Vísar á bug tillögum um frið í skiptum fyrir úkraínskt land Kjartan Kjartansson skrifar 26. september 2024 22:27 Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, tekur í hönd Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, í Washington-borg í dag. AP/Jacquelyn Martin Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, lýsti tillögum um að Úkraínumenn afsali sér landsvæði sínu til þess að kaupa sér frið við Rússa sem hættulegum og óásættanlegum í dag. Það væru ekki friðartillögur heldur uppgjafartillögur. Ummælin lét Harris falla á sameiginlegum blaðamannafundi með Volodýmýr Selenskíj, forseta Úkraínu, í Washington-borg í dag. Selenskíj er í Bandaríkjunum til að vera viðstaddur allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna og hefur nýtt tækifærið til þess að funda með bandarískum ráðamönnum. „Þetta eru ekki friðartillögur. Þetta eru frekar tillögur að uppgjöf,“ sagði Harris sem er jafnframt forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins. VP Harris points out that "there are some in my country who [want] to force Ukraine to give up large parts of its sovereign territory...these proposals are the same as those of Putin. Let us be be clear. They are not proposals for peace. Instead, they are proposals for surrender" pic.twitter.com/N6oFYvH1Hm— Aaron Rupar (@atrupar) September 26, 2024 Orð hennar voru lítt dulin gagnrýni á tillögur Donalds Trump og J.D. Vance, frambjóðenda Repúblikanaflokksins, um að Úkraínumenn semji fljótt um frið til þess að binda enda á stríðið við Rússa. Trump hefur ennfremur endurómað áróður frá Kreml um að Bandaríkin og vestræn ríki hafi á einhvern hátt látið Rússa ráðast inn í Úkraínu. Harris varaði við því að öðrum árásargjörnum ríkjum gæti vaxið ásmegin ef Vladímír Pútín Rússlandsforseti stendur uppi sem sigurvegari í stríðinu gegn Úkraínu. „Bandaríkin styðja ekki Úkraínu af aumingjagæsku heldur vegna þess að það eru hernaðarlegir hagsmunir okkar,“ sagði varaforsetinn. Rannsaka heimsókn Selenskíj í vopnaverksmiðju Heimsókn Selenskíj hefur farið öfugt ofan í repúblikana sem eru margir gagnrýnir á áframhaldandi stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu. Sérstaklega reiddust þeir yfir því að Selenskíj hefði heimsótt skotfæraverksmiðju í Pennsylvaníu um helgina en það ríki er líklegt til þess að ráða úrslitum í forsetakosningunum í nóvember. Þannig hófu repúblikanar í fulltrúadeild þingsins rannsókn á heimsókninni í dag og sökuðu Hvíta húsið um að notfæra sér hana til þess að hjálpa Harris í forsetaframboði sínu. AP-fréttastofan hefur eftir Trump að hann ætli að hitta Selenskíj í New York á morgun en áður hafði verið greint frá því að þeir hittust ekki. Óvíst er hvort að það verði fagnaðarfundir. Trump hefur kallað „besta sölumann á jörðinni“ vegna þess stuðnings sem hann hefur tryggt Úkraínu frá Bandaríkjastjórn og kvartað undan því að Selenskíj neiti að semja við Rússa. Þá lét Trump þegar hann var forseti halda eftir hundruð milljón dollara hernaðaraðstoð sem Bandaríkjaþing hafði samþykkt fyrir Úkraínu til þess að reyna að knýja Selenskíj til þess að hjálpa sér að koma höggi á Joe Biden, þá helsta pólitíska keppinaut Trump. Bandaríkjaþing kærði Trump fyrir embættisbrot vegna þess en öldungadeild þess sýknaði forsetann. Kamala Harris Úkraína Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Selenskíj heimsótti lykilríki og þakkaði fyrir vopnin Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, þakkaði starfsmönnum vopnaverksmiðju í Pennsylvaníu fyrir skotfæri sem þeir framleiða fyrir Úkraínuher í heimsókn í gær. Pennsylvanía gæti ráðið úrslitum um hver verður næsti forseti Bandaríkjanna. 