Telur að Valsmenn nenni ekki að dansa tangóinn hans Túfa til lengdar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. september 2024 11:01 Srdjan Tufegdzic tók við Val um mitt sumar og skrifaði þá undir þriggja ára samning við félagið. vísir/diego Sérfræðingar Stúkunnar voru hneykslaðir á uppleggi Vals í fyrri hálfleik í leiknum gegn Stjörnunni. Þeir efast um að leikmenn liðsins nenni að spila þennan leikstíl. Valur var 2-0 undir í hálfleik gegn Stjörnunni í Bestu deild karla á mánudaginn en kom til baka og náði jafntefli, 2-2. Þeir Baldur Sigurðsson og Atli Viðar Björnsson furðuðu sig á varfærnislegu uppleggi þjálfara Vals, Srdjans Tufegdzic, í leiknum gegn Stjörnunni. „Það var áhugavert að hlusta á Túfa í viðtali eftir leik. Hann talaði um að þeir hefðu gert breytingar í hálfleik sem hefðu gert það að verkum að þeir hefðu unnið seinni boltann og ákefðin hefði aukist. Þá spyr maður sig: Hvernig var upplegg Vals? Það var rosalega, rosalega passívt. Það er augljóst að Túfa er að spila sinn bolta og hann er bara góður í því að stilla upp liðum. Þau eru þétt og það eru þessar hefðbundnu færslur, ekkert nýtt í þessu. Það eru tveir frammi, annar dettur á djúpa miðjumanninn og þetta sem við þekkjum öll,“ sagði Baldur í Stúkunni í gær. „En er réttlætanlegt að vera með þetta Valslið og koma svona varfærið inn í leik gegn Stjörnunni á heimavelli, með fullri virðingu fyrir þeim? Þú getur ekki mætt með Valslið á heimavelli og verið með það í hálfgerðri handbremsu í heilan hálfleik.“ Klippa: Stúkan - Umræða um upplegg Vals Valsarar voru mun áræðnari í seinni hálfleik, færðu sig framar og það gaf góða raun. Þeir jöfnuðu með mörkum Albins Skoglund og Gylfa Þórs Sigurðssonar. Atli Viðar tók undir með Baldri og velti því fyrir sér hvort leikmenn Vals sættu sig við að spila jafn varfærnislega og þeir gerðu í fyrri hálfleik. „Mér fannst frammistaða og framganga Vals í fyrri hálfleik segja manni allt. Þeir vilja ekki spila svona. Þeir nenna því ekki og vilja ekki standa fyrir þetta,“ sagði Atli Viðar. „Mér finnst vera komin svo mikil mótsögn og þversögn í öllu. Þetta er fótboltinn hans Túfa en þessi hópur mun ekki dansa þennan tangó með honum mikið lengur.“ Valur er í 3. sæti Bestu deildarinnar með 39 stig, þrettán stigum á eftir Víkingi og Breiðabliki. Næsti leikur Valsmanna er gegn Víkingum á sunnudaginn. Innslagið úr Stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla Valur Stúkan Tengdar fréttir Stúkan: Óvenju miklar árásir eða viðkvæmari en aðrir Spjaldagleði dómarans Gunnars Odds Hafliðasonar var til umræðu í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Ítrekað hefur Gunnar Oddur óskað eftir gulu eða rauðu spjaldi, sem fjórði dómari, vegna framkomu manna á varamannabekkjum liðanna í Bestu deild karla í fótbolta. 26. september 2024 09:29 Óvíst hvort Tryggvi Hrafn verði meira með Val á leiktíðinni Tryggvi Hrafn Haraldsson er að glíma við meiðsli á rist og óvíst er hvort hann verði meira með Val í Bestu deild karla í knattspyrnu. Valur er í 3. sæti þegar fjórar umferðir eru eftir, 13 stigum á eftir toppliði Breiðabliks. 25. september 2024 16:59 Mörkin úr Bestu: Sjáðu perlur Gylfa og Ísaks Gylfi Þór Sigurðsson og Ísak Snær Þorvaldsson skoruðu glæsileg mörk í gærkvöld þegar fyrstu leikirnir í efri hluta Bestu deildarinnar í fótbolta fóru fram. 24. september 2024 08:32 Hafi rætt við Rúnar og Börk og allir jafn undrandi Formaður knattspyrnudeildar Fram furðar sig á sögusögnum þess efnis að Rúnar Kristinsson, þjálfari karlaliðs félagsins, hafi átt viðræður um að taka við liði Vals. Hann hafi rætt við kollega sinn hjá Val sem og Rúnar sjálfan og ekkert sé til í sögum þess efnis. 24. september 2024 07:31 Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Sjá meira
