„Mikilvægt að við þorum að vera við sjálfir“ Ólafur Þór Jónsson skrifar 22. september 2024 17:20 Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari KR líflegur á hliðarlínunni að vanda. Vísir/Viktor Freyr KR og Vestri gerðu 2-2 jafntefli í fallslag liðanna í neðri hluta Bestu deildar karla. KR komst tvisvar yfir í dag en Vestri jafnaði og niðurstaðan jafntefli. Óskar Hrafn Þorvaldsson var ánæður með sitt lið en svekktur með að fá ekki stigin þrjú er Vísir ræddi við hann eftir leik. „Það er auðvitað fúlt að þeir jafna tvisvar. Mér fannst við gera mikið meira en nóg til að vinna þennan leik. Við stjórnum honum allan tíman og mér fannst Vestri vera í basli allan leikinn. Það var bara eitt lið á vellinum. Við hleypum þeim inní þetta með nokkrum röngum ákvörðunum á boltanum. Heilt yfir í leik þar sem yfirburðirnir eru það miklir þá vill maður sjá þrjú stig fylgja með þar.“ sagði Óskar um leik dagsins og bætti við um frammistöðu síns liðs: „Ég met hana þannig að við mætum á völl sem er lúinn eftir sumarið og spilum á köflum fínan fótbolta. Höldum vel í boltann og komum okkur í góðar stöður. Varnarleikurinn að stærstum hluta leiksins fannst mér agaður. Klárlega eitthvað sem við getum byggt á.“ Þjálfarar liðanna voru greinilega ósammála um gang leiksins þar sem þeir töldu báðir að þeir hefði gert nóg til að vinna. Þegar Óskar var inntur eftir viðbrögðum við því að Davíð Smári þjálfari Vestra taldi sitt lið eiga sigur skilið sagði hann. „Get svosem ekki farið að telja upp færin. Mér fannst við fá fullt færum í þessum leik. Auðvitað fær Andri Rúnar gott færi í lokin en þá var það líka þannig að við ætluðum að sækja þrjú stig og orðnir býsna opnir.“ sagði Óskar og bætti við: „Ég ætla ekkert að fara að metast við Davíð Smára um hvor átti sigurinn skilið. Þetta voru bara gjörólíkir hættir á að nálgast fótboltaleik. Annað liðið vill halda í boltann en hitt liðið vill alls ekki vera með boltann. Ég ber virðingu fyrir því, þeir eru fínir í því. Þeir eru með gæða leikmenn sem geta refsað okkur. Hann segir það sem hann vill segja og ég áskil mér rétt til að vera ósammála honum. Enda sjáum við fótbolta á gjörólíkan hátt.“ KR var sterkari aðilinn framan af leik en það var nokkuð ljóst að eftir klukkustundar leik greip nokkuð stress um sig og uppspil liðsins varð tættara. Óskar var sammála því og sagði: „Það má alveg til sannsvegar færa að saga þeirra leikja þar sem hafa verið jafnir hefur verið við liðin í kringum okkur. Það hefur verið svolítið þannig að við höfum verið mjög sterkir í fyrri hálfleik en svo einmitt í kringum 60. mínútu hefur gripið um sig einhver hræðsla eða ótti.“ „Ég talaði um það fyrir leikinn að ótti væri góður drifkraftur en hann er jafn vondur þegar hann tekur yfir. Það er hluti af veseninu. En mér fannst við vinna okkur vel og hratt inní leikinn eftir að við missum smá tökin á honum. Það hefði verið auðvelt að hætta og gefast upp eftir að þeir jafna en við gerðum það ekki. Ég er stoltur af liðinu í dag.“ Guy Smit var að mati blaðamanns besti maður vallarins þar sem hann varði þrisvar vel í leiknum og bjargaði meðal annars KR frá tapi með vörslu í uppbótartíma. Smit var gagnrýndur harðlega í upphafi móts fyrir frammistöðu sína. „Hann hefur verið feykilega öflugur síðan ég tók við. Hann var auðvelt skotmark snemma á tímabilinu en hann hefur verið mjög góður á æfingum og í leikjum. Ég hef verið mjög ánægður með hann síðan ég tók við.“ Næsti leikur KR er heimaleikur gegn Fram þar sem Rúnar Kristinsson snýr í fyrsta sinn aftur á Meistaravelli sem þjálfari andstæðinga. Óskar var mjög spenntur fyrir viðureigninni og taldi sig vita hvað þurfi að gera í undirbúningnum fyrir leikinn: „Það verður erfiður leikur. Rúnar hefur verið að gera góða hluti uppí Úlfarsársdal eins og hann gerði hér í Vesturbæ. Hann er auðvitað frábær þjálfari. Við hlökkum til að taka höfðinglega á móti honum fyrir leik og síðan koma 90 mínútur og svo verður honum vel fagnað eftir leik. Fram liðið er vel skipulagt og með góða einstaklinga.“ „Við þurfum að vera uppá okkar allra besta og vera einbeittir til að eiga möguleika. Við þurfum að finna eitthvað jafnvægi milli þess að þora að spila boltanum og þora að halda í hann vegna þess að við erum betri með boltann heldur en að elta hann. Það er mikilvægt að við þorum að vera við sjálfir.“ sagði Óskar að lokum. Besta deild karla KR Vestri Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Sjá meira
Óskar Hrafn Þorvaldsson var ánæður með sitt lið en svekktur með að fá ekki stigin þrjú er Vísir ræddi við hann eftir leik. „Það er auðvitað fúlt að þeir jafna tvisvar. Mér fannst við gera mikið meira en nóg til að vinna þennan leik. Við stjórnum honum allan tíman og mér fannst Vestri vera í basli allan leikinn. Það var bara eitt lið á vellinum. Við hleypum þeim inní þetta með nokkrum röngum ákvörðunum á boltanum. Heilt yfir í leik þar sem yfirburðirnir eru það miklir þá vill maður sjá þrjú stig fylgja með þar.“ sagði Óskar um leik dagsins og bætti við um frammistöðu síns liðs: „Ég met hana þannig að við mætum á völl sem er lúinn eftir sumarið og spilum á köflum fínan fótbolta. Höldum vel í boltann og komum okkur í góðar stöður. Varnarleikurinn að stærstum hluta leiksins fannst mér agaður. Klárlega eitthvað sem við getum byggt á.“ Þjálfarar liðanna voru greinilega ósammála um gang leiksins þar sem þeir töldu báðir að þeir hefði gert nóg til að vinna. Þegar Óskar var inntur eftir viðbrögðum við því að Davíð Smári þjálfari Vestra taldi sitt lið eiga sigur skilið sagði hann. „Get svosem ekki farið að telja upp færin. Mér fannst við fá fullt færum í þessum leik. Auðvitað fær Andri Rúnar gott færi í lokin en þá var það líka þannig að við ætluðum að sækja þrjú stig og orðnir býsna opnir.“ sagði Óskar og bætti við: „Ég ætla ekkert að fara að metast við Davíð Smára um hvor átti sigurinn skilið. Þetta voru bara gjörólíkir hættir á að nálgast fótboltaleik. Annað liðið vill halda í boltann en hitt liðið vill alls ekki vera með boltann. Ég ber virðingu fyrir því, þeir eru fínir í því. Þeir eru með gæða leikmenn sem geta refsað okkur. Hann segir það sem hann vill segja og ég áskil mér rétt til að vera ósammála honum. Enda sjáum við fótbolta á gjörólíkan hátt.“ KR var sterkari aðilinn framan af leik en það var nokkuð ljóst að eftir klukkustundar leik greip nokkuð stress um sig og uppspil liðsins varð tættara. Óskar var sammála því og sagði: „Það má alveg til sannsvegar færa að saga þeirra leikja þar sem hafa verið jafnir hefur verið við liðin í kringum okkur. Það hefur verið svolítið þannig að við höfum verið mjög sterkir í fyrri hálfleik en svo einmitt í kringum 60. mínútu hefur gripið um sig einhver hræðsla eða ótti.“ „Ég talaði um það fyrir leikinn að ótti væri góður drifkraftur en hann er jafn vondur þegar hann tekur yfir. Það er hluti af veseninu. En mér fannst við vinna okkur vel og hratt inní leikinn eftir að við missum smá tökin á honum. Það hefði verið auðvelt að hætta og gefast upp eftir að þeir jafna en við gerðum það ekki. Ég er stoltur af liðinu í dag.“ Guy Smit var að mati blaðamanns besti maður vallarins þar sem hann varði þrisvar vel í leiknum og bjargaði meðal annars KR frá tapi með vörslu í uppbótartíma. Smit var gagnrýndur harðlega í upphafi móts fyrir frammistöðu sína. „Hann hefur verið feykilega öflugur síðan ég tók við. Hann var auðvelt skotmark snemma á tímabilinu en hann hefur verið mjög góður á æfingum og í leikjum. Ég hef verið mjög ánægður með hann síðan ég tók við.“ Næsti leikur KR er heimaleikur gegn Fram þar sem Rúnar Kristinsson snýr í fyrsta sinn aftur á Meistaravelli sem þjálfari andstæðinga. Óskar var mjög spenntur fyrir viðureigninni og taldi sig vita hvað þurfi að gera í undirbúningnum fyrir leikinn: „Það verður erfiður leikur. Rúnar hefur verið að gera góða hluti uppí Úlfarsársdal eins og hann gerði hér í Vesturbæ. Hann er auðvitað frábær þjálfari. Við hlökkum til að taka höfðinglega á móti honum fyrir leik og síðan koma 90 mínútur og svo verður honum vel fagnað eftir leik. Fram liðið er vel skipulagt og með góða einstaklinga.“ „Við þurfum að vera uppá okkar allra besta og vera einbeittir til að eiga möguleika. Við þurfum að finna eitthvað jafnvægi milli þess að þora að spila boltanum og þora að halda í hann vegna þess að við erum betri með boltann heldur en að elta hann. Það er mikilvægt að við þorum að vera við sjálfir.“ sagði Óskar að lokum.
Besta deild karla KR Vestri Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Sjá meira