Ákvörðun ráðherra viðurkenning á að mikil þekking sé fyrir norðan Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. september 2024 12:05 Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, er ánægð með að ný stofnun verði með höfuðstöðvar sínar á Akureyri. Bæjarstjórinn á Akureyri segir það mikla viðurkenningu fyrir bæinn að höfuðstöðvar nýrrar Umhverfis- og orkustofnunar verði á Akureyri og til marks um þá miklu þekkingu sem sé til staðar í bæjarfélaginu. Hún er sannfærð um að þetta muni hafa mjög jákvæð áhrif á samfélagið fyrir norðan. Ný umhverfis- og orkustofnun tekur við starfsemi Orkustofnunar og hluta starfsemi umhverfisstofnunar. Á dögunum var Gestur Pétursson ráðinn forstjóri stofnunarinnar sem mun hafa aðsetur á Akureyri. Fastir starfsmenn nýrrar stofnunar verða um hundrað en tuttugu fastar starfsstöðvar og gestastofur eru nú þegar staðsettar víða um land en starfsfólki verður ekki gert að færa sig frá sínum starfsstöðvum. Haft er eftir orku-og umhverfismálaráðherra í tilkynningu að eitt af hans markmiðum í stofnanabreytingum ráðuneytisins sé að fjölga störfum á landsbyggðinni. Mikil tækifæri í fjölbreyttum störfum Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri, telur þetta mikið heillaspor. „Ég er að sjálfsögðu mjög glöð og stolt af því og það verður gaman að fá þennan hóp og fá þessa nýju stofnun hingað til Akureyrar og ég er sannfærð um það að það muni hafa mjög jákvæð áhrif á samfélagið hér.“ Það hafi þýðingu fyrir bæjarfélagið að búa yfir fjölbreytni í úrvali starfa. Í þessu tilfelli er um að ræða sérfræðistörf sem kalla á sérhæfða þekkingu. „Það er eitthvað sem við höfum kallað eftir þannig að við erum ánægð með að fá þennan hóp til okkar,“ segir Ásthildur sem bætir við að forveri nýrrar stofnunar, Orkustofnun og að hluta Umhverfisstofnun hefðu boðið upp á störf án staðsetningar. Ásthildur skynjar viðhorfsbreytingu í samfélaginu á þessa leið og að í þessari stefnu felist mikil tækifæri. „Að það skipti ekki máli hvar okkar besta fólk býr heldur sé það þekking þess sem skipti máli. En svo er bara stórt atriði fyrir samfélög eins og Akureyri að fá þessa viðurkenningu á því að hér sé mikil þekking til staðar til þess að hafa þennan kjarna sem þarf alltaf að vera í höfuðstöðvum hérna á Akureyri og við erum bara mjög stolt af því,“ segir Ásthildur. Byggðamál Akureyri Umhverfismál Orkumál Tengdar fréttir Forstjóri nýrrar Umhverfis- og orkustofnunar úr stóriðjunni Umhverfis-, orku og loftslagsráðherra hefur skipað Sigrúnu Ágústsdóttur í embætti forstjóra Náttúruverndarstofnunar og Gest Pétursson í embætti forstjóra Umhverfis- og orkustofnunar. 18. september 2024 10:06 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira
Ný umhverfis- og orkustofnun tekur við starfsemi Orkustofnunar og hluta starfsemi umhverfisstofnunar. Á dögunum var Gestur Pétursson ráðinn forstjóri stofnunarinnar sem mun hafa aðsetur á Akureyri. Fastir starfsmenn nýrrar stofnunar verða um hundrað en tuttugu fastar starfsstöðvar og gestastofur eru nú þegar staðsettar víða um land en starfsfólki verður ekki gert að færa sig frá sínum starfsstöðvum. Haft er eftir orku-og umhverfismálaráðherra í tilkynningu að eitt af hans markmiðum í stofnanabreytingum ráðuneytisins sé að fjölga störfum á landsbyggðinni. Mikil tækifæri í fjölbreyttum störfum Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri, telur þetta mikið heillaspor. „Ég er að sjálfsögðu mjög glöð og stolt af því og það verður gaman að fá þennan hóp og fá þessa nýju stofnun hingað til Akureyrar og ég er sannfærð um það að það muni hafa mjög jákvæð áhrif á samfélagið hér.“ Það hafi þýðingu fyrir bæjarfélagið að búa yfir fjölbreytni í úrvali starfa. Í þessu tilfelli er um að ræða sérfræðistörf sem kalla á sérhæfða þekkingu. „Það er eitthvað sem við höfum kallað eftir þannig að við erum ánægð með að fá þennan hóp til okkar,“ segir Ásthildur sem bætir við að forveri nýrrar stofnunar, Orkustofnun og að hluta Umhverfisstofnun hefðu boðið upp á störf án staðsetningar. Ásthildur skynjar viðhorfsbreytingu í samfélaginu á þessa leið og að í þessari stefnu felist mikil tækifæri. „Að það skipti ekki máli hvar okkar besta fólk býr heldur sé það þekking þess sem skipti máli. En svo er bara stórt atriði fyrir samfélög eins og Akureyri að fá þessa viðurkenningu á því að hér sé mikil þekking til staðar til þess að hafa þennan kjarna sem þarf alltaf að vera í höfuðstöðvum hérna á Akureyri og við erum bara mjög stolt af því,“ segir Ásthildur.
Byggðamál Akureyri Umhverfismál Orkumál Tengdar fréttir Forstjóri nýrrar Umhverfis- og orkustofnunar úr stóriðjunni Umhverfis-, orku og loftslagsráðherra hefur skipað Sigrúnu Ágústsdóttur í embætti forstjóra Náttúruverndarstofnunar og Gest Pétursson í embætti forstjóra Umhverfis- og orkustofnunar. 18. september 2024 10:06 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira
Forstjóri nýrrar Umhverfis- og orkustofnunar úr stóriðjunni Umhverfis-, orku og loftslagsráðherra hefur skipað Sigrúnu Ágústsdóttur í embætti forstjóra Náttúruverndarstofnunar og Gest Pétursson í embætti forstjóra Umhverfis- og orkustofnunar. 18. september 2024 10:06