Selenskí fundaði með Trump Samúel Karl Ólason skrifar 27. september 2024 15:51 Vólódímír Selenskí og Donald Trump funduðu í dag. AP/Julia Demaree Nikhinson Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, fundaði í dag með Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og forsetaframbjóðanda. Trump hefur á undanförnum mánuðum ítrekað gagnrýnt stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu varðandi varnir þeirra gegn innrás Rússlands. Trump hefur einnig líkt Selenskí við sölumann vegna ferða hans um heiminn og ákall eftir hernaðaraðstoð. Hefur Trump heitið því að binda enda á stríðið í Úkraínu á fyrsta degi í starfi, eða jafnvel fyrr. Hann hefur þó ekki útskýrt hvernig. Árið 2019 bað Trump Selenskí um „greiða“ sem snerist að hefja opinbera rannsókn á Joe Biden og syni hans Hunter Biden en þá var Joe Biden í framboði gegn Trump. Á þeim tíma hélt Trump aftur að hernaðaraðstoð til Úkraínu en fulltrúadeild Bandaríkjaþings ákærði Trump fyrir embættisbrot vegna símtals hans og Selenskí. Hann var að endingu sýknaður af öldungadeildinni, þar sem Repúblikanar voru í meirihluta. Kamala Harris, varaforseti og mótframbjóðandi Trumps, hefur tekið allt aðra afstöðu til Úkraínu. Aukin gagnrýni Útlit var fyrir að ekkert yrði af fundi Trumps og Selenskís. Á undanförnum dögum hefur gagnrýni Trumps í garð Selenskís aukist og hefur það verið rakið til viðtals við Selenskí sem birt var af New Yorker. Þar sagði forsetinn að Trump áttaði sig ekki á eðli átakanna í Úkraínu og Rússlandi og einfaldaði þau um of. Þá sagði hann að JD Vance, varaforsetaefni Trumps, væri of öfgafullur og að hann hefði lagt til að stórum hluta Úkraínu yrði fórnað til Rússa. Eftir það hefur Trump minnst tvisvar sinnum sagt í þessari viku að Úkraína sé í rúst og fólkið þar dáið. Úkraínumenn hefðu átt að semja um að láta land af hendi. Á fundinum með Selenskí ítrekaði Trump að hann ætti í góðu sambandi við Vladimír Pútín, forseta Rússlands. „Við eigum í mjög góðu sambandi,“ sagði Trump um Selenskí. „Ég á einnig í góðu sambandi, eins og þú veist, við Pútín. Ef við vinnum, held ég að við klárum þetta mjög fljótt.“ Við það greip Selenskí frammí og sagðist vona að samband þeirra tveggja væri betra en samband Trumps og Pútíns. Trump: I have a very good relationship with President PutinZelenskyy: I hope we have more good relations with us Trump: Oh, ha ha I see pic.twitter.com/5vgHy0xT0t— Acyn (@Acyn) September 27, 2024 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Donald Trump Vladimír Pútín Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Sendir Patriot, svifsprengjur og skotfæri til Úkraínu Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í dag umfangsmikla hernaðaraðstoð til Úkraínu og sagði hann að stuðningurinn ætti að hjálpa Úkraínu að „vinna“ stríðið gegn Rússum. Hann mun seinna í dag fá Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, í heimsókn til Hvíta hússins. 26. september 2024 13:18 Hótar að beita kjarnorkuvopnum gegn árás með hefðbundnum vopnum Vladimir Pútín Rússlandsforseti sagði á fundi með öryggisráði sínu í gær að Rússar myndu íhuga að beita kjarnorkuvopnum ef þeim bærust áreiðanlegar upplýsingar um yfirvofandi loftárás með hefðbundnum vopnum. 26. september 2024 06:26 „Virkið“ Vuhledar að falli komið Hersveitir Rússa eru komnar langleiðina með að ná tökum á bænum Vuhledar í Dónetsk-héraði í Úkraínu. Rússar hafa lagt mikið púður í sóknina að bænum á undanförnum dögum og hafa verjendur hans þurft að hörfa undan þessum áhlaupum. 25. september 2024 15:05 „Sterk Úkraína mun neyða Pútín að samningaborðinu“ „Ég tel okkur vera nærri friði en menn halda... Við erum nærri endalokum stríðsins,“ sagði Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, í samtali við Good Morning America. 