Heimir „hæstánægður með FH-liðið“ eftir 3-0 tap Kári Mímisson skrifar 25. september 2024 22:16 Heimir Guðjónsson, þjálfari FH. Vísir/Hulda Margrét Það mátti sjá blendnar tilfinningar í augum Heimis Guðjónssonar, þjálfara FH, þegar hann mætti í viðtal til Gunnlaugs Jónssonar strax eftir 3-0 tap hans manna gegn Íslandsmeisturum Víkings. „Ég er hæstánægður með FH-liðið í dag. Gáfum allt í þetta og spiluðum góða fótbolta á köflum. Það sem vantaði bara hjá okkur í dag var að þegar við komumst í gegnum fyrstu pressuna hjá þeim þá voru okkur allir vegir færir en það vantaði aðeins betri ákvörðunartöku á boltanum. Við vorum aðeins að flýta okkur þar. Annars bara heilt yfir þótti mér frammistaðan til fyrirmyndar. Í stöðunni 2-0 opnaðist leikurinn og Daði bjargaði okkur nokkrum sinnum.“ FH vann síðast leik gegn Víkingum í september árið 2020. Þetta eru því orðnir tíu leikir í röð sem liðin hafa spilað án þess að FH nái að vinna. Spurður út í hvað veldur þessu svarar Heimir eftirfarandi. „Það er góð spurning. Það er mögulega af því að þeir eru betri en við að nýta stöðurnar sem þeir fá. Við lærum af þessu og erum að nálgast þá.“ Spurður út í framhaldið segir Heimir að hann horfi jákvæður fram á við. Liðið spilar næst gegn Breiðablik á sunnudaginn. „Ég horfi jákvætt á framhaldið. Við eigum næst leik við Breiðablik og nú þurfum við bara að hugsa vel um okkur það sem eftir er vikunnar og vera klárir á sunnudaginn. Það eru enn tólf stig í pottinum og það á enn fullt eftir að gerast.“ Vonir FH um að ná þriðja sætinu sem gefur sæti í Evrópukeppni að ári eru orðnar ansi litlar. Liðið er sex stigum á eftir Val sem situr núna í þriðja sætinu og það þarf því ansi margt að gerast til þess að það takist. Heimir segir þó að það sé fullt eftir og að liðið muni halda ótrautt áfram. „Að sjálfsögðu, þetta ekkert sem slær okkur út af laginu. Við eigum enn eftir að spila við Stjörnuna, ÍA og Val ásamt því að öll þessi lið eiga eftir að spila við hvort annað þannig að það er nóg sem á eftir að gerast í þessari úrslitakeppni og í þessari keppni um þetta Evrópusæti.“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla FH Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu Sjá meira
„Ég er hæstánægður með FH-liðið í dag. Gáfum allt í þetta og spiluðum góða fótbolta á köflum. Það sem vantaði bara hjá okkur í dag var að þegar við komumst í gegnum fyrstu pressuna hjá þeim þá voru okkur allir vegir færir en það vantaði aðeins betri ákvörðunartöku á boltanum. Við vorum aðeins að flýta okkur þar. Annars bara heilt yfir þótti mér frammistaðan til fyrirmyndar. Í stöðunni 2-0 opnaðist leikurinn og Daði bjargaði okkur nokkrum sinnum.“ FH vann síðast leik gegn Víkingum í september árið 2020. Þetta eru því orðnir tíu leikir í röð sem liðin hafa spilað án þess að FH nái að vinna. Spurður út í hvað veldur þessu svarar Heimir eftirfarandi. „Það er góð spurning. Það er mögulega af því að þeir eru betri en við að nýta stöðurnar sem þeir fá. Við lærum af þessu og erum að nálgast þá.“ Spurður út í framhaldið segir Heimir að hann horfi jákvæður fram á við. Liðið spilar næst gegn Breiðablik á sunnudaginn. „Ég horfi jákvætt á framhaldið. Við eigum næst leik við Breiðablik og nú þurfum við bara að hugsa vel um okkur það sem eftir er vikunnar og vera klárir á sunnudaginn. Það eru enn tólf stig í pottinum og það á enn fullt eftir að gerast.“ Vonir FH um að ná þriðja sætinu sem gefur sæti í Evrópukeppni að ári eru orðnar ansi litlar. Liðið er sex stigum á eftir Val sem situr núna í þriðja sætinu og það þarf því ansi margt að gerast til þess að það takist. Heimir segir þó að það sé fullt eftir og að liðið muni halda ótrautt áfram. „Að sjálfsögðu, þetta ekkert sem slær okkur út af laginu. Við eigum enn eftir að spila við Stjörnuna, ÍA og Val ásamt því að öll þessi lið eiga eftir að spila við hvort annað þannig að það er nóg sem á eftir að gerast í þessari úrslitakeppni og í þessari keppni um þetta Evrópusæti.“
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla FH Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu Sjá meira