Spá 7,5 prósent stýrivöxtum í lok 2025 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. september 2024 14:16 Jón Bjarki Bentsson er aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Greining Íslandsbanka spáir því að stýrivextir verði komnir í 8,25 prósent um mitt næsta ár, 7,5 prósent í lok árs 2025 og niður í 5,5 prósent í lok árs 2026. Þetta kemur fram nýrri þjóðhagsspá bankans. Stýrivexti eru í dag 9,25 prósent og hafa verið óbreyttir í meira en ár. Í spánni segir að eftir mikinn hagvaxtarkipp árin 2021-2022 hafi dregið umtalsvert úr vextinum eftir því sem leið á árið 2023. „Loðnubrestur setti sterkan svip á þróunina en mótbyr í öðrum útflutningi hafði einnig áhrif ásamt því að einkaneysla skrapp saman. Hljóðar spá okkar nú upp á 0,3% hagvöxt í ár en árið markar í raun hagsveifluskil þótt líklega verði ekki samdráttur á ársgrundvelli.“ Útlit sé fyrir 1,2% hagvöxt árið 2025 þar sem einkaneysla og útflutningur sæki í sig veðrið. Krónan styrki sig „En á móti er útlit fyrir nánast óbreytta fjárfestingu milli ára. Árið 2026 er útlit fyrir 2,5% hagvöxt en hraðari vaxtartaktur skýrist ekki síst af auknum fjárfestingarhug fyrirtækja með lækkandi vaxtastigi og hraðari kaupmáttarvexti heimila eftir því sem verðbólga hjaðnar.“ Eftir bakslag í vexti ferðaþjónustu og lítilsháttar samdrátt í útflutningi á fiski og áli í ár sé útlit fyrir tímabundinn viðskiptahalla. „Á næstu tveimur árum er hins vegar von á hóflegum vexti í útflutningi bæði vöru og þjónustu. Vöxturinn byggir meðal annars á auknum útflutningi eldisfisks, vexti í botnfiskafla, minni áhrifum af skerðingu orku á álútflutning og auknum útflutningi á lyfjum og hátæknivörum. Við spáum því að viðskiptahalli verði 1,1% af VLF í ár en jafnvægi komist á utanríkisviðskipti árin 2025 og 2026. Batnandi viðskiptajöfnuður og innflæði í fjárfestingar koma til með að styðja við gengi krónu á spátímanum og horfur eru á 2% hærra gengi krónu í lok spátímans en það var í lok ágúst 2024.“ Verðbólga helmingist á tveimur árum Vegurinn í átt að verðbólgumarkmiði hafi verið holóttur en verðbólga þó hjaðnað þokkalega það sem af sé þessu ári. Útlit sé fyrir hraustlegri hjöðnun er líði á spátímann. „Stöðugra verðlag erlendis, minni eftirspurnarþrýstingur og hófsamir kjarasamningar stuðla ekki síst að þeirri hjöðnun. Verðbólga mun mælast 6% að jafnaði á þessu ári en hjaðna niður í 3% á spátímanum. Útlit er fyrir að verðbólga komist inn fyrir efri vikmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabankans á fyrri hluta næsta árs.“ Þrálát verðbólga og seigla í hagkerfinu hafi tafið fyrir vaxtalækkun en hægfara vaxtalækkunarferli gæti þó hafist á lokafjórðungi þessa árs. Því er spáð að stýrivextir verði 9,0 prósent um áramótin. „Vaxtalækkunarferlinu mun trúlega ljúka með stýrivexti nærri 5,5%, sem við teljum líklega nærri jafnvægisvöxtum um þessar mundir.“ Íslandsbanki Verðlag Seðlabankinn Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Þröstur tekur við Bændablaðinu Viðskipti innlent Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum Viðskipti innlent Bankarnir byrji í brekku Viðskipti innlent Almenningur fær forgang og lægsta verðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Sjá meira
Í spánni segir að eftir mikinn hagvaxtarkipp árin 2021-2022 hafi dregið umtalsvert úr vextinum eftir því sem leið á árið 2023. „Loðnubrestur setti sterkan svip á þróunina en mótbyr í öðrum útflutningi hafði einnig áhrif ásamt því að einkaneysla skrapp saman. Hljóðar spá okkar nú upp á 0,3% hagvöxt í ár en árið markar í raun hagsveifluskil þótt líklega verði ekki samdráttur á ársgrundvelli.“ Útlit sé fyrir 1,2% hagvöxt árið 2025 þar sem einkaneysla og útflutningur sæki í sig veðrið. Krónan styrki sig „En á móti er útlit fyrir nánast óbreytta fjárfestingu milli ára. Árið 2026 er útlit fyrir 2,5% hagvöxt en hraðari vaxtartaktur skýrist ekki síst af auknum fjárfestingarhug fyrirtækja með lækkandi vaxtastigi og hraðari kaupmáttarvexti heimila eftir því sem verðbólga hjaðnar.“ Eftir bakslag í vexti ferðaþjónustu og lítilsháttar samdrátt í útflutningi á fiski og áli í ár sé útlit fyrir tímabundinn viðskiptahalla. „Á næstu tveimur árum er hins vegar von á hóflegum vexti í útflutningi bæði vöru og þjónustu. Vöxturinn byggir meðal annars á auknum útflutningi eldisfisks, vexti í botnfiskafla, minni áhrifum af skerðingu orku á álútflutning og auknum útflutningi á lyfjum og hátæknivörum. Við spáum því að viðskiptahalli verði 1,1% af VLF í ár en jafnvægi komist á utanríkisviðskipti árin 2025 og 2026. Batnandi viðskiptajöfnuður og innflæði í fjárfestingar koma til með að styðja við gengi krónu á spátímanum og horfur eru á 2% hærra gengi krónu í lok spátímans en það var í lok ágúst 2024.“ Verðbólga helmingist á tveimur árum Vegurinn í átt að verðbólgumarkmiði hafi verið holóttur en verðbólga þó hjaðnað þokkalega það sem af sé þessu ári. Útlit sé fyrir hraustlegri hjöðnun er líði á spátímann. „Stöðugra verðlag erlendis, minni eftirspurnarþrýstingur og hófsamir kjarasamningar stuðla ekki síst að þeirri hjöðnun. Verðbólga mun mælast 6% að jafnaði á þessu ári en hjaðna niður í 3% á spátímanum. Útlit er fyrir að verðbólga komist inn fyrir efri vikmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabankans á fyrri hluta næsta árs.“ Þrálát verðbólga og seigla í hagkerfinu hafi tafið fyrir vaxtalækkun en hægfara vaxtalækkunarferli gæti þó hafist á lokafjórðungi þessa árs. Því er spáð að stýrivextir verði 9,0 prósent um áramótin. „Vaxtalækkunarferlinu mun trúlega ljúka með stýrivexti nærri 5,5%, sem við teljum líklega nærri jafnvægisvöxtum um þessar mundir.“
Íslandsbanki Verðlag Seðlabankinn Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Þröstur tekur við Bændablaðinu Viðskipti innlent Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum Viðskipti innlent Bankarnir byrji í brekku Viðskipti innlent Almenningur fær forgang og lægsta verðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Sjá meira