Gummi Emil feginn að ekki fór verr eftir misheppnaðan sveppatúr Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. september 2024 10:21 Gummi Emil segir mikla mildi að ekki fór verr og þakkar lögreglu og heilbrigðisstarfsfólki. Vísir Guðmundur Emil Jóhannsson, einkaþjálfari og áhrifavaldur, hefur stigið fram og greint frá því að hann sé maðurinn sem var handtekinn á Suðurlandsvegi í gær, þar sem hann gekk nakinn í veg fyrir bíla. Í færslu á Instagram segist Guðmundur, oftast þekktur sem Gummi Emil, sjá sér þann kost vænstan að upplýsa almenning um það sem gerðist í gær. Hann hafi ákveðið að fara í svokallaðan „sveppatúr“ ásamt tveimur öðrum. „Þetta átti að standa frá ca 8:00 um morgun til kl 14:00. Þetta gera menn og konur til að leita innávið og hefur oft á tíðum skilað góðum árangri,“ skrifar Guðmundur. View this post on Instagram A post shared by Guðmundur Emil Hercules Jóhannsson (@gummiemil) Í þessum aðstæðum sé nauðsynlegt að fólk sé undir eftirliti einhverra sem séu alsgáðir og vel með á nótunum. „Það varð ekki raunin á þessum örlagaríka sunnudegi og það sem gerðist frá því ég tek þessa sveppi og ég ranka við mér á bráðadeild Landspítalans er mér nánast hulið. Það sem ég veit eftirá er að lögreglan bjargar mér af Suðurlandsvegi þar sem ég geng alsnakinn eftir miðjum veginum,“ skrifar Guðmundur. Þakklátur lögreglu og heilbrigðisstarfsfólki Hann segir mikla mildi að ekki fór verr fyrir honum eða öðrum. Hann sé þakklátur löggæslu og starfsfólki bráðamóttöku fyrir hjálp þeirra. „Það er nokkuð ljóst að ekki verður farið í svona meðferð á næstunni og verður að brýna fyrir fólki að takast ekki á við ferðalag sem þetta nema með fagaðilum sem kunna til verka því í þetta sinn er það alger guðsmildi að ekki fór verr.“ Hann bætir við að auðvitað sé best að anda djúpt að sér góða loftinu hér á Íslandi, og láta þar staðar numið, auk þess sem hann þakkar skilning fólks. Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Gekk nakinn í veg fyrir bíla á Suðurlandsvegi Maður sem gekk nakinn eftir Suðurlandsvegi milli Rauðhóla og afleggjarans að Hólmsheiði var fluttur af lögreglu á bráðamóttökuna vegna andlegs ástands. 22. september 2024 15:20 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Fleiri fréttir Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Sjá meira
Í færslu á Instagram segist Guðmundur, oftast þekktur sem Gummi Emil, sjá sér þann kost vænstan að upplýsa almenning um það sem gerðist í gær. Hann hafi ákveðið að fara í svokallaðan „sveppatúr“ ásamt tveimur öðrum. „Þetta átti að standa frá ca 8:00 um morgun til kl 14:00. Þetta gera menn og konur til að leita innávið og hefur oft á tíðum skilað góðum árangri,“ skrifar Guðmundur. View this post on Instagram A post shared by Guðmundur Emil Hercules Jóhannsson (@gummiemil) Í þessum aðstæðum sé nauðsynlegt að fólk sé undir eftirliti einhverra sem séu alsgáðir og vel með á nótunum. „Það varð ekki raunin á þessum örlagaríka sunnudegi og það sem gerðist frá því ég tek þessa sveppi og ég ranka við mér á bráðadeild Landspítalans er mér nánast hulið. Það sem ég veit eftirá er að lögreglan bjargar mér af Suðurlandsvegi þar sem ég geng alsnakinn eftir miðjum veginum,“ skrifar Guðmundur. Þakklátur lögreglu og heilbrigðisstarfsfólki Hann segir mikla mildi að ekki fór verr fyrir honum eða öðrum. Hann sé þakklátur löggæslu og starfsfólki bráðamóttöku fyrir hjálp þeirra. „Það er nokkuð ljóst að ekki verður farið í svona meðferð á næstunni og verður að brýna fyrir fólki að takast ekki á við ferðalag sem þetta nema með fagaðilum sem kunna til verka því í þetta sinn er það alger guðsmildi að ekki fór verr.“ Hann bætir við að auðvitað sé best að anda djúpt að sér góða loftinu hér á Íslandi, og láta þar staðar numið, auk þess sem hann þakkar skilning fólks.
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Gekk nakinn í veg fyrir bíla á Suðurlandsvegi Maður sem gekk nakinn eftir Suðurlandsvegi milli Rauðhóla og afleggjarans að Hólmsheiði var fluttur af lögreglu á bráðamóttökuna vegna andlegs ástands. 22. september 2024 15:20 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Fleiri fréttir Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Sjá meira
Gekk nakinn í veg fyrir bíla á Suðurlandsvegi Maður sem gekk nakinn eftir Suðurlandsvegi milli Rauðhóla og afleggjarans að Hólmsheiði var fluttur af lögreglu á bráðamóttökuna vegna andlegs ástands. 22. september 2024 15:20