Skynsemishyggja Miðflokksins hvarf hratt Kristófer Már Maronsson skrifar 28. september 2024 16:32 Það er gaman fyrir okkur unga Sjálfstæðismenn að loksins heyrist eitthvað í öðrum ungliðahreyfingum í íslenskum stjórnmálum. Það kemur þó úr óvæntri átt en nýlega var stofnuð ungliðahreyfing í Suðvesturkjördæmi hjá Miðflokknum undir formennsku Antons Sveins McKee. Eins og góður maður sagði eitt sinn við mig þá þarf gott fólk í alla flokka. Anton er gæðablóð og hefur verið landi og þjóð til sóma á alþjóðlegum vettvangi. Við gengum saman í Verzlunarskólann og ég hafði hlakkað til að sjá hann, sem stjórnarmann í ungliðahreyfingu Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, láta til sín taka á milliþingi ungra Sjálfstæðismanna í október. Allt kom þó fyrir ekki. Skynsemishyggju skipt út fyrir tilfinningar? Í viðtali á dögunum sagði Anton: „Ég ákvað að ganga til liðs við Miðflokkinn af því að stefna hans, þá sérstaklega skynsemishyggjan og sígilt frjálslyndið, höfðaði betur til mín. Eins og ég skil skynsemishyggju þá er hún hugmyndafræði sem leggur áherslu á að ákvarðanir séu teknar á grundvelli staðreynda. Í stað þess að láta tilfinningar eða popúlískar skoðanir stýra för þá byggir skynsemishyggja á því að ákvarðanir séu teknar með langtímahugsun og staðreyndir til hliðsjónar.” Það er málflutningur að mínu skapi að byggja á staðreyndum og það hafa Sjálfstæðismenn gert í áratugi, að mestu leyti í baráttu við tilfinningapólitík úr mörgum flokkum og frá flestum fjölmiðlum. Það skaut því skökku við þegar varaformaður ungliðahreyfingar Miðflokksins sendi frá sér grein þar sem því var haldið fram að Ísland væri land sem ungt fólk flýr. Ég svaraði þeirri grein enda var þar um að ræða bullyrðingu sem átti ekki við rök að styðjast. Í vikunni birtist svo grein eftir formanninn sem spyr hvort Miðflokkurinn sé fyrir ungt fólk. Því hefur verið ágætlega svarað af kollega mínum sem fer yfir eyðimerkurgöngu þingmanna Miðflokksins í málefnum ungs fólks og kraftinn í Sjálfstæðismönnum þegar kemur að málaflokknum. Það sem vakti helst athygli mína í pistli Antons voru þessi orð: „Þrátt fyrir þetta segja stjórnvöld okkur að ofangreind upptalning sé ekki rétt, við séum einfaldlega að upplifa hlutina rangt; Ísland hafi aldrei áður upplifað eins hagvöxt og hér sé best að búa. En ef almenningur finnur ekki fyrir því, hvaða máli skiptir það hvað Excel-skjölin segja? Fyrir hvern er þessi hagvöxtur?” Þetta er sannarlega viðsnúningur frá því að leggja áherslu á að ákvarðanir séu teknar á grundvelli staðreynda. Á nú að byggja á tilfinningum? Það hefur oft reynst fólki erfitt að kíkja undir húddið og skoða staðreyndir því þær passa ekki alltaf við umræðuna í samfélaginu. Það hefur verkalýðshreyfingin séð ítrekað þegar hún boðar til mótmæla sem sárafáir mæta á og flestir sem mæta eru að mótmæla öðru en því sem átti að mótmæla. Öll þjóðfélög takast á við áskoranir, Ísland er þar ekki undanskilið. Ofan í heimsfaraldur og fordæmalausa fólksfjölgun höfum við tekist á við Reykjaneselda. Flest samfélög sem fengju þrjár svona stórar áskoranir á stuttum tíma væru rjúkandi rúst - en við stöndum enn. Það er m.a. góðri stöðu þjóðarbúsins áður en yfir dundi að þakka og staðan er betri í dag en menn þorðu að vona fyrir nokkrum árum. Fyrir mörgum er róðurinn þungur, það finnst engum gaman að borga háa