Netanyahu hafnar tillögum um vopnahlé milli Ísrael og Hezbollah Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. september 2024 06:59 Stuðningsmenn Palestínu mótmæla við höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna. AP/Julia Demaree Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, segir Ísraelsmenn ekki munu láta af árásum sínum gegn Hezbollah þrátt fyrir áköll og tillögur Bandaríkjamanna og Frakka um tímabundið vopnahlé. Tillögurnar voru lagðar fram á miðvikudag en hafnað strax í gær af nokkrum ráðamönnum Ísraels. Abdallah Bouhabib, utanríkisráðherra Líbanon, sagðist hins vegar í gær fylgjandi tillögunum en á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sagði hann land sitt nú ganga í gegnum átök sem ógnaði tilvist þjóðarinnar. Ísraelar héldu áfram árásum sínum á skotmörk Hezbollah í Líbanon í gær og eru 92 sagðir hafa látist, þeirra á meðal Mohammad Surur, yfirmaður drónaafla samtakanna. Þá var um 150 eldflaugum skotið frá Líbanon á Ísrael. Netanyahu, sem mun ávarpa allsherjarþingið í dag, sagði við blaðamenn þegar hann lenti í New York að Ísraelsher myndi ekki láta af aðgerðum sínum fyrr en öllum markmiðum hefði verið náð. Þar mætti helst nefna að allir íbúar í norðurhluta Ísrael gætu snúið aftur til síns heima, öruggir frá árásum Hezbollah. Talið er að um 60 þúsund Ísraelsmenn hafi neyðst til að flýja heimili sín eftir að Hezbollah-liðar hófu árásir á norðurhluta Ísrael í kjölfar árása Hamas á byggðir Ísraelsmanna 7. október í fyrra. Bandarískir embættismenn eru sagðir vonast til þess að geta sannfært Netanyahu um að ganga að tillögunum í dag en vopnahléinu á milli Ísrael og Hezbollah er meðal annars ætlað að greiða fyrir frekari viðræðum um vopnahlé á milli Ísrael og Hamas. John Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, sagði í gær að Bandaríkjamenn hefðu haft fulla ástæðu til að trúa að stjórnvöld í Ísrael væru fylgjandi tillögunum þegar þær voru í smíðum. Það væri óvíst hvers vegna Netanyahu hefði slegið þær útaf borðinu. Bandaríkin Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Líbanon Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Sjá meira
Tillögurnar voru lagðar fram á miðvikudag en hafnað strax í gær af nokkrum ráðamönnum Ísraels. Abdallah Bouhabib, utanríkisráðherra Líbanon, sagðist hins vegar í gær fylgjandi tillögunum en á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sagði hann land sitt nú ganga í gegnum átök sem ógnaði tilvist þjóðarinnar. Ísraelar héldu áfram árásum sínum á skotmörk Hezbollah í Líbanon í gær og eru 92 sagðir hafa látist, þeirra á meðal Mohammad Surur, yfirmaður drónaafla samtakanna. Þá var um 150 eldflaugum skotið frá Líbanon á Ísrael. Netanyahu, sem mun ávarpa allsherjarþingið í dag, sagði við blaðamenn þegar hann lenti í New York að Ísraelsher myndi ekki láta af aðgerðum sínum fyrr en öllum markmiðum hefði verið náð. Þar mætti helst nefna að allir íbúar í norðurhluta Ísrael gætu snúið aftur til síns heima, öruggir frá árásum Hezbollah. Talið er að um 60 þúsund Ísraelsmenn hafi neyðst til að flýja heimili sín eftir að Hezbollah-liðar hófu árásir á norðurhluta Ísrael í kjölfar árása Hamas á byggðir Ísraelsmanna 7. október í fyrra. Bandarískir embættismenn eru sagðir vonast til þess að geta sannfært Netanyahu um að ganga að tillögunum í dag en vopnahléinu á milli Ísrael og Hezbollah er meðal annars ætlað að greiða fyrir frekari viðræðum um vopnahlé á milli Ísrael og Hamas. John Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, sagði í gær að Bandaríkjamenn hefðu haft fulla ástæðu til að trúa að stjórnvöld í Ísrael væru fylgjandi tillögunum þegar þær voru í smíðum. Það væri óvíst hvers vegna Netanyahu hefði slegið þær útaf borðinu.
Bandaríkin Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Líbanon Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Sjá meira