Ríkisstjórnin seilist í sjóði erfiðisvinnufólks Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 22. september 2024 16:02 Fjárlagaumræðan undanfarna daga hefur afhjúpað algjört skeytingarleysi ríkisstjórnarflokkanna gagnvart kjörum og hagsmunum fólks sem hefur unnið slítandi störf um langa ævi. Um leið gerist ríkisstjórnin sek um það sem verður að teljast annaðhvort alvarlegt skilningsleysi á því hvernig ellilífeyriskerfið virkar eða aum tilraun til að slá ryki í augu eldra fólks. Eins og ég fjallaði um hér á Vísi.is á dögunum vill ríkisstjórnin lækka jöfnunarframlag til lífeyrissjóða vegna örorkugreiðslna um 4,7 milljarða strax á næsta ári og að framlagið falli alfarið niður árið þar á eftir. Ef fer sem horfir verða þannig lífeyrisréttindi í sjóðum verkafólks skert upp undir fjögur prósent. Tvö reikningsdæmi sem ganga ekki upp Formenn Framsóknarflokksins og Vinstri grænna hafa haldið því fram á Alþingi að þessi stórfellda lækkun framlagsins eigi ekki að bitna á sjóðunum þar sem örorka er mikil. En reikningsdæmi ráðherranna gengur ekki upp. Staðreyndin er sú að fimm sjóðir eru með örorkutíðni yfir meðaltali. Þetta eru Gildi, Festa, Stapi, Lífeyrissjóður Vestmannaeyja og Lífeyrissjóður Rangæinga. Í dag njóta þessir sjóðir samtals 66 prósenta af jöfnunarframlaginu. Ríkisstjórnin hyggst skera það niður úr 7,2 milljörðum í 2,5 milljarða, eða í 35 prósent af því sem fyrir var. Slík aðgerð mun eðli máls samkvæmt koma niður á flestum eða öllum þessum sjóðum og launafólki sem hefur greitt í þá. Þetta er ekki eina reikningsdæmi ríkisstjórnarinnar sem gengur ekki upp. Í greinargerð fjárlagafrumvarpsins er því haldið ranglega fram að lítils háttar hækkun almenns frítekjumarks eldri borgara, eftir áralanga raunrýrnun fjárhæðarinnar sem hefur í raun falið í sér stórauknar skerðingar á hverju ári, skili eldra fólki 11.500 kr. kjarabót á mánuði. Hið rétta er að hækkunin, sem nemur 11.500 kr., skilar eldra fólki að jafnaði 5.200 kr. kjarabót á mánuði eða 3.500 kr. eftir skatt. Þetta sjá allir sem hafa lágmarksskilning á skerðingarreglum almannatryggingakerfisins (breytingin felur í sér að 11.500 kr. lífeyrissjóðstekjur sem áður ollu skerðingu á greiðslum TR upp á 5.175 kr. (45%) hætta að gera það). Ég hef farið fram á það við fjármálaráðherra á Alþingi að þessar rangfærslur gagnvart eldra fólki verði leiðréttar, eða að þingið sameinist um að hækka fjárhæð frítekjumarksins þannig að breytingin skili eldra fólki raunverulega þeirri kjarabót sem ríkisstjórnin heldur á lofti. Senda verka- og láglaunafólki reikninginn Ráðherrar hafa afsakað og réttlætt skerðinguna á jöfnunarframlögum til lífeyrissjóða verkafólks með því að vísa til breytinga á örorkulífeyriskerfinu sem samþykktar voru á síðasta þingi. Hins vegar bendir ekkert til þess að nýtt örorkulífeyriskerfi muni draga sérstaklega úr muninum á örorkutíðni milli launafólks í ólíkum starfsgreinum og erfitt að sjá nokkurt rökrænt samhengi milli þeirra breytinga og niðurfellingar jöfnunarframlagsins. „Er það í alvörunni kappsmál hjá þessari ríkisstjórn að borga fyrir breytingarnar á örorkulífeyriskerfinu með því að seilast í ellilífeyri fátækasta fólksins á Íslandi?“ spurði Kristrún Frostadóttir í umræðum um fjárlögin þann 12. september. Um slíkt verður enginn friður á Alþingi og óhætt að taka undir með miðstjórn Alþýðusambandsins sem segir „siðlaust og óboðlegt að skerða lífeyrisréttindi fólksins sem vinnur erfiðustu störfin og ber minnst úr býtum.“ Samfylking starfar í þjónustu við vinnandi stéttir og mun standa fast gegn hvers kyns áhlaupi á sjóði verkafólks. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar, jafnaðarflokks Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lífeyrissjóðir Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Samfylkingin Jóhann Páll Jóhannsson Fjárlagafrumvarp 2025 Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Fjárlagaumræðan undanfarna daga hefur afhjúpað algjört skeytingarleysi ríkisstjórnarflokkanna gagnvart kjörum og hagsmunum fólks sem hefur unnið slítandi störf um langa ævi. Um leið gerist ríkisstjórnin sek um það sem verður að teljast annaðhvort alvarlegt skilningsleysi á því hvernig ellilífeyriskerfið virkar eða aum tilraun til að slá ryki í augu eldra fólks. Eins og ég fjallaði um hér á Vísi.is á dögunum vill ríkisstjórnin lækka jöfnunarframlag til lífeyrissjóða vegna örorkugreiðslna um 4,7 milljarða strax á næsta ári og að framlagið falli alfarið niður árið þar á eftir. Ef fer sem horfir verða þannig lífeyrisréttindi í sjóðum verkafólks skert upp undir fjögur prósent. Tvö reikningsdæmi sem ganga ekki upp Formenn Framsóknarflokksins og Vinstri grænna hafa haldið því fram á Alþingi að þessi stórfellda lækkun framlagsins eigi ekki að bitna á sjóðunum þar sem örorka er mikil. En reikningsdæmi ráðherranna gengur ekki upp. Staðreyndin er sú að fimm sjóðir eru með örorkutíðni yfir meðaltali. Þetta eru Gildi, Festa, Stapi, Lífeyrissjóður Vestmannaeyja og Lífeyrissjóður Rangæinga. Í dag njóta þessir sjóðir samtals 66 prósenta af jöfnunarframlaginu. Ríkisstjórnin hyggst skera það niður úr 7,2 milljörðum í 2,5 milljarða, eða í 35 prósent af því sem fyrir var. Slík aðgerð mun eðli máls samkvæmt koma niður á flestum eða öllum þessum sjóðum og launafólki sem hefur greitt í þá. Þetta er ekki eina reikningsdæmi ríkisstjórnarinnar sem gengur ekki upp. Í greinargerð fjárlagafrumvarpsins er því haldið ranglega fram að lítils háttar hækkun almenns frítekjumarks eldri borgara, eftir áralanga raunrýrnun fjárhæðarinnar sem hefur í raun falið í sér stórauknar skerðingar á hverju ári, skili eldra fólki 11.500 kr. kjarabót á mánuði. Hið rétta er að hækkunin, sem nemur 11.500 kr., skilar eldra fólki að jafnaði 5.200 kr. kjarabót á mánuði eða 3.500 kr. eftir skatt. Þetta sjá allir sem hafa lágmarksskilning á skerðingarreglum almannatryggingakerfisins (breytingin felur í sér að 11.500 kr. lífeyrissjóðstekjur sem áður ollu skerðingu á greiðslum TR upp á 5.175 kr. (45%) hætta að gera það). Ég hef farið fram á það við fjármálaráðherra á Alþingi að þessar rangfærslur gagnvart eldra fólki verði leiðréttar, eða að þingið sameinist um að hækka fjárhæð frítekjumarksins þannig að breytingin skili eldra fólki raunverulega þeirri kjarabót sem ríkisstjórnin heldur á lofti. Senda verka- og láglaunafólki reikninginn Ráðherrar hafa afsakað og réttlætt skerðinguna á jöfnunarframlögum til lífeyrissjóða verkafólks með því að vísa til breytinga á örorkulífeyriskerfinu sem samþykktar voru á síðasta þingi. Hins vegar bendir ekkert til þess að nýtt örorkulífeyriskerfi muni draga sérstaklega úr muninum á örorkutíðni milli launafólks í ólíkum starfsgreinum og erfitt að sjá nokkurt rökrænt samhengi milli þeirra breytinga og niðurfellingar jöfnunarframlagsins. „Er það í alvörunni kappsmál hjá þessari ríkisstjórn að borga fyrir breytingarnar á örorkulífeyriskerfinu með því að seilast í ellilífeyri fátækasta fólksins á Íslandi?“ spurði Kristrún Frostadóttir í umræðum um fjárlögin þann 12. september. Um slíkt verður enginn friður á Alþingi og óhætt að taka undir með miðstjórn Alþýðusambandsins sem segir „siðlaust og óboðlegt að skerða lífeyrisréttindi fólksins sem vinnur erfiðustu störfin og ber minnst úr býtum.“ Samfylking starfar í þjónustu við vinnandi stéttir og mun standa fast gegn hvers kyns áhlaupi á sjóði verkafólks. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar, jafnaðarflokks Íslands
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun