Samkvæmt bandaríska miðlinum New York post fór athöfnin fram við glæsihótelið Hotel Cala di Volpe. Báðar voru þær í hvítum síðkjólum og með hvíta brúðarvendi.
Wilson og Agruma byrjuðu saman í lok ársins 2021 en opinberuðu samband sitt ekki fyrr en í júní 2022.
Parið trúlofaði sig í Disneylandi þegar Wilson fór á skeljarnar fyrir framan kastala Þyrnirósar á Valentínusardaginn í fyrra.