24. september 2024 06:57 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Trump hefur einnig líkt Selenskí við sölumann vegna ferða hans um heiminn og ákall eftir hernaðaraðstoð. Hefur Trump heitið því að binda enda á stríðið í Úkraínu á fyrsta degi í starfi, eða jafnvel fyrr. Hann hefur þó ekki útskýrt hvernig. Árið 2019 bað Trump Selenskí um „greiða“ sem snerist að hefja opinbera rannsókn á Joe Biden og syni hans Hunter Biden en þá var Joe Biden í framboði gegn Trump. Á þeim tíma hélt Trump aftur að hernaðaraðstoð til Úkraínu en fulltrúadeild Bandaríkjaþings ákærði Trump fyrir embættisbrot vegna símtals hans og Selenskí. Hann var að endingu sýknaður af öldungadeildinni, þar sem Repúblikanar voru í meirihluta. Kamala Harris, varaforseti og mótframbjóðandi Trumps, hefur tekið allt aðra afstöðu til Úkraínu. Aukin gagnrýni Útlit var fyrir að ekkert yrði af fundi Trumps og Selenskís. Á undanförnum dögum hefur gagnrýni Trumps í garð Selenskís aukist og hefur það verið rakið til viðtals við Selenskí sem birt var af New Yorker. Þar sagði forsetinn að Trump áttaði sig ekki á eðli átakanna í Úkraínu og Rússlandi og einfaldaði þau um of. Þá sagði hann að JD Vance, varaforsetaefni Trumps, væri of öfgafullur og að hann hefði lagt til að stórum hluta Úkraínu yrði fórnað til Rússa. Eftir það hefur Trump minnst tvisvar sinnum sagt í þessari viku að Úkraína sé í rúst og fólkið þar dáið. Úkraínumenn hefðu átt að semja um að láta land af hendi. Á fundinum með Selenskí ítrekaði Trump að hann ætti í góðu sambandi við Vladimír Pútín, forseta Rússlands. „Við eigum í mjög góðu sambandi,“ sagði Trump um Selenskí. „Ég á einnig í góðu sambandi, eins og þú veist, við Pútín. Ef við vinnum, held ég að við klárum þetta mjög fljótt.“ Við það greip Selenskí frammí og sagðist vona að samband þeirra tveggja væri betra en samband Trumps og Pútíns. Trump: I have a very good relationship with President PutinZelenskyy: I hope we have more good relations with us Trump: Oh, ha ha I see pic.twitter.com/5vgHy0xT0t— Acyn (@Acyn) September 27, 2024
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Donald Trump Vladimír Pútín Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Sendir Patriot, svifsprengjur og skotfæri til Úkraínu Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í dag umfangsmikla hernaðaraðstoð til Úkraínu og sagði hann að stuðningurinn ætti að hjálpa Úkraínu að „vinna“ stríðið gegn Rússum. Hann mun seinna í dag fá Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, í heimsókn til Hvíta hússins. 26. september 2024 13:18 Hótar að beita kjarnorkuvopnum gegn árás með hefðbundnum vopnum Vladimir Pútín Rússlandsforseti sagði á fundi með öryggisráði sínu í gær að Rússar myndu íhuga að beita kjarnorkuvopnum ef þeim bærust áreiðanlegar upplýsingar um yfirvofandi loftárás með hefðbundnum vopnum. 26. september 2024 06:26 „Virkið“ Vuhledar að falli komið Hersveitir Rússa eru komnar langleiðina með að ná tökum á bænum Vuhledar í Dónetsk-héraði í Úkraínu. Rússar hafa lagt mikið púður í sóknina að bænum á undanförnum dögum og hafa verjendur hans þurft að hörfa undan þessum áhlaupum. 25. september 2024 15:05 „Sterk Úkraína mun neyða Pútín að samningaborðinu“ „Ég tel okkur vera nærri friði en menn halda... Við erum nærri endalokum stríðsins,“ sagði Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, í samtali við Good Morning America. 24. september 2024 06:57 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Sendir Patriot, svifsprengjur og skotfæri til Úkraínu Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í dag umfangsmikla hernaðaraðstoð til Úkraínu og sagði hann að stuðningurinn ætti að hjálpa Úkraínu að „vinna“ stríðið gegn Rússum. Hann mun seinna í dag fá Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, í heimsókn til Hvíta hússins. 26. september 2024 13:18
Hótar að beita kjarnorkuvopnum gegn árás með hefðbundnum vopnum Vladimir Pútín Rússlandsforseti sagði á fundi með öryggisráði sínu í gær að Rússar myndu íhuga að beita kjarnorkuvopnum ef þeim bærust áreiðanlegar upplýsingar um yfirvofandi loftárás með hefðbundnum vopnum. 26. september 2024 06:26
„Virkið“ Vuhledar að falli komið Hersveitir Rússa eru komnar langleiðina með að ná tökum á bænum Vuhledar í Dónetsk-héraði í Úkraínu. Rússar hafa lagt mikið púður í sóknina að bænum á undanförnum dögum og hafa verjendur hans þurft að hörfa undan þessum áhlaupum. 25. september 2024 15:05
„Sterk Úkraína mun neyða Pútín að samningaborðinu“ „Ég tel okkur vera nærri friði en menn halda... Við erum nærri endalokum stríðsins,“ sagði Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, í samtali við Good Morning America. 24. september 2024 06:57