Sjö hundruð liggja í valnum eftir vikuna Samúel Karl Ólason skrifar 27. september 2024 13:02 Björgunarsveitarmenn að störfum eftir loftárás Ísraela í Beirút. AP/Bilal Hussein Nærri því sjö hundruð manns hafa fallið í árásum Ísraela á Líbanon í þessari viku, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Líbanon. Ísraelar hafa gert umfangsmiklar árásir á landið og segja þær beinast gegn hryðjuverkasamtökunum Hezbollah, hergögnum þeirra og leiðtogum. AP fréttaveitan hefur eftir hjálparsamtökum og frá því í að Hezbollah-liðar byrjuðu að skjóta eldflaugum að norðanverðu Ísrael í kjölfar árása Ísraela á Gasaströndina, hafi rúmlega tvö hundruð þúsund manns þurft að flýja heimili sín í Líbanon. Yfirvöld í Líbanon segja að 1.540 manns hafi fallið í árásum Ísraela á þessum tíma. Allt að sjötíu þúsund Ísraelar hafa þurft að flýja heimili sín í norðanverðu landinu, vegna árása Hezbollah. Ráðamenn í Ísrael hafa sagt að þeir vilji reka vígamenn Hezbollah frá sunnanverðu Líbanon til að stöðva þessar árásir. Þeir hafa jafnvel gefið til kynna að innrás sé í vændum. Sjá einnig: Loftárásum ætlað að undirbúa mögulega innrás Spennan á landamærum Ísraels og Líbanon hefur þó verið gífurlega mikil undanfarna daga og eldflaugar, drónar og sprengjur flogið í miklu magni þar yfir, í báðar áttir. Árásir Ísraela hafa verið sérstaklega umfangsmiklar. Óttast sömu örlög og Gasa Fólk í Líbanon óttast að þau muni hljóta sömu örlög og íbúar Gasastrandarinnar. Það er að segja að árásirnar muni valda gífurlegri eyðileggingu og miklu mannfalli meðal óbreytta borgara. Ísraelar hafa sent íbúum tiltekinna svæða í Líbanon skilaboð um að flýja í aðdraganda árása og að halda sig frá stöðum þar sem vopn Hezbollah eru geymd. Flestir íbúa Líbanon hafa þó enga hugmynd um hvar þeir staðir eru. Háttsettir embættismenn og ráðamenn í Ísrael hafa hótað árásum af slíku umfangi, hætti Hezbollah-liðar ekki að skjóta eldflaugum að Ísrael. Sjá einnig: Segir tortímingu eða uppgjöf Hezbollah einu lausnin Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, sagði í morgun að ríkisstjórn hans myndi halda áfram að ræða mögulegt vopnahlé á komandi dögum en utanríkisráðherra hans hafnaði vopnahléi alfarið í gær og að aðrir embættismenn hafi tekið undir það. Þeirra á meðal var Netanjahús sjálfur. Í frétt Reuters er haft eftir forsætisráðherranum að ísraelskir erindrekar hafi rætt við erindreka frá Bandaríkjunum um tillögur að vopnahléi og að hann kunni að meta viðleitni Bandaríkjamanna til að koma á friði. Í yfirlýsingu frá Netanjahú vísaði hann ekkert til áðurnefndra ummæla utanríkisráðherrans. Líbanon Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hryðjuverkastarfsemi Hernaður Tengdar fréttir Hútar vilja háþróaðar stýriflaugar frá Rússum Erindrekar frá Íran hafa komið að viðræðum milli yfirvalda í Rússlandi og Húta í Jemen, sem vilja fá háþróaðar eldflaugar frá Rússum til að sökkva skipum á Rauðahafi. Hútar hafa gert ítrekaðar árásir á skip á svæðinu og óttast er að umræddar eldflaugar gætu aukið getu þeirra til muna. 25. september 2024 10:15 Sakar Hezbollah um að leiða Líbanon „að hyldýpinu“ Ísraelsher hélt árásum sínum á skotmörk í suðurhluta Líbanon áfram í nótt og í morgun en 569 eru sagðir hafa látið lífið í aðgerðunum hingað til, þar á meðal 50 börn. 25. september 2024 06:40 Enn einn leiðtogi Hezbollah felldur Forsvarsmenn ísraelska hersins segjast ætla að halda árásunum sínum gegn Hezbollah í Líbanon áfram og að meiri kraftur verði settur í þær. Yfirvöld í Líbanon segja 558 hafa fallið í árásum Ísraela á undanförnum tveimur dögum. 24. september 2024 13:27 Hafa séð Hezbollah fyrir símboðum í tvö ár Ísraelar hafa selt meðlimum Hezbollah-hryðjuverkasamtakanna símboða sem þeir framleiddu sjálfir gegnum skúffufélög frá árinu 2022. Þegar leiðtogi samtakanna fordæmdi notkun snjallsíma fyrr á þessu ári var framleiðslan aukin til muna og þúsundir símboða voru seldir til Líbanon. 19. september 2024 15:03 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
