Nýliðar hlakka til að láta að sér kveða: „Finnst vanta fólk eins og mig“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. september 2024 21:02 Jón Gnarr nýliði í Viðreisn, Þórður Snær Júlíusson nýliði í Samfylkingunni og Anton Sveinn McKee nýliði í Miðflokknum. samsett Nýliðar í Viðreisn og Samfylkingunni gera ekki kröfu um að leiða lista en hlakka til að láta að sér kveða í landsmálunum ef eftirspurn er eftir þeim. Nýr formaður ungliðahreyfingar hjá Miðflokknum segir of snemmt að segja til um hvort hann vilji láta að sér kveða í landsmálunum en útilokar þó ekkert. Flokkarnir þrír hafa verið að sækja í sig veðrið í skoðanakönnunum að undanförnu, en þótt ekki hafi enn verið boðað til kosninga eru margir stjórnmálaflokkar þegar byrjaðir að setja sig í stellingar. Fjöldi þjóðþekktra hefur verið orðaður við framboð til Alþingis fyrir hina og þessa flokka. Alþingiskosningar fara fram í síðasta lagi næsta haust en það er ekki útilokað að kosið verði fyrr. Meðal þeirra sem nú hafa gefið út að þeir hafi áhuga á að láta að sér kveða í landsmálunum er Jón Gnarr sem hefur gengið til liðs við Viðreisn. Leikarinn, grínistinn og fyrrverandi borgarstjórinn Jón Gnarr hefur komið víða við en hann segist hafa uppgötvað sjálfan sig betur sem pólitíkus í framboði sínu til embættis forseta Íslands.Vísir „Mér finnst Viðreisn bara spennandi flokkur, ég þekki mikið af fólki þar. Ég held að Viðreisn sé með hæsta hlutfall af ADHD eftir pólitískum flokkum á Íslandi,“ segir Jón. Hann segist hafa fundið það hjá sjálfum sér eftir að hafa boðið sig fram til forseta Íslands að vöntun væri á fólki eins og honum í pólitíkina. Hann hafi því tekið kosningapróf sem hafi gefið honum þær niðurstöður að hann ætti mesta samleið með Viðreisn. Þar á eftir komu Samfylkingin og Píratar. Hann segist sjálfur hafa sett sig í samband við flokkinn og hlakkar til að kynnast fólkinu og starfi flokksins betur. Annað kunnuglegt andlit er Þórður Snær Júlíusson sem um árabil hefur starfað sem blaðamaður og ritstjóri en hann greindi frá því í morgun að hann sé genginn til liðs við Samfylkinguna. „Mér finnst bara pólitíkin sem Samfylkingin er að bjóða uppá um þessar mundir, undir forystu Kristrúnar Frostadóttur, vera sú pólitík sem rímar við þær áherslur sem ég vil sjá ráðandi í samfélaginu,“ segir Þórður Snær, spurður hvers vegna hann ákvað að ganga til liðs við Samfylkinguna. Þórður Snær er alvanur að taka viðtöl við stjórnmálamenn enda starfað lengi sem blaðamaður. Nú er hann sjálfur gengin til liðs við stjórnmálaflokk og í því hlutverki að svara spurningum fjölmiðla.Vísir/Einar Hann hefur þegar hafist handa við ýmis verkefni innan hreyfingarinnar og hlakkar til að láta að sér kveða. Hann hafi lengi látið sig málefni samfélagsins varða, og eru efnahagsmálin honum einkum ofarlega í huga. Fjölmargir aðrir hafa einnig verið orðaðir við framboð fyrir hina og þessa flokka, meðal annars bæjarstjórarnir í Kópavogi og Vestmannaeyjum, fyrrverandi borgarstjóri, orkumálastjóri, landlæknir auk annarra. Rétt er að taka fram að fólkið sem hér er minnst á hefur ekki staðfest nokkuð um það hvort þau hyggi á framboð eða þá fyrir hvaða flokk. Ýmsir hafa verið orðaðir við framboð þó ekkert sé staðfest í þeim efnum. „Frjálslyndið og skynsemishyggjan“ hafi heillað Þá tók sundkappinn og ólympíufarinn Anton Sveinn McKee tók nýverið við hlutverki formanns Freyfaxa, ungliðahreyfingar Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi. „Stefna flokksins átti langbest við mig. Það er þá sígilda frjálslyndið og skynsemishyggjan,“ segir Anton, spurður hvers vegna Miðflokkurinn varð fyrir valinu. Hann segist ætla að byrja sinn pólitíska feril rólega með því að einbeita sér að ungliðastarfinu, en útilokar ekki að reyna fyrir sér á stærri vettvangi þegar fram líða stundir. „Það er allt of snemmt að fara að fara að pæla í einhverju þannig. Maður er varla búinn að taka fyrsta skrefið inn í pólitíkina og ég er bara með mjög stórt og mikilvægt verkefni að stækka og gera öfluga ungliðahreyfingu hjá Miðflokknum og ég ætla bara að einbeita mér að því,“ segir Anton. Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Alþingi Samfylkingin Viðreisn Miðflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Flokkarnir þrír hafa verið að sækja í sig veðrið í skoðanakönnunum að undanförnu, en þótt ekki hafi enn verið boðað til kosninga eru margir stjórnmálaflokkar þegar byrjaðir að setja sig í stellingar. Fjöldi þjóðþekktra hefur verið orðaður við framboð til Alþingis fyrir hina og þessa flokka. Alþingiskosningar fara fram í síðasta lagi næsta haust en það er ekki útilokað að kosið verði fyrr. Meðal þeirra sem nú hafa gefið út að þeir hafi áhuga á að láta að sér kveða í landsmálunum er Jón Gnarr sem hefur gengið til liðs við Viðreisn. Leikarinn, grínistinn og fyrrverandi borgarstjórinn Jón Gnarr hefur komið víða við en hann segist hafa uppgötvað sjálfan sig betur sem pólitíkus í framboði sínu til embættis forseta Íslands.Vísir „Mér finnst Viðreisn bara spennandi flokkur, ég þekki mikið af fólki þar. Ég held að Viðreisn sé með hæsta hlutfall af ADHD eftir pólitískum flokkum á Íslandi,“ segir Jón. Hann segist hafa fundið það hjá sjálfum sér eftir að hafa boðið sig fram til forseta Íslands að vöntun væri á fólki eins og honum í pólitíkina. Hann hafi því tekið kosningapróf sem hafi gefið honum þær niðurstöður að hann ætti mesta samleið með Viðreisn. Þar á eftir komu Samfylkingin og Píratar. Hann segist sjálfur hafa sett sig í samband við flokkinn og hlakkar til að kynnast fólkinu og starfi flokksins betur. Annað kunnuglegt andlit er Þórður Snær Júlíusson sem um árabil hefur starfað sem blaðamaður og ritstjóri en hann greindi frá því í morgun að hann sé genginn til liðs við Samfylkinguna. „Mér finnst bara pólitíkin sem Samfylkingin er að bjóða uppá um þessar mundir, undir forystu Kristrúnar Frostadóttur, vera sú pólitík sem rímar við þær áherslur sem ég vil sjá ráðandi í samfélaginu,“ segir Þórður Snær, spurður hvers vegna hann ákvað að ganga til liðs við Samfylkinguna. Þórður Snær er alvanur að taka viðtöl við stjórnmálamenn enda starfað lengi sem blaðamaður. Nú er hann sjálfur gengin til liðs við stjórnmálaflokk og í því hlutverki að svara spurningum fjölmiðla.Vísir/Einar Hann hefur þegar hafist handa við ýmis verkefni innan hreyfingarinnar og hlakkar til að láta að sér kveða. Hann hafi lengi látið sig málefni samfélagsins varða, og eru efnahagsmálin honum einkum ofarlega í huga. Fjölmargir aðrir hafa einnig verið orðaðir við framboð fyrir hina og þessa flokka, meðal annars bæjarstjórarnir í Kópavogi og Vestmannaeyjum, fyrrverandi borgarstjóri, orkumálastjóri, landlæknir auk annarra. Rétt er að taka fram að fólkið sem hér er minnst á hefur ekki staðfest nokkuð um það hvort þau hyggi á framboð eða þá fyrir hvaða flokk. Ýmsir hafa verið orðaðir við framboð þó ekkert sé staðfest í þeim efnum. „Frjálslyndið og skynsemishyggjan“ hafi heillað Þá tók sundkappinn og ólympíufarinn Anton Sveinn McKee tók nýverið við hlutverki formanns Freyfaxa, ungliðahreyfingar Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi. „Stefna flokksins átti langbest við mig. Það er þá sígilda frjálslyndið og skynsemishyggjan,“ segir Anton, spurður hvers vegna Miðflokkurinn varð fyrir valinu. Hann segist ætla að byrja sinn pólitíska feril rólega með því að einbeita sér að ungliðastarfinu, en útilokar ekki að reyna fyrir sér á stærri vettvangi þegar fram líða stundir. „Það er allt of snemmt að fara að fara að pæla í einhverju þannig. Maður er varla búinn að taka fyrsta skrefið inn í pólitíkina og ég er bara með mjög stórt og mikilvægt verkefni að stækka og gera öfluga ungliðahreyfingu hjá Miðflokknum og ég ætla bara að einbeita mér að því,“ segir Anton.
Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Alþingi Samfylkingin Viðreisn Miðflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira