„Óþekku börnin frá Grindavík“ vakti úlfúð Tómas Arnar Þorláksson skrifar 28. september 2024 13:47 Þórdís Jóna Sigurðardóttir,forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu. aðsend. Erindi sem var flutt á ráðstefnunni Menntakvika á fimmtudaginn vakti töluverða úlfúð meðal Grindvíkinga en það bar heitið „Óþekku börnin frá Grindavík“. Forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu biður Grindvíkinga afsökunar vegna málsins og segir nafnið, sem sé ekki í neinu samhengi við innihald erindisins, óheppilegt. „Þetta var sett fram með góðum ásetningi. Það sem er verið að fjalla um er áfallamiðuð nálgun í skólum og það er verið að benda á hvernig áföll geta birst í hegðun. Það er mikilvægt að við tökum þetta samtal því það er svo ólíkt hvernig börn bregðast við áföllum. Sum fara kannski inn í sig og maður heldur að það sé allt í lagi og hjá öðrum brýst þetta út í ákveðinni hegðun. Það þarf að vera með augun opin fyrir því hvernig þetta tengist allt saman. Framsetningin var ekki rétt og það er auðvitað þannig að maður finnur að fólki sárnar og það er síst af öllu sem okkur langar að gera er að særa.“ Þetta segir Þórdís Jóna Sigurðardóttir, forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu, í samtali við Vísi um málið. Menntakvika er árleg ráðstefna sem að Háskóli Íslands stendur fyrir en þar kemur fagfólk og hagsmunaaðilar saman og ræða menntavísindi á Íslandi og kynna rannsóknir á því sviði. Ekki sæmandi því starfi sem þau vilja vinna Þórdís segist miður sín vegna málsins en hún sendi frá sér formlega afsökunarbeiðni til Grindvíkinga á Facebook-síðu Grindavíkur í gær. „Mig langar að koma á því á framfæri að mér finnst þetta meiðandi og á engan hátt sæmandi því starfi sem við viljum standa fyrir. Þá lýsir þetta ekki neinn hátt neinu sem við höfum upplifað eða fundið fyrir, nema síður sé,“ sagði í færslunni. Þórdís segist skilja viðbrögð bæjarbúa mjög vel en þó nokkrir Grindvíkingar hafa kvartað vegna yfirheiti erindisins á Facebook. Erindið einskorðist ekki við börn frá Grindavík „Það er mjög skiljanlegt að fólki finnist þetta meiðandi. Það sem er verið að tala um í erindinu er ótrúlega áhugavert og ég trúi því að það muni hjálpa mikið. Ég veit ekki neitt annað en það að börn frá Grindavík hafi hagað sér mjög vel en svo þegar að tíminn líður og börn fara að finna meira fyrir þessu er svo mikilvægt að við séum vakandi fyrir því. Kannski verður það aldrei neitt vandamál en það er líklegt að þetta hafi áhrif á börn.“ Hún segir þetta alls ekki einskorðast við börn frá Grindavík heldur eigi erindið við um öll börn sem hafa gengið í gegnum eitthvað erfitt. „Þau sem sáu þetta voru mörg mjög sár og ég skil það mjög vel en við höfum líka fengið góð viðbrögð og kunnum að meta það.“ Grindavík Skóla- og menntamál Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
„Þetta var sett fram með góðum ásetningi. Það sem er verið að fjalla um er áfallamiðuð nálgun í skólum og það er verið að benda á hvernig áföll geta birst í hegðun. Það er mikilvægt að við tökum þetta samtal því það er svo ólíkt hvernig börn bregðast við áföllum. Sum fara kannski inn í sig og maður heldur að það sé allt í lagi og hjá öðrum brýst þetta út í ákveðinni hegðun. Það þarf að vera með augun opin fyrir því hvernig þetta tengist allt saman. Framsetningin var ekki rétt og það er auðvitað þannig að maður finnur að fólki sárnar og það er síst af öllu sem okkur langar að gera er að særa.“ Þetta segir Þórdís Jóna Sigurðardóttir, forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu, í samtali við Vísi um málið. Menntakvika er árleg ráðstefna sem að Háskóli Íslands stendur fyrir en þar kemur fagfólk og hagsmunaaðilar saman og ræða menntavísindi á Íslandi og kynna rannsóknir á því sviði. Ekki sæmandi því starfi sem þau vilja vinna Þórdís segist miður sín vegna málsins en hún sendi frá sér formlega afsökunarbeiðni til Grindvíkinga á Facebook-síðu Grindavíkur í gær. „Mig langar að koma á því á framfæri að mér finnst þetta meiðandi og á engan hátt sæmandi því starfi sem við viljum standa fyrir. Þá lýsir þetta ekki neinn hátt neinu sem við höfum upplifað eða fundið fyrir, nema síður sé,“ sagði í færslunni. Þórdís segist skilja viðbrögð bæjarbúa mjög vel en þó nokkrir Grindvíkingar hafa kvartað vegna yfirheiti erindisins á Facebook. Erindið einskorðist ekki við börn frá Grindavík „Það er mjög skiljanlegt að fólki finnist þetta meiðandi. Það sem er verið að tala um í erindinu er ótrúlega áhugavert og ég trúi því að það muni hjálpa mikið. Ég veit ekki neitt annað en það að börn frá Grindavík hafi hagað sér mjög vel en svo þegar að tíminn líður og börn fara að finna meira fyrir þessu er svo mikilvægt að við séum vakandi fyrir því. Kannski verður það aldrei neitt vandamál en það er líklegt að þetta hafi áhrif á börn.“ Hún segir þetta alls ekki einskorðast við börn frá Grindavík heldur eigi erindið við um öll börn sem hafa gengið í gegnum eitthvað erfitt. „Þau sem sáu þetta voru mörg mjög sár og ég skil það mjög vel en við höfum líka fengið góð viðbrögð og kunnum að meta það.“
Grindavík Skóla- og menntamál Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira