„Stolt af mínum konum sem geisluðu af gleði“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 1. október 2024 09:02 Berglind fór með þennan flotta og öfluga kvennahóp á fimleika- og danshátíð í Búlgaríu. Aðsend Danskennarinn og lífskúnstnerinn Berglind Jónsdóttir er nýkomin heim úr ævintýralegri og einstakri ferð til Búlgaríu þar sem hún fór með hóp kvenna sem eiga það sameiginlegt að vera allar yfir fimmtugt og elska að dansa. Konurnar sýndu atriði á stórri danshátíð og var þetta að sögn Berglindar ógleymanleg upplifun. Gefur fólki yfir fimmtugt tækifæri til að skína Hátíðin heitir Golden Age Gym Festival og var haldin í Búlgaríu, í strandbæ sem heitir Burgas. Hér má sjá brot úr dansatriði hópsins: „Hátíðin snýst um að gefa fólki eldri en fimmtíu ára tækifæri til að sýna fimleika- og dansatriði fyrir framan fjölda áhorfenda, taka þátt í heilsutengdum námskeiðum og gleðjast saman. Hún er haldin af evrópsku fimleikasamtökunum European Gymnastics og fimleikasamtök hvers lands halda svo utan um þátttökuliðin frá sínu landi. Fimleikasamband Íslands heldur þannig utan um skráningu íslensku liðanna en það voru þrjú lið frá Íslandi í ár, eitt frá Ármanni og tvö frá Kramhúsinu,“ segir Berglind. Hátíðin snýst um að gefa fólki yfir fimmtugt tækifæri til að sýna fimleika- og dansatriði fyrir framan fjölda áhorfenda.Aðsend Mamman með í hópnum Berglind var að fara í fyrsta skipti á hátíðina. „Hafdís eigandi Kramhússins heyrði í mér í byrjun árs og spurði hvort ég væri mögulega til í að semja dansatriði fyrir Kramhúshópinn 5:15 í ár og fara með þeim út.“ Það vill svo skemmtilega til að mamma Berglindar er einmitt í hópnum. „Ég hef fylgst með þessum konum í leikfimi og dansi frá því ég var pínulítil og löngu áður en ég byrjaði sjálf í dansi og að kenna dans. Þær hafa eflaust haft áhrif á mig og kveikt þennan mikla dansáhuga minn á sínum tíma. „Ég hafði því heyrt af þessum ferðum í gegnum mömmu og var mjög spennt fyrir tækifærinu að fá að semja atriðið fyrir þær. Það hafa farið hópar frá Kramhúsinu í nokkur skipti, hópurinn sem ég stýrði var að fara í þriðja skiptið og hafði áður farið til Ítalíu og Madeira. Hátíðin var fyrst haldin 2005 á Kanaríeyjum og var þá um prufuviðburð að ræða sem hefur stækkað heilmikið síðan. Keppnin er vanalega haldin annað hvert ár þó Covid hafi haft þar áhrif eins og víða, en í ár var hún haldin í níunda skiptið.“ Berglind fylgist stolt með á hliðarlínunni en mamma hennar var í hópnum og hefur Berglind fylgst með mörgum þeirra frá því hún var kornung.Aðsend Sjaldan verið í jafn mikilli dúndurstemningu Berglind segir að stemningin úti hafi verið ótrúleg. „Ég vissi ekki alveg við hverju ég ætti að búast en þarna voru komnir yfir 1400 þátttakendur frá nítján löndum, margir hverjir á milli 60-80 ára en ég hef sjaldan verið í eins mikilli dúndurstemningu og allir svo glaðir. Þetta var bara yndislegt að sjá og taka þátt í. Atriðin voru öll svo metnaðarfull, búningarnir svo skemmtilegir og allir búnir að æfa mánuðum saman.“ Hún segir að allt hafi gengið vonum framar. „Það er auðvitað smá stressandi fyrir hvern sem er að dansa á risastóru sviði fyrir framan fjölda fólks en ég er ótrúlega stolt af mínum konum sem geisluðu af gleði og stóðu sig svo vel.“ Konurnar geisluðu af gleði!Aðsend Vöktu athygli á búlgörskum leikvelli Hópur Berglindar þurfti að leita ýmissa leiða til þess að fara yfir atriðið. „Við æfðum stíft fyrir sýningarnar en öll liðin sýna tvisvar svo við fundum okkur pláss til að æfa á ýmsum stöðum eins og hótelganginum og á búlgörskum leikvelli, sem vakti athygli vegfarenda.“ Tær dansgleði á búlgörskum leikvelli!Aðsend Konurnar þurftu sömuleiðis að vera óhræddar við listræna tjáningu. „Atriðið sem ég samdi fjallaði um það hvernig við tökum á móti þeim sem koma nýir og öðruvísi inn í samfélagið, svo það reyndi líka dálítið á leikræna takta og ýmis svipbrigði sem hópurinn gerði góð skil og við vorum voða glaðar að fá frábær viðbrögð frá áhorfendum.“ Atriðið fékk frábær viðbrögð frá áhorfendum.Aðsend Fólk sem lætur aldurinn ekkert stoppa sig Aðspurð að lokum hvað standi upp úr frá þessari upplifun segir Berglind: „Það sem stendur upp úr fyrir mig er að sjá fólk sem lætur aldurinn ekkert stoppa sig. Samfélagið segir okkur oft að þetta og hitt sé bara viðeigandi fyrir ákveðinn aldur en þarna var fólk að leggja á minnið heilmiklar rútínur sem reyndu bæði á huga og líkama. Aldurinn skipti bara akkúrat engu máli. Fólk var þarna til að skemmta sér og halda sínum áhugamálum á lofti og ég elska það. Ég er strax farin að safna í hóp til að taka þátt þegar ég verð fimmtug og get eiginlega ekki beðið eftir að komast á þennan aldur.“ Dans Íslendingar erlendis Búlgaría Mest lesið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Fleiri fréttir Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Sjá meira
