„Við verðum að fylgja lögum“ Hópur listafólks skrifar 23. september 2024 11:03 „Öll börn eru jöfn. Aldrei skal koma fram við barn af óréttlæti.“ „Börn sem þurfa að flýja heimaland sitt sem flóttamenn eiga rétt á vernd og stuðningi við að nýta sér þau réttindi sem þau eiga samkvæmt Barnasáttmálanum í nýja landinu.“ „Stjórnvöld eiga að vernda börn gegn ofbeldi, misbeitingu og vanrækslu af hendi allra þeirra sem annast þau.“ Barnasáttmáli Sameinuðu Þjóðanna er skýr. Hann þarf að vera það því honum er ætlað hið mikilvæga hlutverk á heimsvísu, að vernda öll börn. Það er því óbærilegt að íslensk stjórnvöld skuli þráfalt brjóta þennan sáttmála og vísvitandi skjóta sér undan ábyrgð gagnvart börnum með því að fela sig á bak við reglugerð um vegabréfsáritanir frá Dyflinni. „Börn eiga rétt á vernd í stríði.“ Við erum hópur einstaklinga sem störfum við barnamenningu og látum okkur hana varða. Við vinnum með Barnasáttmálann að leiðarljósi og höfum kynnt okkur hann rækilega. Við leggjum okkur fram við að kynna hann fyrir börnum, foreldrum og fólki á vinnustöðum okkar. Auk þess er Barnasáttmálinn er kenndur í öllum grunnskólum landsins. Það er því þungbært að fylgjast ítrekað með því þegar Barnasáttmálinn er brotinn. Þegar löggjafar- og framkvæmdarvaldið í landinu brýtur gegn tólf ára barni í viðkvæmustu stöðu. Langveiku barni er með grófri lögregluaðgerð vísað úr landi ásamt fjölskyldu sinni - barni sem er á flótta undan skelfilegum stríðsátökum. Í kjölfarið koma ráðherrar ríkisstjórnarinnar fram og endurtaka hver á eftir öðrum: „það verður bara að fylgja lögum.“ Og við þessi orð: „að fylgja lögum“ þá brestur eitthvað innra með okkur. Eru alþjóðleg lög til verndar börnum bara hentistefna á tyllidögum? Eru þau einskis virði gagnvart tilfallandi reglugerðum? Nei. Það eru þau ekki og eiga aldrei að vera. Barnasáttmálinn á að vera leiðarstef í öllum aðgerðum stjórnvalda þar sem börn eiga í hlut. Til þess var hann saminn á sínum tíma og sendur af stað út í heim. Sáttmálinn var lögfestur á Alþingi árið 2013. Með þeirri lögfestu skuldbinda stjórnvöld sig til þess að gæta þess að öll börn njóti allra þeirra réttinda sem þar eru upp talin. Barnasáttmálanum var þannig ætlað að ná yfir öll önnur lög þegar taka þarf ákvarðanir sem snerta börn. Við fögnum umræðunni sem hefur átt sér stað undanfarnar vikur um mikilvægi þess að hlúa sérstaklega að börnum þessa lands. Það er og verður hlutverk okkar allra. En um leið hvetjum við stjórnvöld og öll þau sem fara með vald yfir velferð barna til að sækja sér réttindafræðslu UNICEF. Með aukinni þekkingu á réttindum barna er vernd þeirra og umönnun betur tryggð í samfélaginu. Við skorum á ráðamenn, löggæslu og öll þau sem koma að málum barna að kynna sér Barnasáttmálann og virða hann í verki sem og önnur lög sem gilda um velferð og réttindi barna. Við getum ekki breytt því sem gerðist síðastliðinn mánudag. Gert er gert. En við biðlum til ráðamanna að læra af mistökum. Það sem Yazan Tamimi gekk í gegnum þessa nótt má aldrei endurtaka sig. Aude Busson, sviðslistakona og verkefnastjóri Ása Berglind Hjálmarsdóttir, verkefnastjóri dagskrárgerðar Bergur Þór Ingólfsson, leikari og leikstjóri Eva Signý Berger, leikmynda- og búningahönnuður Einar Aron, töframaður og félagsráðgjafi Gunnar Helgason, rithöfundur Ilmur Kristjánsdóttir, leikkona Ingibjörg Fríða Helgadóttir, tónlistar- og dagskrárgerðakona Kristín Helga Gunnarsdóttir, rithöfundur Maríanna Clara Lúthersdóttir, leikkona og dramatúrg Sigríður Sunna Reynisdóttir, sviðslistakona og hönnuður Sóley Stefánsdóttir, tónlistarkona Tinna Grétarsdóttir, dansari og danshöfundur Þórunn Arna Kristjánsdóttir, leikstjóri og leikkona Ævar Þór Benediktsson, leikari, rithöfundur og sendiherra UNICEF Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mál Yazans Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