vexti eða háa leigu þó að einstaka aðilum þyki gaman að borga skatta. Eftir sem áður vona ég að ungliðahreyfing Miðflokksins muni taka slaginn með ungum Sjálfstæðismönnum hugmyndafræðilega við þá sem hallast til vinstri. Sjálfstæðisstefnan hefur ekki breyst Sjálfstæðisflokkurinn hefur viðhaft sömu grunnstefnu í 95 ár. Einhverjum þykir stefnunni ekki hafa verið fylgt nægilega vel undanfarið og það er ekki ósanngjörn gagnrýni að þessi ríkisstjórn hafi ekki fylgt Sjálfstæðisstefnunni í einu og öllu. Það er því miður ekki hægt að stjórna öllu þegar maður hefur innan við helming þingmanna meirihlutans. Við höfum þurft að kyngja erfiðum málum til að fá okkar í gegn, sér í lagi til að rjúfa kyrrstöðuna í orkumálum og tryggja mikilvæg framfaraskref til að ná stjórn á landamærunum eftir fjölmargar tilraunir. Fólk verður svo að gera upp við sig í næstu kosningum hvort því þyki rétt að við hefðum frekar sett orku- og hælisleitendamálin í hendur vinstri manna og verið valdalaus í stjórnarandstöðu. Þeir sem eldri eru og muna tímana þar sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk næstum hreinan meirihluta gera eðlilega þá kröfu að sjálfstæðisstefnan umlyki allt í stjórnmálunum. Á þeim tíma tókust Sjálfstæðismenn á innan flokks en flúðu ekki í aðra flokka, eins og vinstri menn hafa blessunarlega gert alla tíð. Þessi óheillaþróun á hægri væng stjórnmálanna gerir hægri mönnum erfiðara fyrir að koma sínum sjónarmiðum á framfæri innan þings. Það er alveg ljóst að Sjálfstæðisstefnan fær ekki að njóta sín nema Sjálfstæðisflokkurinn fái meira fylgi á milli kosninga. Höfundur er hagfræðingur og starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristófer Már Maronsson Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Það er gaman fyrir okkur unga Sjálfstæðismenn að loksins heyrist eitthvað í öðrum ungliðahreyfingum í íslenskum stjórnmálum. Það kemur þó úr óvæntri átt en nýlega var stofnuð ungliðahreyfing í Suðvesturkjördæmi hjá Miðflokknum undir formennsku Antons Sveins McKee. Eins og góður maður sagði eitt sinn við mig þá þarf gott fólk í alla flokka. Anton er gæðablóð og hefur verið landi og þjóð til sóma á alþjóðlegum vettvangi. Við gengum saman í Verzlunarskólann og ég hafði hlakkað til að sjá hann, sem stjórnarmann í ungliðahreyfingu Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, láta til sín taka á milliþingi ungra Sjálfstæðismanna í október. Allt kom þó fyrir ekki. Skynsemishyggju skipt út fyrir tilfinningar? Í viðtali á dögunum sagði Anton: „Ég ákvað að ganga til liðs við Miðflokkinn af því að stefna hans, þá sérstaklega skynsemishyggjan og sígilt frjálslyndið, höfðaði betur til mín. Eins og ég skil skynsemishyggju þá er hún hugmyndafræði sem leggur áherslu á að ákvarðanir séu teknar á grundvelli staðreynda. Í stað þess að láta tilfinningar eða popúlískar skoðanir stýra för þá byggir skynsemishyggja á því að ákvarðanir séu teknar með langtímahugsun og staðreyndir til hliðsjónar.” Það er málflutningur að mínu skapi að byggja á staðreyndum og það hafa Sjálfstæðismenn gert í áratugi, að mestu leyti í baráttu við tilfinningapólitík úr mörgum flokkum og frá flestum fjölmiðlum. Það skaut því skökku við þegar varaformaður ungliðahreyfingar Miðflokksins sendi frá sér grein þar sem því var haldið fram að Ísland væri land sem ungt fólk flýr. Ég svaraði