Valur var 2-0 undir í hálfleik gegn Stjörnunni í Bestu deild karla á mánudaginn en kom til baka og náði jafntefli, 2-2. Þeir Baldur Sigurðsson og Atli Viðar Björnsson furðuðu sig á varfærnislegu uppleggi þjálfara Vals, Srdjans Tufegdzic, í leiknum gegn Stjörnunni. „Það var áhugavert að hlusta á Túfa í viðtali eftir leik. Hann talaði um að þeir hefðu gert breytingar í hálfleik sem hefðu gert það að verkum að þeir hefðu unnið seinni boltann og ákefðin hefði aukist. Þá spyr maður sig: Hvernig var upplegg Vals? Það var rosalega, rosalega passívt. Það er augljóst að Túfa er að spila sinn bolta og hann er bara góður í því að stilla upp liðum. Þau eru þétt og það eru þessar hefðbundnu færslur, ekkert nýtt í þessu. Það eru tveir frammi, annar dettur á djúpa miðjumanninn og þetta sem við þekkjum öll,“ sagði Baldur í Stúkunni í gær. „En er réttlætanlegt að vera með þetta Valslið og koma svona varfærið inn í leik gegn Stjörnunni á heimavelli, með fullri virðingu fyrir þeim? Þú getur ekki mætt með Valslið á heimavelli og verið með það í hálfgerðri handbremsu í heilan hálfleik.“ Klippa: Stúkan - Umræða um upplegg Vals Valsarar voru mun áræðnari í seinni hálfleik, færðu sig framar og það gaf góða raun. Þeir jöfnuðu með mörkum Albins Skoglund og Gylfa Þórs Sigurðssonar. Atli Viðar tók undir með Baldri og velti því fyrir sér hvort leikmenn Vals sættu sig við að spila jafn varfærnislega og þeir gerðu í fyrri hálfleik. „Mér fannst frammistaða og framganga Vals í fyrri hálfleik segja manni allt. Þeir vilja ekki spila svona. Þeir nenna því ekki og vilja ekki standa fyrir þetta,“ sagði Atli Viðar. „Mér finnst vera komin svo mikil mótsögn og þversögn í öllu. Þetta er fótboltinn hans Túfa en þessi hópur mun ekki dansa þennan tangó með honum mikið lengur.“ Valur er í 3. sæti Bestu deildarinnar með 39 stig, þrettán stigum á eftir Víkingi og Breiðabliki. Næsti leikur Valsmanna er gegn Víkingum á sunnudaginn. Innslagið úr Stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla Valur Stúkan Tengdar fréttir Stúkan: Óvenju miklar árásir eða viðkvæmari en aðrir Spjaldagleði dómarans Gunnars Odds Hafliðasonar var til umræðu í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Ítrekað hefur Gunnar Oddur óskað eftir gulu eða rauðu spjaldi, sem fjórði dómari, vegna framkomu manna á varamannabekkjum liðanna í Bestu deild karla í fótbolta. 26. september 2024 09:29 Óvíst hvort Tryggvi Hrafn verði meira með Val á leiktíðinni Tryggvi Hrafn Haraldsson er að glíma við meiðsli á rist og óvíst er hvort hann verði meira með Val í Bestu deild karla í knattspyrnu. Valur er í 3. sæti þegar fjórar umferðir eru eftir, 13 stigum á eftir toppliði Breiðabliks. 25. september 2024 16:59 Mörkin úr Bestu: Sjáðu perlur Gylfa og Ísaks Gylfi Þór Sigurðsson og Ísak Snær Þorvaldsson skoruðu glæsileg mörk í gærkvöld þegar fyrstu leikirnir í efri hluta Bestu deildarinnar í fótbolta fóru fram. 24. september 2024 08:32 Hafi rætt við Rúnar og Börk og allir jafn undrandi Formaður knattspyrnudeildar Fram furðar sig á sögusögnum þess efnis að Rúnar Kristinsson, þjálfari karlaliðs félagsins, hafi átt viðræður um að taka við liði Vals. Hann hafi rætt við kollega sinn hjá Val sem og Rúnar sjálfan og ekkert sé til í sögum þess efnis. 24. september 2024 07:31 Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Sjá meira
Stúkan: Óvenju miklar árásir eða viðkvæmari en aðrir Spjaldagleði dómarans Gunnars Odds Hafliðasonar var til umræðu í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Ítrekað hefur Gunnar Oddur óskað eftir gulu eða rauðu spjaldi, sem fjórði dómari, vegna framkomu manna á varamannabekkjum liðanna í Bestu deild karla í fótbolta. 26. september 2024 09:29
Óvíst hvort Tryggvi Hrafn verði meira með Val á leiktíðinni Tryggvi Hrafn Haraldsson er að glíma við meiðsli á rist og óvíst er hvort hann verði meira með Val í Bestu deild karla í knattspyrnu. Valur er í 3. sæti þegar fjórar umferðir eru eftir, 13 stigum á eftir toppliði Breiðabliks. 25. september 2024 16:59
Mörkin úr Bestu: Sjáðu perlur Gylfa og Ísaks Gylfi Þór Sigurðsson og Ísak Snær Þorvaldsson skoruðu glæsileg mörk í gærkvöld þegar fyrstu leikirnir í efri hluta Bestu deildarinnar í fótbolta fóru fram. 24. september 2024 08:32
Hafi rætt við Rúnar og Börk og allir jafn undrandi Formaður knattspyrnudeildar Fram furðar sig á sögusögnum þess efnis að Rúnar Kristinsson, þjálfari karlaliðs félagsins, hafi átt viðræður um að taka við liði Vals. Hann hafi rætt við kollega sinn hjá Val sem og Rúnar sjálfan og ekkert sé til í sögum þess efnis. 24. september 2024 07:31