Íslenski boltinn

Birkir á leið til Vals á nýjan leik

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Birkir Heimisson í leik með Val.
Birkir Heimisson í leik með Val. Vísir/Hulda Margrét

Það virðist allt stefna i að Birkir Heimisson sé að ganga til liðs við Val í Bestu deild karla í knattspyrnu innan við ári eftir að hann yfirgaf félagið. 433.is greindi fyrst frá.

Þór Akureyri festi kaupi á miðjumanninum Birki fyrir leiktíðina en hann er uppalinn hjá félaginu. Hann skrifaði undir þriggja ára samning í Þorpinu og var að flestra mati besti leikmaður liðsins í sumar.

Árangur Þórs var langt undir væntingum. Það sama er að segja um stöðu Vals í Bestu deildinni en liðið er í 3. sæti, þrettán stigum á eftir toppliðum Breiðabliks og Víkings.

Fótbolti.net greinir frá því að Valur sé að kaupa leikmanninn til baka á mjög svipaða upphæð og Þór greiddi fyrr á þessu ári. Þá æfði hann með Val í dag.

Hinn 24 ára gamli Birkir hefur spilað fyrir Val síðan 2020 en þar áður lék hann með Heerenveen í Hollandi. Hann á að baki 28 leiki fyrir yngri landslið Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×