Gefur fólki yfir fimmtugt tækifæri til að skína Hátíðin heitir Golden Age Gym Festival og var haldin í Búlgaríu, í strandbæ sem heitir Burgas. Hér má sjá brot úr dansatriði hópsins: „Hátíðin snýst um að gefa fólki eldri en fimmtíu ára tækifæri til að sýna fimleika- og dansatriði fyrir framan fjölda áhorfenda, taka þátt í heilsutengdum námskeiðum og gleðjast saman. Hún er haldin af evrópsku fimleikasamtökunum European Gymnastics og fimleikasamtök hvers lands halda svo utan um þátttökuliðin frá sínu landi. Fimleikasamband Íslands heldur þannig utan um skráningu íslensku liðanna en það voru þrjú lið frá Íslandi í ár, eitt frá Ármanni og tvö frá Kramhúsinu,“ segir Berglind. Hátíðin snýst um að gefa fólki yfir fimmtugt tækifæri til að sýna fimleika- og dansatriði fyrir framan fjölda áhorfenda.Aðsend Mamman með í hópnum Berglind var að fara í fyrsta skipti á hátíðina. „Hafdís eigandi Kramhússins heyrði í mér í byrjun árs og spurði hvort ég væri mögulega til í að semja dansatriði fyrir Kramhúshópinn 5:15 í ár og fara með þeim út.“ Það vill svo skemmtilega til að mamma Berglindar er einmitt í hópnum. „Ég hef fylgst með þessum konum í leikfimi og dansi frá því ég var pínulítil og löngu áður en ég byrjaði sjálf í dansi og að kenna dans. Þær hafa eflaust haft áhrif á mig og kveikt þennan mikla dansáhuga minn á sínum tíma. „Ég hafði því heyrt af þessum ferðum í gegnum mömmu og var mjög spennt fyrir tækifærinu að fá að semja atriðið fyrir þær. Það hafa farið hópar frá Kramhúsinu í nokkur skipti, hópurinn sem ég stýrði var að fara í þriðja skiptið og hafði áður farið til Ítalíu og Madeira. Hátíðin var fyrst haldin 2005 á Kanaríeyjum og var þá um prufuviðburð að ræða sem hefur stækkað heilmikið síðan. Keppnin er vanalega haldin annað hvert ár þó Covid hafi haft þar áhrif eins og víða, en í ár var hún haldin í níunda skiptið.“ Berglind fylgist stolt með á hliðarlínunni en mamma hennar var í hópnum og hefur Berglind fylgst með mörgum þeirra frá því hún var kornung.Aðsend Sjaldan verið í jafn mikilli dúndurstemningu Berglind segir að stemningin úti hafi verið ótrúleg. „Ég vissi ekki alveg við hverju ég ætti að búast en þarna voru komnir yfir 1400 þátttakendur frá nítján löndum, margir hverjir á milli 60-80 ára en ég hef sjaldan verið í eins mikilli dúndurstemningu og allir svo glaðir. Þetta var bara yndislegt að sjá og taka þátt í. Atriðin voru öll svo metnaðarfull, búningarnir svo skemmtilegir og allir búnir að æfa mánuðum saman.“ Hún segir að allt hafi gengið vonum framar. „Það er auðvitað smá stressandi fyrir hvern sem er að dansa á risastóru sviði fyrir framan fjölda fólks en ég er ótrúlega stolt af mínum konum sem geisluðu af gleði og stóðu sig svo vel.“ Konurnar geisluðu af gleði!Aðsend Vöktu athygli á búlgörskum leikvelli Hópur Berglindar þurfti að leita ýmissa leiða til þess að fara yfir atriðið. „Við æfðum stíft fyrir sýningarnar en öll liðin sýna tvisvar svo við fundum okkur pláss til að æfa á ýmsum stöðum eins og hótelganginum og á búlgörskum leikvelli, sem vakti athygli vegfarenda.“ Tær dansgleði á búlgörskum leikvelli!Aðsend Konurnar þurftu sömuleiðis að vera óhræddar við listræna tjáningu. „Atriðið sem ég samdi fjallaði um það hvernig við tökum á móti þeim sem koma nýir og öðruvísi inn í samfélagið, svo það reyndi líka dálítið á leikræna takta og ýmis svipbrigði sem hópurinn gerði góð skil og við vorum voða glaðar að fá frábær viðbrögð frá áhorfendum.“ Atriðið fékk frábær viðbrögð frá áhorfendum.Aðsend Fólk sem lætur aldurinn ekkert stoppa sig Aðspurð að lokum hvað standi upp úr frá þessari upplifun segir Berglind: „Það sem stendur upp úr fyrir mig er að sjá fólk sem lætur aldurinn ekkert stoppa sig. Samfélagið segir okkur oft að þetta og hitt sé bara viðeigandi fyrir ákveðinn aldur en þarna var fólk að leggja á minnið heilmiklar rútínur sem reyndu bæði á huga og líkama. Aldurinn skipti bara akkúrat engu máli. Fólk var þarna til að skemmta sér og halda sínum áhugamálum á lofti og ég elska það. Ég er strax farin að safna í hóp til að taka þátt þegar ég verð fimmtug og get eiginlega ekki beðið eftir að komast á þennan aldur.“
Dans Íslendingar erlendis Búlgaría Mest lesið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Fleiri fréttir Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Sjá meira