þeirri grein enda var þar um að ræða bullyrðingu sem átti ekki við rök að styðjast. Í vikunni birtist svo grein eftir formanninn sem spyr hvort Miðflokkurinn sé fyrir ungt fólk. Því hefur verið ágætlega svarað af kollega mínum sem fer yfir eyðimerkurgöngu þingmanna Miðflokksins í málefnum ungs fólks og kraftinn í Sjálfstæðismönnum þegar kemur að málaflokknum. Það sem vakti helst athygli mína í pistli Antons voru þessi orð: „Þrátt fyrir þetta segja stjórnvöld okkur að ofangreind upptalning sé ekki rétt, við séum einfaldlega að upplifa hlutina rangt; Ísland hafi aldrei áður upplifað eins hagvöxt og hér sé best að búa. En ef almenningur finnur ekki fyrir því, hvaða máli skiptir það hvað Excel-skjölin segja? Fyrir hvern er þessi hagvöxtur?” Þetta er sannarlega viðsnúningur frá því að leggja áherslu á að ákvarðanir séu teknar á grundvelli staðreynda. Á nú að byggja á tilfinningum? Það hefur oft reynst fólki erfitt að kíkja undir húddið og skoða staðreyndir því þær passa ekki alltaf við umræðuna í samfélaginu. Það hefur verkalýðshreyfingin séð ítrekað þegar hún boðar til mótmæla sem sárafáir mæta á og flestir sem mæta eru að mótmæla öðru en því sem átti að mótmæla. Öll þjóðfélög takast á við áskoranir, Ísland er þar ekki undanskilið. Ofan í heimsfaraldur og fordæmalausa fólksfjölgun höfum við tekist á við Reykjaneselda. Flest samfélög sem fengju þrjár svona stórar áskoranir á stuttum tíma væru rjúkandi rúst - en við stöndum enn. Það er m.a. góðri stöðu þjóðarbúsins áður en yfir dundi að þakka og staðan er betri í dag en menn þorðu að vona fyrir nokkrum árum. Fyrir mörgum er róðurinn þungur, það finnst engum gaman að borga háa vexti eða háa leigu þó að einstaka aðilum þyki gaman að borga skatta. Eftir sem áður vona ég að ungliðahreyfing Miðflokksins muni taka slaginn með ungum Sjálfstæðismönnum hugmyndafræðilega við þá sem hallast til vinstri. Sjálfstæðisstefnan hefur ekki breyst Sjálfstæðisflokkurinn hefur viðhaft sömu grunnstefnu í 95 ár. Einhverjum þykir stefnunni ekki hafa verið fylgt nægilega vel undanfarið og það er ekki ósanngjörn gagnrýni að þessi ríkisstjórn hafi ekki fylgt Sjálfstæðisstefnunni í einu og öllu. Það er því miður ekki hægt að stjórna öllu þegar maður hefur innan við helming þingmanna meirihlutans. Við höfum þurft að kyngja erfiðum málum til að fá okkar í gegn, sér í lagi til að rjúfa kyrrstöðuna í orkumálum og tryggja mikilvæg framfaraskref til að ná stjórn á landamærunum eftir fjölmargar tilraunir. Fólk verður svo að gera upp við sig í næstu kosningum hvort því þyki rétt að við hefðum frekar sett orku- og hælisleitendamálin í hendur vinstri manna og verið valdalaus í stjórnarandstöðu. Þeir sem eldri eru og muna tímana þar sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk næstum hreinan meirihluta gera eðlilega þá kröfu að sjálfstæðisstefnan umlyki allt í stjórnmálunum. Á þeim tíma tókust Sjálfstæðismenn á innan flokks en flúðu ekki í aðra flokka, eins og vinstri menn hafa blessunarlega gert alla tíð. Þessi óheillaþróun á hægri væng stjórnmálanna gerir hægri mönnum erfiðara fyrir að koma sínum sjónarmiðum á framfæri innan þings. Það er alveg ljóst að Sjálfstæðisstefnan fær ekki að njóta sín nema Sjálfstæðisflokkurinn fái meira fylgi á milli kosninga. Höfundur er hagfræðingur og starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun