Telur að Valsmenn nenni ekki að dansa tangóinn hans Túfa til lengdar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. september 2024 11:01 Srdjan Tufegdzic tók við Val um mitt sumar og skrifaði þá undir þriggja ára samning við félagið. vísir/diego Sérfræðingar Stúkunnar voru hneykslaðir á uppleggi Vals í fyrri hálfleik í leiknum gegn Stjörnunni. Þeir efast um að leikmenn liðsins nenni að spila þennan leikstíl. Valur var 2-0 undir í hálfleik gegn Stjörnunni í Bestu deild karla á mánudaginn en kom til baka og náði jafntefli, 2-2. Þeir Baldur Sigurðsson og Atli Viðar Björnsson furðuðu sig á varfærnislegu uppleggi þjálfara Vals, Srdjans Tufegdzic, í leiknum gegn Stjörnunni. „Það var áhugavert að hlusta á Túfa í viðtali eftir leik. Hann talaði um að þeir hefðu gert breytingar í hálfleik sem hefðu gert það að verkum að þeir hefðu unnið seinni boltann og ákefðin hefði aukist. Þá spyr maður sig: Hvernig var upplegg Vals? Það var rosalega, rosalega passívt. Það er augljóst að Túfa er að spila sinn bolta og hann er bara góður í því að stilla upp liðum. Þau eru þétt og það eru þessar hefðbundnu færslur, ekkert nýtt í þessu. Það eru tveir frammi, annar dettur á djúpa miðjumanninn og þetta sem við þekkjum öll,“ sagði Baldur í Stúkunni í gær. „En er réttlætanlegt að vera með þetta Valslið og koma svona varfærið inn í leik gegn Stjörnunni á heimavelli, með fullri virðingu fyrir þeim? Þú getur ekki mætt með Valslið á heimavelli og verið með það í hálfgerðri handbremsu í heilan hálfleik.“ Klippa: Stúkan - Umræða um upplegg Vals Valsarar voru mun áræðnari í seinni hálfleik, færðu sig framar og það gaf góða raun. Þeir jöfnuðu með mörkum Albins Skoglund og Gylfa Þórs Sigurðssonar. Atli Viðar tók undir með Baldri og velti því fyrir sér hvort leikmenn Vals sættu sig við að spila jafn varfærnislega og þeir gerðu í fyrri hálfleik. „Mér fannst frammistaða og framganga Vals í fyrri hálfleik segja manni allt. Þeir vilja ekki spila svona. Þeir nenna því ekki og vilja ekki standa fyrir þetta,“ sagði Atli Viðar. „Mér finnst vera komin svo mikil mótsögn og þversögn í öllu. Þetta er fótboltinn hans Túfa en þessi hópur mun ekki dansa þennan tangó með honum mikið lengur.“ Valur er í 3. sæti Bestu deildarinnar með 39 stig, þrettán stigum á eftir Víkingi og Breiðabliki. Næsti leikur Valsmanna er gegn Víkingum á sunnudaginn. Innslagið úr Stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla Valur Stúkan Tengdar fréttir Stúkan: Óvenju miklar árásir eða viðkvæmari en aðrir Spjaldagleði dómarans Gunnars Odds Hafliðasonar var til umræðu í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Ítrekað hefur Gunnar Oddur óskað eftir gulu eða rauðu spjaldi, sem fjórði dómari, vegna framkomu manna á varamannabekkjum liðanna í Bestu deild karla í fótbolta. 26. september 2024 09:29 Óvíst hvort Tryggvi Hrafn verði meira með Val á leiktíðinni Tryggvi Hrafn Haraldsson er að glíma við meiðsli á rist og óvíst er hvort hann verði meira með Val í Bestu deild karla í knattspyrnu. Valur er í 3. sæti þegar fjórar umferðir eru eftir, 13 stigum á eftir toppliði Breiðabliks. 25. september 2024 16:59 Mörkin úr Bestu: Sjáðu perlur Gylfa og Ísaks Gylfi Þór Sigurðsson og Ísak Snær Þorvaldsson skoruðu glæsileg mörk í gærkvöld þegar fyrstu leikirnir í efri hluta Bestu deildarinnar í fótbolta fóru fram. 24. september 2024 08:32 Hafi rætt við Rúnar og Börk og allir jafn undrandi Formaður knattspyrnudeildar Fram furðar sig á sögusögnum þess efnis að Rúnar Kristinsson, þjálfari karlaliðs félagsins, hafi átt viðræður um að taka við liði Vals. Hann hafi rætt við kollega sinn hjá Val sem og Rúnar sjálfan og ekkert sé til í sögum þess efnis. 24. september 2024 07:31 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Sjá meira
Valur var 2-0 undir í hálfleik gegn Stjörnunni í Bestu deild karla á mánudaginn en kom til baka og náði jafntefli, 2-2. Þeir Baldur Sigurðsson og Atli Viðar Björnsson furðuðu sig á varfærnislegu uppleggi þjálfara Vals, Srdjans Tufegdzic, í leiknum gegn Stjörnunni. „Það var áhugavert að hlusta á Túfa í viðtali eftir leik. Hann talaði um að þeir hefðu gert breytingar í hálfleik sem hefðu gert það að verkum að þeir hefðu unnið seinni boltann og ákefðin hefði aukist. Þá spyr maður sig: Hvernig var upplegg Vals? Það var rosalega, rosalega passívt. Það er augljóst að Túfa er að spila sinn bolta og hann er bara góður í því að stilla upp liðum. Þau eru þétt og það eru þessar hefðbundnu færslur, ekkert nýtt í þessu. Það eru tveir frammi, annar dettur á djúpa miðjumanninn og þetta sem við þekkjum öll,“ sagði Baldur í Stúkunni í gær. „En er réttlætanlegt að vera með þetta Valslið og koma svona varfærið inn í leik gegn Stjörnunni á heimavelli, með fullri virðingu fyrir þeim? Þú getur ekki mætt með Valslið á heimavelli og verið með það í hálfgerðri handbremsu í heilan hálfleik.“ Klippa: Stúkan - Umræða um upplegg Vals Valsarar voru mun áræðnari í seinni hálfleik, færðu sig framar og það gaf góða raun. Þeir jöfnuðu með mörkum Albins Skoglund og Gylfa Þórs Sigurðssonar. Atli Viðar tók undir með Baldri og velti því fyrir sér hvort leikmenn Vals sættu sig við að spila jafn varfærnislega og þeir gerðu í fyrri hálfleik. „Mér fannst frammistaða og framganga Vals í fyrri hálfleik segja manni allt. Þeir vilja ekki spila svona. Þeir nenna því ekki og vilja ekki standa fyrir þetta,“ sagði Atli Viðar. „Mér finnst vera komin svo mikil mótsögn og þversögn í öllu. Þetta er fótboltinn hans Túfa en þessi hópur mun ekki dansa þennan tangó með honum mikið lengur.“ Valur er í 3. sæti Bestu deildarinnar með 39 stig, þrettán stigum á eftir Víkingi og Breiðabliki. Næsti leikur Valsmanna er gegn Víkingum á sunnudaginn. Innslagið úr Stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla Valur Stúkan Tengdar fréttir Stúkan: Óvenju miklar árásir eða viðkvæmari en aðrir Spjaldagleði dómarans Gunnars Odds Hafliðasonar var til umræðu í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Ítrekað hefur Gunnar Oddur óskað eftir gulu eða rauðu spjaldi, sem fjórði dómari, vegna framkomu manna á varamannabekkjum liðanna í Bestu deild karla í fótbolta. 26. september 2024 09:29 Óvíst hvort Tryggvi Hrafn verði meira með Val á leiktíðinni Tryggvi Hrafn Haraldsson er að glíma við meiðsli á rist og óvíst er hvort hann verði meira með Val í Bestu deild karla í knattspyrnu. Valur er í 3. sæti þegar fjórar umferðir eru eftir, 13 stigum á eftir toppliði Breiðabliks. 25. september 2024 16:59 Mörkin úr Bestu: Sjáðu perlur Gylfa og Ísaks Gylfi Þór Sigurðsson og Ísak Snær Þorvaldsson skoruðu glæsileg mörk í gærkvöld þegar fyrstu leikirnir í efri hluta Bestu deildarinnar í fótbolta fóru fram. 24. september 2024 08:32 Hafi rætt við Rúnar og Börk og allir jafn undrandi Formaður knattspyrnudeildar Fram furðar sig á sögusögnum þess efnis að Rúnar Kristinsson, þjálfari karlaliðs félagsins, hafi átt viðræður um að taka við liði Vals. Hann hafi rætt við kollega sinn hjá Val sem og Rúnar sjálfan og ekkert sé til í sögum þess efnis. 24. september 2024 07:31 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Sjá meira
Stúkan: Óvenju miklar árásir eða viðkvæmari en aðrir Spjaldagleði dómarans Gunnars Odds Hafliðasonar var til umræðu í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Ítrekað hefur Gunnar Oddur óskað eftir gulu eða rauðu spjaldi, sem fjórði dómari, vegna framkomu manna á varamannabekkjum liðanna í Bestu deild karla í fótbolta. 26. september 2024 09:29
Óvíst hvort Tryggvi Hrafn verði meira með Val á leiktíðinni Tryggvi Hrafn Haraldsson er að glíma við meiðsli á rist og óvíst er hvort hann verði meira með Val í Bestu deild karla í knattspyrnu. Valur er í 3. sæti þegar fjórar umferðir eru eftir, 13 stigum á eftir toppliði Breiðabliks. 25. september 2024 16:59
Mörkin úr Bestu: Sjáðu perlur Gylfa og Ísaks Gylfi Þór Sigurðsson og Ísak Snær Þorvaldsson skoruðu glæsileg mörk í gærkvöld þegar fyrstu leikirnir í efri hluta Bestu deildarinnar í fótbolta fóru fram. 24. september 2024 08:32
Hafi rætt við Rúnar og Börk og allir jafn undrandi Formaður knattspyrnudeildar Fram furðar sig á sögusögnum þess efnis að Rúnar Kristinsson, þjálfari karlaliðs félagsins, hafi átt viðræður um að taka við liði Vals. Hann hafi rætt við kollega sinn hjá Val sem og Rúnar sjálfan og ekkert sé til í sögum þess efnis. 24. september 2024 07:31