Erlend þjófagengi herja á verslanir Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. september 2024 19:01 Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og Benedikt S. Benediktsson framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Þeir segja að þjófagengi herji á verslanir, Þá hafa eldri konur orðið fyrir barðinu á skipulögðum glæpahópum. Vísir/samsett Erlend þjófagengi herja á verslanir hér á landi en á síðasta ári var stolið fyrir fjóra milljarða í matvörubúðun. Þá hafa eldri konur orðið sérstaklega fyrir barðinu á skipulögðum glæpahópum í verslunum. Þjófagengi hafa undanfarna mánuði herjað á verslanir eins og reiðhjólabúðir og raftækjaverslanir, en lögregla handtók hóp fólks í gær sem er grunaður um að hafa stolið varningi og fjármunum fyrir tugi milljóna króna í Elko. Matvöruverslanir hafa ekki farið varhluta af þessari þróun. Á þessu ári er fjöldi þjófnaraðmála hjá lögreglu þegar orðinn 872 en voru 717 allt síðasta ár. Verslunin hefur miklar áhyggjur Benedikt S. Benediktsson framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir félagsmenn sína hafa miklar áhyggjur af þessari þróun. „Þetta eru mun skipulagðari glæpir en áður og virðast frekar vera á höndum erlendra aðila. Þetta eru ekki lengur þessir smáþjófnaðir sem hafa komið upp reglulega heldur er umfangið og tíðnin að aukast mjög mikið.“ segir hann. Þjófarnir setji gjarnan upp leikrit. „Gengin eru með ákveðið kerfi þar sem menn koma inn í stórum hópum. Þar hafa t.d. einn til tveir það hlutverk að ná í vörur en hinir villa um fyrir starfsfólki svo auðveldara sé að koma vörunum undan,“ segir hann. Milljarða tjón Benedikt segir að það hafi líka orðið breyting á því hverju sé stolið. „Þetta er að færast yfir í aðrar vörur en venjulega. Áður höfðu smáþjófar áhuga á ilmvötnum og rakvélablöðum en með þessari þróun hefur t.d. dýrt kjöt meira horfið úr verslunum,“ segir hann. Benedikt segir að stundum sé varningurinn fluttur úr landi í gámum en ekki alltaf. Við höfum heyrt af tilvikum þar sem vara eins og kjöt hefur verið selt hér innanlands. Jafnvel nýtt í atvinnustarfsemi eins og veitingahús. Hvort sem kaupandinn veit af því eða ekki. Á síðasta ári var stolið úr búðum fyrir um fjóra milljarða og um mitt þetta ár hefur þegar verið stolið vörum fyrir allt að þrjá milljarða. Það fer út í verðlag. „Það er almenningur sem greiðir fyrir þessi tilvik þar sem þjófnaður á sér stað, það leggst ofan á vöruverð,“ segir hann. Þjófgengi ræna af eldri konum Lögreglan hefur tvisvar á síðustu vikum varað við þjófagengjum á Facebook sem herja á eldar fólki í verslunum. Þá hafa Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu varað sérstaklega við slíkum þjófnuðum. Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu veit um fimm slík tilvik á nokkrum vikum. Um sé að ræða skipulagða starfsemi af hálfu þjófagengja. „Þjófarnir eru þá gjarnan nokkrir saman í hóp og aðgerðin er klárlega skipulög. Í þessum tilvikum sem hafa komið upp nýlega eru þetta erlendir aðilar. Þeir hafa verið að beina spjótum sínum að eldri konum um áttrætt. Benedikt kannast líka við slík tilvik. „Menn hafa verið gripnir við það að horfa yfir öxlina á eldri borgurum og virðast vera að safna frá þeim pinnúmerum,“ segir Benedikt. „Shoulder surfing“ Skúli segir að aðferðin felist í því að þjófurinn horfi yfir öxlina á á einstaklingi sem er að greiða fyrir vöru eða taka út úr hraðbanka fyrir framan hann og fylgist með þegar hann stimplar inn leyninúmer í greiðsluvél. Fyrirbærið er þekkt erlendis og kallast Shoulder surfing. Þjófurinn hnuplar svo kortinu, fer í næsta hraðbanka og tekur út háar fjárhæðir. Oft eru fleiri með sem hafa það hlutverk að trufla svo auðveldara sé að stela korti eða tösku af fórnarlambinu. Skúli segir að þjófum hafi tekist að ná háum fjárhæðum af fólki á þennan hátt. „Ég veit af eldri konu sem var rænd um 400 hundruð þúsund krónur á þennan hátt. Þessar upphæðir hlaupa á hundruðum þúsunda króna,“ segir Benedikt. Lögreglumál Verslun Eldri borgarar Þjófnaður í Elko Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Sjá meira
