Íslenska er ekki eina málið Lilja Magnúsdóttir skrifar 25. september 2024 13:31 Íslenska er eitt þeirra tungumála sem íbúar á Íslandi eiga að móðurmáli og opinbert mál á Íslandi En hér á landi býr einnig fjöldi fólks sem á sér annað móðurmál en íslensku. Ég er íslenskukennari og hef lengi kennt fólki íslensku sem annað mál og veit af reynslu að það tekur langan tíma að læra tungumálið. Börn og unglingar eiga erfitt með að afla sér þekkingar ef þau skilja hvorki textann í kennslubókunum né það sem kennarinn er að segja, þess vegna hef ég kennt mínum nemendum að afla sér þekkingar á móðurmáli sínu, jafnframt því að lesa námsefnið á íslensku meðan þau skilja takmarkað í því máli. Nemandi sem er vel læs á einu tungumáli getur sótt sér þekkingu sem hann þarf á að halda með hjálp þeirrar tækni sem börn á Íslandi hafa aðgang að. Hann getur líka skrifað góðar ritgerðir á móðurmáli sínu og notað forrit til að færa textann yfir á íslensku. Þetta er ekki svindl. Þetta er að nýta þau verkfæri sem við höfum. Nemandi sem fær kennslubók í eðlisfræði í 9. bekk getur séð hvað á að læra og leitað að efni til að lesa á móðurmálinu. Kennari og foreldrar gætu samt þurft að aðstoða nemandann við að finna námsefni sem hentar, myndbönd, lesefni og fleira, á neti eða í bókum. Eftir að hafa lesið um afstæðiskenninguna, algebru, þyngdarlögmálið eða frönsku byltinguna á móðurmáli sínu er mun auðveldara að fylgjast með í tímum og reyna að átta sig á því sem stendur í íslensku kennslubókinni. Bónusinn við þessa leið er að nemandi eykur líka færni í móðurmálinu og foreldrar fylgjast betur með námi barna sinna. Við verðum líka að taka tillit til þess á prófum að nemendur geta ekki allir gert grein fyrir þeirri þekkingu sem þeir hafa aflað sér á íslensku en þeir gætu gert grein fyrir því sem þeir kunna á öðru máli. Stundum þarf aðstoð túlks en í sumum tilvikum má nota þýðingarvélar ef tungumálið er kennaranum framandi. Við verðum alltaf að vera meðvituð um hvort við erum að prófa íslenskukunnáttu eða þekkingu í námsgreininni. Engir tveir nemendur eru eins og það sem hentar einum hentar ekki öðrum. Við verðum að leita lausna með hverjum og einum nemenda sem kemur úr öðru málumhverfi. Það eru kennarar að gera í dag og það munu kennarar alltaf gera. Ein leiðin er að nýta móðurmál nemendanna sem leið að aukinni þekkingu og á sama tíma sem leið að íslenskunni. Móðurmálið fylgir fjölskyldum svo nemendur þurfa að fá þjálfun á því máli ekki síður en nýja málinu. Fjölskyldur flytja á milli landa til náms eða í leit að tækifærum. Þannig er nútíminn. Það er mikilvægt fyrir fólk sem flytur milli landa að viðhalda móðurmáli sínu og þjálfa það áfram, bæði til þess að það eigi sér traustan tungumálagrunn en líka vegna þess að nám í nýju tungumáli byggir á grunni móðurmálsins Við höfum sem þjóð valið að íslenska sé opinbert mál á Íslandi og viljum að hún haldi áfram að þjóna sem slík. Vonandi tekur íslensk þjóð nógu vel á móti innflytjendum til að sem flestir þeirra vilji setjast hér að til frambúðar og velji að læra okkar ylhýra og yndislega mál. Höfundur er íslenskukennari og rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Íslensk tunga Innflytjendamál Grunnskólar Mest lesið Dóttir mín – uppgjör eineltis Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir Skoðun Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór Skoðun Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Sjá meira
Íslenska er eitt þeirra tungumála sem íbúar á Íslandi eiga að móðurmáli og opinbert mál á Íslandi En hér á landi býr einnig fjöldi fólks sem á sér annað móðurmál en íslensku. Ég er íslenskukennari og hef lengi kennt fólki íslensku sem annað mál og veit af reynslu að það tekur langan tíma að læra tungumálið. Börn og unglingar eiga erfitt með að afla sér þekkingar ef þau skilja hvorki textann í kennslubókunum né það sem kennarinn er að segja, þess vegna hef ég kennt mínum nemendum að afla sér þekkingar á móðurmáli sínu, jafnframt því að lesa námsefnið á íslensku meðan þau skilja takmarkað í því máli. Nemandi sem er vel læs á einu tungumáli getur sótt sér þekkingu sem hann þarf á að halda með hjálp þeirrar tækni sem börn á Íslandi hafa aðgang að. Hann getur líka skrifað góðar ritgerðir á móðurmáli sínu og notað forrit til að færa textann yfir á íslensku. Þetta er ekki svindl. Þetta er að nýta þau verkfæri sem við höfum. Nemandi sem fær kennslubók í eðlisfræði í 9. bekk getur séð hvað á að læra og leitað að efni til að lesa á móðurmálinu. Kennari og foreldrar gætu samt þurft að aðstoða nemandann við að finna námsefni sem hentar, myndbönd, lesefni og fleira, á neti eða í bókum. Eftir að hafa lesið um afstæðiskenninguna, algebru, þyngdarlögmálið eða frönsku byltinguna á móðurmáli sínu er mun auðveldara að fylgjast með í tímum og reyna að átta sig á því sem stendur í íslensku kennslubókinni. Bónusinn við þessa leið er að nemandi eykur líka færni í móðurmálinu og foreldrar fylgjast betur með námi barna sinna. Við verðum líka að taka tillit til þess á prófum að nemendur geta ekki allir gert grein fyrir þeirri þekkingu sem þeir hafa aflað sér á íslensku en þeir gætu gert grein fyrir því sem þeir kunna á öðru máli. Stundum þarf aðstoð túlks en í sumum tilvikum má nota þýðingarvélar ef tungumálið er kennaranum framandi. Við verðum alltaf að vera meðvituð um hvort við erum að prófa íslenskukunnáttu eða þekkingu í námsgreininni. Engir tveir nemendur eru eins og það sem hentar einum hentar ekki öðrum. Við verðum að leita lausna með hverjum og einum nemenda sem kemur úr öðru málumhverfi. Það eru kennarar að gera í dag og það munu kennarar alltaf gera. Ein leiðin er að nýta móðurmál nemendanna sem leið að aukinni þekkingu og á sama tíma sem leið að íslenskunni. Móðurmálið fylgir fjölskyldum svo nemendur þurfa að fá þjálfun á því máli ekki síður en nýja málinu. Fjölskyldur flytja á milli landa til náms eða í leit að tækifærum. Þannig er nútíminn. Það er mikilvægt fyrir fólk sem flytur milli landa að viðhalda móðurmáli sínu og þjálfa það áfram, bæði til þess að það eigi sér traustan tungumálagrunn en líka vegna þess að nám í nýju tungumáli byggir á grunni móðurmálsins Við höfum sem þjóð valið að íslenska sé opinbert mál á Íslandi og viljum að hún haldi áfram að þjóna sem slík. Vonandi tekur íslensk þjóð nógu vel á móti innflytjendum til að sem flestir þeirra vilji setjast hér að til frambúðar og velji að læra okkar ylhýra og yndislega mál. Höfundur er íslenskukennari og rithöfundur.
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun