum við að eiga von á því það verði lið í þessari keppni, bæði karla- og kvennamegin, næstu ár. Ég held að þetta sé mest aðkallandi, bæði fyrir félagsliðin og landsliðin. Það er alveg klárt mál,“ segir Eysteinn.
KSÍ UEFA Sambandsdeild Evrópu Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Fleiri fréttir Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“