Þjófagengi hafa undanfarna mánuði herjað á verslanir eins og reiðhjólabúðir og raftækjaverslanir, en lögregla handtók hóp fólks í gær sem er grunaður um að hafa stolið varningi og fjármunum fyrir tugi milljóna króna í Elko. Matvöruverslanir hafa ekki farið varhluta af þessari þróun. Á þessu ári er fjöldi þjófnaraðmála hjá lögreglu þegar orðinn 872 en voru 717 allt síðasta ár. Verslunin hefur miklar áhyggjur Benedikt S. Benediktsson framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir félagsmenn sína hafa miklar áhyggjur af þessari þróun. „Þetta eru mun skipulagðari glæpir en áður og virðast frekar vera á höndum erlendra aðila. Þetta eru ekki lengur þessir smáþjófnaðir sem hafa komið upp reglulega heldur er umfangið og tíðnin að aukast mjög mikið.“ segir hann. Þjófarnir setji gjarnan upp leikrit. „Gengin eru með ákveðið kerfi þar sem menn koma inn í stórum hópum. Þar hafa t.d. einn til tveir það hlutverk að ná í vörur en hinir villa um fyrir starfsfólki svo auðveldara sé að koma vörunum undan,“ segir hann. Milljarða tjón Benedikt segir að það hafi líka orðið breyting á því hverju sé stolið. „Þetta er að færast yfir í aðrar vörur en venjulega. Áður höfðu smáþjófar áhuga á ilmvötnum og rakvélablöðum en með þessari þróun hefur t.d. dýrt kjöt meira horfið úr verslunum,“ segir hann. Benedikt segir að stundum sé varningurinn fluttur úr landi í gámum en ekki alltaf. Við höfum heyrt af tilvikum þar sem vara eins og kjöt hefur verið selt hér innanlands. Jafnvel nýtt í atvinnustarfsemi eins og veitingahús. Hvort sem kaupandinn veit af því eða ekki. Á síðasta ári var stolið úr búðum fyrir um fjóra milljarða og um mitt þetta ár hefur þegar verið stolið vörum fyrir allt að þrjá milljarða. Það fer út í verðlag. „Það er almenningur sem greiðir fyrir þessi tilvik þar sem þjófnaður á sér stað, það leggst ofan á vöruverð,“ segir hann. Þjófgengi ræna af eldri konum Lögreglan hefur tvisvar á síðustu vikum varað við þjófagengjum á Facebook sem herja á eldar fólki í verslunum. Þá hafa Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu varað sérstaklega við slíkum þjófnuðum. Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu veit um fimm slík tilvik á nokkrum vikum. Um sé að ræða skipulagða starfsemi af hálfu þjófagengja. „Þjófarnir eru þá gjarnan nokkrir saman í hóp og aðgerðin er klárlega skipulög. Í þessum tilvikum sem hafa komið upp nýlega eru þetta erlendir aðilar. Þeir hafa verið að beina spjótum sínum að eldri konum um áttrætt. Benedikt kannast líka við slík tilvik. „Menn hafa verið gripnir við það að horfa yfir öxlina á eldri borgurum og virðast vera að safna frá þeim pinnúmerum,“ segir Benedikt. „Shoulder surfing“ Skúli segir að aðferðin felist í því að þjófurinn horfi yfir öxlina á á einstaklingi sem er að greiða fyrir vöru eða taka út úr hraðbanka fyrir framan hann og fylgist með þegar hann stimplar inn leyninúmer í greiðsluvél. Fyrirbærið er þekkt erlendis og kallast Shoulder surfing. Þjófurinn hnuplar svo kortinu, fer í næsta hraðbanka og tekur út háar fjárhæðir. Oft eru fleiri með sem hafa það hlutverk að trufla svo auðveldara sé að stela korti eða tösku af fórnarlambinu. Skúli segir að þjófum hafi tekist að ná háum fjárhæðum af fólki á þennan hátt. „Ég veit af eldri konu sem var rænd um 400 hundruð þúsund krónur á þennan hátt. Þessar upphæðir hlaupa á hundruðum þúsunda króna,“ segir Benedikt.
Lögreglumál Verslun Eldri borgarar Þjófnaður í Elko Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Sjá meira