AP fréttaveitan hefur eftir hjálparsamtökum og frá því í að Hezbollah-liðar byrjuðu að skjóta eldflaugum að norðanverðu Ísrael í kjölfar árása Ísraela á Gasaströndina, hafi rúmlega tvö hundruð þúsund manns þurft að flýja heimili sín í Líbanon. Yfirvöld í Líbanon segja að 1.540 manns hafi fallið í árásum Ísraela á þessum tíma. Allt að sjötíu þúsund Ísraelar hafa þurft að flýja heimili sín í norðanverðu landinu, vegna árása Hezbollah. Ráðamenn í Ísrael hafa sagt að þeir vilji reka vígamenn Hezbollah frá sunnanverðu Líbanon til að stöðva þessar árásir. Þeir hafa jafnvel gefið til kynna að innrás sé í vændum. Sjá einnig: Loftárásum ætlað að undirbúa mögulega innrás Spennan á landamærum Ísraels og Líbanon hefur þó verið gífurlega mikil undanfarna daga og eldflaugar, drónar og sprengjur flogið í miklu magni þar yfir, í báðar áttir. Árásir Ísraela hafa verið sérstaklega umfangsmiklar. Óttast sömu örlög og Gasa Fólk í Líbanon óttast að þau muni hljóta sömu örlög og íbúar Gasastrandarinnar. Það er að segja að árásirnar muni valda gífurlegri eyðileggingu og miklu mannfalli meðal óbreytta borgara. Ísraelar hafa sent íbúum tiltekinna svæða í Líbanon skilaboð um að flýja í aðdraganda árása og að halda sig frá stöðum þar sem vopn Hezbollah eru geymd. Flestir íbúa Líbanon hafa þó enga hugmynd um hvar þeir staðir eru. Háttsettir embættismenn og ráðamenn í Ísrael hafa hótað árásum af slíku umfangi, hætti Hezbollah-liðar ekki að skjóta eldflaugum að Ísrael. Sjá einnig: Segir tortímingu eða uppgjöf Hezbollah einu lausnin Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, sagði í morgun að ríkisstjórn hans myndi halda áfram að ræða mögulegt vopnahlé á komandi dögum en utanríkisráðherra hans hafnaði vopnahléi alfarið í gær og að aðrir embættismenn hafi tekið undir það. Þeirra á meðal var Netanjahús sjálfur. Í frétt Reuters er haft eftir forsætisráðherranum að ísraelskir erindrekar hafi rætt við erindreka frá Bandaríkjunum um tillögur að vopnahléi og að hann kunni að meta viðleitni Bandaríkjamanna til að koma á friði. Í yfirlýsingu frá Netanjahú vísaði hann ekkert til áðurnefndra ummæla utanríkisráðherrans.
Líbanon Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hryðjuverkastarfsemi Hernaður Tengdar fréttir Hútar vilja háþróaðar stýriflaugar frá Rússum Erindrekar frá Íran hafa komið að viðræðum milli yfirvalda í Rússlandi og Húta í Jemen, sem vilja fá háþróaðar eldflaugar frá Rússum til að sökkva skipum á Rauðahafi. Hútar hafa gert ítrekaðar árásir á skip á svæðinu og óttast er að umræddar eldflaugar gætu aukið getu þeirra til muna. 25. september 2024 10:15 Sakar Hezbollah um að leiða Líbanon „að hyldýpinu“ Ísraelsher hélt árásum sínum á skotmörk í suðurhluta Líbanon áfram í nótt og í morgun en 569 eru sagðir hafa látið lífið í aðgerðunum hingað til, þar á meðal 50 börn. 25. september 2024 06:40 Enn einn leiðtogi Hezbollah felldur Forsvarsmenn ísraelska hersins segjast ætla að halda árásunum sínum gegn Hezbollah í Líbanon áfram og að meiri kraftur verði settur í þær. Yfirvöld í Líbanon segja 558 hafa fallið í árásum Ísraela á undanförnum tveimur dögum. 24. september 2024 13:27 Hafa séð Hezbollah fyrir símboðum í tvö ár Ísraelar hafa selt meðlimum Hezbollah-hryðjuverkasamtakanna símboða sem þeir framleiddu sjálfir gegnum skúffufélög frá árinu 2022. Þegar leiðtogi samtakanna fordæmdi notkun snjallsíma fyrr á þessu ári var framleiðslan aukin til muna og þúsundir símboða voru seldir til Líbanon. 19. september 2024 15:03 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Hútar vilja háþróaðar stýriflaugar frá Rússum Erindrekar frá Íran hafa komið að viðræðum milli yfirvalda í Rússlandi og Húta í Jemen, sem vilja fá háþróaðar eldflaugar frá Rússum til að sökkva skipum á Rauðahafi. Hútar hafa gert ítrekaðar árásir á skip á svæðinu og óttast er að umræddar eldflaugar gætu aukið getu þeirra til muna. 25. september 2024 10:15
Sakar Hezbollah um að leiða Líbanon „að hyldýpinu“ Ísraelsher hélt árásum sínum á skotmörk í suðurhluta Líbanon áfram í nótt og í morgun en 569 eru sagðir hafa látið lífið í aðgerðunum hingað til, þar á meðal 50 börn. 25. september 2024 06:40
Enn einn leiðtogi Hezbollah felldur Forsvarsmenn ísraelska hersins segjast ætla að halda árásunum sínum gegn Hezbollah í Líbanon áfram og að meiri kraftur verði settur í þær. Yfirvöld í Líbanon segja 558 hafa fallið í árásum Ísraela á undanförnum tveimur dögum. 24. september 2024 13:27
Hafa séð Hezbollah fyrir símboðum í tvö ár Ísraelar hafa selt meðlimum Hezbollah-hryðjuverkasamtakanna símboða sem þeir framleiddu sjálfir gegnum skúffufélög frá árinu 2022. Þegar leiðtogi samtakanna fordæmdi notkun snjallsíma fyrr á þessu ári var framleiðslan aukin til muna og þúsundir símboða voru seldir til Líbanon. 19. september 2024 15:03