23. september 2024 10:47 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Ummælin lét Harris falla á sameiginlegum blaðamannafundi með Volodýmýr Selenskíj, forseta Úkraínu, í Washington-borg í dag. Selenskíj er í Bandaríkjunum til að vera viðstaddur allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna og hefur nýtt tækifærið til þess að funda með bandarískum ráðamönnum. „Þetta eru ekki friðartillögur. Þetta eru frekar tillögur að uppgjöf,“ sagði Harris sem er jafnframt forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins. VP Harris points out that "there are some in my country who [want] to force Ukraine to give up large parts of its sovereign territory...these proposals are the same as those of Putin. Let us be be clear. They are not proposals for peace. Instead, they are proposals for surrender" pic.twitter.com/N6oFYvH1Hm— Aaron Rupar (@atrupar) September 26, 2024 Orð hennar voru lítt dulin gagnrýni á tillögur Donalds Trump og J.D. Vance, frambjóðenda Repúblikanaflokksins, um að Úkraínumenn semji fljótt um frið til þess að binda enda á stríðið við Rússa. Trump hefur ennfremur endurómað áróður frá Kreml um að Bandaríkin og vestræn ríki hafi á einhvern hátt látið Rússa ráðast inn í Úkraínu. Harris varaði við því að öðrum árásargjörnum ríkjum gæti vaxið ásmegin ef Vladímír Pútín Rússlandsforseti stendur uppi sem sigurvegari í stríðinu gegn Úkraínu. „Bandaríkin styðja ekki Úkraínu af aumingjagæsku heldur vegna þess að það eru hernaðarlegir hagsmunir okkar,“ sagði varaforsetinn. Rannsaka heimsókn Selenskíj í vopnaverksmiðju Heimsókn Selenskíj hefur farið öfugt ofan í repúblikana sem eru margir gagnrýnir á áframhaldandi stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu. Sérstaklega reiddust þeir yfir því að Selenskíj hefði heimsótt skotfæraverksmiðju í Pennsylvaníu um helgina en það ríki er líklegt til þess að ráða úrslitum í forsetakosningunum í nóvember. Þannig hófu repúblikanar í fulltrúadeild þingsins rannsókn á heimsókninni í dag og sökuðu Hvíta húsið um að notfæra sér hana til þess að hjálpa Harris í forsetaframboði sínu. AP-fréttastofan hefur eftir Trump að hann ætli að hitta Selenskíj í New York á morgun en áður hafði verið greint frá því að þeir hittust ekki. Óvíst er hvort að það verði fagnaðarfundir. Trump hefur kallað „besta sölumann á jörðinni“ vegna þess stuðnings sem hann hefur tryggt Úkraínu frá Bandaríkjastjórn og kvartað undan því að Selenskíj neiti að semja við Rússa. Þá lét Trump þegar hann var forseti halda eftir hundruð milljón dollara hernaðaraðstoð sem Bandaríkjaþing hafði samþykkt fyrir Úkraínu til þess að reyna að knýja Selenskíj til þess að hjálpa sér að koma höggi á Joe Biden, þá helsta pólitíska keppinaut Trump. Bandaríkjaþing kærði Trump fyrir embættisbrot vegna þess en öldungadeild þess sýknaði forsetann.
Kamala Harris Úkraína Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Selenskíj heimsótti lykilríki og þakkaði fyrir vopnin Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, þakkaði starfsmönnum vopnaverksmiðju í Pennsylvaníu fyrir skotfæri sem þeir framleiða fyrir Úkraínuher í heimsókn í gær. Pennsylvanía gæti ráðið úrslitum um hver verður næsti forseti Bandaríkjanna. 23. september 2024 10:47 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Selenskíj heimsótti lykilríki og þakkaði fyrir vopnin Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, þakkaði starfsmönnum vopnaverksmiðju í Pennsylvaníu fyrir skotfæri sem þeir framleiða fyrir Úkraínuher í heimsókn í gær. Pennsylvanía gæti ráðið úrslitum um hver verður næsti forseti Bandaríkjanna. 23. september 2024 10:47
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“