„Dapurleg framkoma“ fólks á vettvangi banaslyss umhugsunarefni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. september 2024 12:32 Banaslys varð á Sæbraut í nótt þegar fólksbifreið var ekið norður Sæbraut, á milli Súðarvogs og Kleppsmýrarvegar, og á gangandi vegfaranda sem var á leið yfir götuna til austurs. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Lögregla biðlar til vegfarenda að sýna tillitssemi og virða lokanir á vettvangi alvarlegra umferðarslysa. Banaslys varð á Sæbraut við Vogabyggð laust eftir miðnætti í gærkvöldi þegar ekið var á gangandi vegfaranda sem var á leið yfir götuna. Meðan lögreglumenn voru við störf á vettvangi bar að nokkurn fjölda vegfarenda sem sumir hverjir sýndu störfum lögreglu lítinn skilning og voru ósáttir við að komast ekki leiðar sinnar. Rannsókn á tildrögum banaslyssins á Sæbraut stendur yfir að sögn Hjördísar Sigurbjartsdóttur aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í tilkynningu frá lögreglu vegna slyssins kemur fram að framkoma sumra vegfarenda í nótt hafi verið „dapurleg svo ekki sé meira sagt og er fólk beðið um að taka þetta til sérstakrar umhugsunar,“ líkt og það er orðað. „Fólk má gjarnan hafa það í huga að þegar að lögreglan er með lokanir eins og þessar að þá er ástæða fyrir því. Það eru bæði rannsóknarhagsmunir og sömuleiðis erum við að tryggja öryggi viðbragðsaðila sem vinna fyrir innan svona lokanir,“ segir Hjördís. Þetta megi bæði ökumenn og aðrir vegfarendur taka til sín og hafa í huga þegar lögregla og aðrir viðbragðsaðilar grípa til götulokana til að sinna störfum á vettvangi. „Í þessu tilfelli voru það bæði gangandi og akandi vegfarendur og fólk var bara ekki að sýna því skilning og það vildi bara komast sinnar leiðar og fara þessa ákveðnu leið og ekki beygja frá og taka einhverja lengri leið,“ segir Hjördís. Í tilkynningu frá lögreglu vegna slyssins eru vitni að slysinu, eða aðdraganda þess, hvött til að hafa samband við lögreglu. Upplýsingum má koma á framfæri í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is eða í síma 444 1000. Lögreglumál Reykjavík Umferðaröryggi Banaslys við Sæbraut Samgönguslys Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Sjá meira
Rannsókn á tildrögum banaslyssins á Sæbraut stendur yfir að sögn Hjördísar Sigurbjartsdóttur aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í tilkynningu frá lögreglu vegna slyssins kemur fram að framkoma sumra vegfarenda í nótt hafi verið „dapurleg svo ekki sé meira sagt og er fólk beðið um að taka þetta til sérstakrar umhugsunar,“ líkt og það er orðað. „Fólk má gjarnan hafa það í huga að þegar að lögreglan er með lokanir eins og þessar að þá er ástæða fyrir því. Það eru bæði rannsóknarhagsmunir og sömuleiðis erum við að tryggja öryggi viðbragðsaðila sem vinna fyrir innan svona lokanir,“ segir Hjördís. Þetta megi bæði ökumenn og aðrir vegfarendur taka til sín og hafa í huga þegar lögregla og aðrir viðbragðsaðilar grípa til götulokana til að sinna störfum á vettvangi. „Í þessu tilfelli voru það bæði gangandi og akandi vegfarendur og fólk var bara ekki að sýna því skilning og það vildi bara komast sinnar leiðar og fara þessa ákveðnu leið og ekki beygja frá og taka einhverja lengri leið,“ segir Hjördís. Í tilkynningu frá lögreglu vegna slyssins eru vitni að slysinu, eða aðdraganda þess, hvött til að hafa samband við lögreglu. Upplýsingum má koma á framfæri í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is eða í síma 444 1000.
Lögreglumál Reykjavík Umferðaröryggi Banaslys við Sæbraut Samgönguslys Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Sjá meira