„Öll börn eru jöfn. Aldrei skal koma fram við barn af óréttlæti.“ „Börn sem þurfa að flýja heimaland sitt sem flóttamenn eiga rétt á vernd og stuðningi við að nýta sér þau réttindi sem þau eiga samkvæmt Barnasáttmálanum í nýja landinu.“ „Stjórnvöld eiga að vernda börn gegn ofbeldi, misbeitingu og vanrækslu af hendi allra þeirra sem annast þau.“ Barnasáttmáli Sameinuðu Þjóðanna er skýr. Hann þarf að vera það því honum er ætlað hið mikilvæga hlutverk á heimsvísu, að vernda öll börn. Það er því óbærilegt að íslensk stjórnvöld skuli þráfalt brjóta þennan sáttmála og vísvitandi skjóta sér undan ábyrgð gagnvart börnum með því að fela sig á bak við reglugerð um vegabréfsáritanir frá Dyflinni. „Börn eiga rétt á vernd í stríði.“ Við erum hópur einstaklinga sem störfum við barnamenningu og látum okkur hana varða. Við vinnum með Barnasáttmálann að leiðarljósi og höfum kynnt okkur hann rækilega. Við leggjum okkur fram við að kynna hann fyrir börnum, foreldrum og fólki á vinnustöðum okkar. Auk þess er Barnasáttmálinn er kenndur í öllum grunnskólum landsins. Það er því þungbært að fylgjast ítrekað með því þegar Barnasáttmálinn er brotinn. Þegar löggjafar- og framkvæmdarvaldið í landinu brýtur gegn tólf ára barni í viðkvæmustu stöðu. Langveiku barni er með grófri lögregluaðgerð vísað úr landi ásamt fjölskyldu sinni - barni sem er á flótta undan skelfilegum stríðsátökum. Í kjölfarið koma ráðherrar ríkisstjórnarinnar fram og endurtaka hver á eftir öðrum: „það verður bara að fylgja lögum.“ Og við þessi orð: „að fylgja lögum“ þá brestur eitthvað innra með okkur. Eru alþjóðleg lög til verndar börnum bara hentistefna á tyllidögum? Eru þau einskis virði gagnvart tilfallandi reglugerðum? Nei. Það eru þau ekki og eiga aldrei að vera. Barnasáttmálinn á að vera leiðarstef í öllum aðgerðum stjórnvalda þar sem börn eiga í hlut. Til þess var hann saminn á sínum tíma og sendur af stað út í heim. Sáttmálinn var lögfestur á Alþingi árið 2013. Með þeirri lögfestu skuldbinda stjórnvöld sig til þess að gæta þess að öll börn njóti allra þeirra réttinda sem þar eru upp talin. Barnasáttmálanum var þannig ætlað að ná yfir öll önnur lög þegar taka þarf ákvarðanir sem snerta börn. Við fögnum umræðunni sem hefur átt sér stað undanfarnar vikur um mikilvægi þess að hlúa sérstaklega að börnum þessa lands. Það er og verður hlutverk okkar allra. En um leið hvetjum við stjórnvöld og öll þau sem fara með vald yfir velferð barna til að sækja sér réttindafræðslu UNICEF. Með aukinni þekkingu á réttindum barna er vernd þeirra og umönnun betur tryggð í samfélaginu. Við skorum á ráðamenn, löggæslu og öll þau sem koma að málum barna að kynna sér Barnasáttmálann og virða hann í verki sem og önnur lög sem gilda um velferð og réttindi barna. Við getum ekki breytt því sem gerðist síðastliðinn mánudag. Gert er gert. En við biðlum til ráðamanna að læra af mistökum. Það sem Yazan Tamimi gekk í gegnum þessa nótt má aldrei endurtaka sig. Aude Busson, sviðslistakona og verkefnastjóri Ása Berglind Hjálmarsdóttir, verkefnastjóri dagskrárgerðar Bergur Þór Ingólfsson, leikari og leikstjóri Eva Signý Berger, leikmynda- og búningahönnuður Einar Aron, töframaður og félagsráðgjafi Gunnar Helgason, rithöfundur Ilmur Kristjánsdóttir, leikkona Ingibjörg Fríða Helgadóttir, tónlistar- og dagskrárgerðakona Kristín Helga Gunnarsdóttir, rithöfundur Maríanna Clara Lúthersdóttir, leikkona og dramatúrg Sigríður Sunna Reynisdóttir, sviðslistakona og hönnuður Sóley Stefánsdóttir, tónlistarkona Tinna Grétarsdóttir, dansari og danshöfundur Þórunn Arna Kristjánsdóttir, leikstjóri og leikkona Ævar Þór Benediktsson, leikari, rithöfundur og sendiherra UNICEF
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun