Heimir „hæstánægður með FH-liðið“ eftir 3-0 tap Kári Mímisson skrifar 25. september 2024 22:16 Heimir Guðjónsson, þjálfari FH. Vísir/Hulda Margrét Það mátti sjá blendnar tilfinningar í augum Heimis Guðjónssonar, þjálfara FH, þegar hann mætti í viðtal til Gunnlaugs Jónssonar strax eftir 3-0 tap hans manna gegn Íslandsmeisturum Víkings. „Ég er hæstánægður með FH-liðið í dag. Gáfum allt í þetta og spiluðum góða fótbolta á köflum. Það sem vantaði bara hjá okkur í dag var að þegar við komumst í gegnum fyrstu pressuna hjá þeim þá voru okkur allir vegir færir en það vantaði aðeins betri ákvörðunartöku á boltanum. Við vorum aðeins að flýta okkur þar. Annars bara heilt yfir þótti mér frammistaðan til fyrirmyndar. Í stöðunni 2-0 opnaðist leikurinn og Daði bjargaði okkur nokkrum sinnum.“ FH vann síðast leik gegn Víkingum í september árið 2020. Þetta eru því orðnir tíu leikir í röð sem liðin hafa spilað án þess að FH nái að vinna. Spurður út í hvað veldur þessu svarar Heimir eftirfarandi. „Það er góð spurning. Það er mögulega af því að þeir eru betri en við að nýta stöðurnar sem þeir fá. Við lærum af þessu og erum að nálgast þá.“ Spurður út í framhaldið segir Heimir að hann horfi jákvæður fram á við. Liðið spilar næst gegn Breiðablik á sunnudaginn. „Ég horfi jákvætt á framhaldið. Við eigum næst leik við Breiðablik og nú þurfum við bara að hugsa vel um okkur það sem eftir er vikunnar og vera klárir á sunnudaginn. Það eru enn tólf stig í pottinum og það á enn fullt eftir að gerast.“ Vonir FH um að ná þriðja sætinu sem gefur sæti í Evrópukeppni að ári eru orðnar ansi litlar. Liðið er sex stigum á eftir Val sem situr núna í þriðja sætinu og það þarf því ansi margt að gerast til þess að það takist. Heimir segir þó að það sé fullt eftir og að liðið muni halda ótrautt áfram. „Að sjálfsögðu, þetta ekkert sem slær okkur út af laginu. Við eigum enn eftir að spila við Stjörnuna, ÍA og Val ásamt því að öll þessi lið eiga eftir að spila við hvort annað þannig að það er nóg sem á eftir að gerast í þessari úrslitakeppni og í þessari keppni um þetta Evrópusæti.“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla FH Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Sjá meira
„Ég er hæstánægður með FH-liðið í dag. Gáfum allt í þetta og spiluðum góða fótbolta á köflum. Það sem vantaði bara hjá okkur í dag var að þegar við komumst í gegnum fyrstu pressuna hjá þeim þá voru okkur allir vegir færir en það vantaði aðeins betri ákvörðunartöku á boltanum. Við vorum aðeins að flýta okkur þar. Annars bara heilt yfir þótti mér frammistaðan til fyrirmyndar. Í stöðunni 2-0 opnaðist leikurinn og Daði bjargaði okkur nokkrum sinnum.“ FH vann síðast leik gegn Víkingum í september árið 2020. Þetta eru því orðnir tíu leikir í röð sem liðin hafa spilað án þess að FH nái að vinna. Spurður út í hvað veldur þessu svarar Heimir eftirfarandi. „Það er góð spurning. Það er mögulega af því að þeir eru betri en við að nýta stöðurnar sem þeir fá. Við lærum af þessu og erum að nálgast þá.“ Spurður út í framhaldið segir Heimir að hann horfi jákvæður fram á við. Liðið spilar næst gegn Breiðablik á sunnudaginn. „Ég horfi jákvætt á framhaldið. Við eigum næst leik við Breiðablik og nú þurfum við bara að hugsa vel um okkur það sem eftir er vikunnar og vera klárir á sunnudaginn. Það eru enn tólf stig í pottinum og það á enn fullt eftir að gerast.“ Vonir FH um að ná þriðja sætinu sem gefur sæti í Evrópukeppni að ári eru orðnar ansi litlar. Liðið er sex stigum á eftir Val sem situr núna í þriðja sætinu og það þarf því ansi margt að gerast til þess að það takist. Heimir segir þó að það sé fullt eftir og að liðið muni halda ótrautt áfram. „Að sjálfsögðu, þetta ekkert sem slær okkur út af laginu. Við eigum enn eftir að spila við Stjörnuna, ÍA og Val ásamt því að öll þessi lið eiga eftir að spila við hvort annað þannig að það er nóg sem á eftir að gerast í þessari úrslitakeppni og í þessari keppni um þetta Evrópusæti.“
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla FH Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Sjá meira