Ákvörðun ráðherra viðurkenning á að mikil þekking sé fyrir norðan Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. september 2024 12:05 Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, er ánægð með að ný stofnun verði með höfuðstöðvar sínar á Akureyri. Bæjarstjórinn á Akureyri segir það mikla viðurkenningu fyrir bæinn að höfuðstöðvar nýrrar Umhverfis- og orkustofnunar verði á Akureyri og til marks um þá miklu þekkingu sem sé til staðar í bæjarfélaginu. Hún er sannfærð um að þetta muni hafa mjög jákvæð áhrif á samfélagið fyrir norðan. Ný umhverfis- og orkustofnun tekur við starfsemi Orkustofnunar og hluta starfsemi umhverfisstofnunar. Á dögunum var Gestur Pétursson ráðinn forstjóri stofnunarinnar sem mun hafa aðsetur á Akureyri. Fastir starfsmenn nýrrar stofnunar verða um hundrað en tuttugu fastar starfsstöðvar og gestastofur eru nú þegar staðsettar víða um land en starfsfólki verður ekki gert að færa sig frá sínum starfsstöðvum. Haft er eftir orku-og umhverfismálaráðherra í tilkynningu að eitt af hans markmiðum í stofnanabreytingum ráðuneytisins sé að fjölga störfum á landsbyggðinni. Mikil tækifæri í fjölbreyttum störfum Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri, telur þetta mikið heillaspor. „Ég er að sjálfsögðu mjög glöð og stolt af því og það verður gaman að fá þennan hóp og fá þessa nýju stofnun hingað til Akureyrar og ég er sannfærð um það að það muni hafa mjög jákvæð áhrif á samfélagið hér.“ Það hafi þýðingu fyrir bæjarfélagið að búa yfir fjölbreytni í úrvali starfa. Í þessu tilfelli er um að ræða sérfræðistörf sem kalla á sérhæfða þekkingu. „Það er eitthvað sem við höfum kallað eftir þannig að við erum ánægð með að fá þennan hóp til okkar,“ segir Ásthildur sem bætir við að forveri nýrrar stofnunar, Orkustofnun og að hluta Umhverfisstofnun hefðu boðið upp á störf án staðsetningar. Ásthildur skynjar viðhorfsbreytingu í samfélaginu á þessa leið og að í þessari stefnu felist mikil tækifæri. „Að það skipti ekki máli hvar okkar besta fólk býr heldur sé það þekking þess sem skipti máli. En svo er bara stórt atriði fyrir samfélög eins og Akureyri að fá þessa viðurkenningu á því að hér sé mikil þekking til staðar til þess að hafa þennan kjarna sem þarf alltaf að vera í höfuðstöðvum hérna á Akureyri og við erum bara mjög stolt af því,“ segir Ásthildur. Byggðamál Akureyri Umhverfismál Orkumál Tengdar fréttir Forstjóri nýrrar Umhverfis- og orkustofnunar úr stóriðjunni Umhverfis-, orku og loftslagsráðherra hefur skipað Sigrúnu Ágústsdóttur í embætti forstjóra Náttúruverndarstofnunar og Gest Pétursson í embætti forstjóra Umhverfis- og orkustofnunar. 18. september 2024 10:06 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Fleiri fréttir Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Sjá meira
Ný umhverfis- og orkustofnun tekur við starfsemi Orkustofnunar og hluta starfsemi umhverfisstofnunar. Á dögunum var Gestur Pétursson ráðinn forstjóri stofnunarinnar sem mun hafa aðsetur á Akureyri. Fastir starfsmenn nýrrar stofnunar verða um hundrað en tuttugu fastar starfsstöðvar og gestastofur eru nú þegar staðsettar víða um land en starfsfólki verður ekki gert að færa sig frá sínum starfsstöðvum. Haft er eftir orku-og umhverfismálaráðherra í tilkynningu að eitt af hans markmiðum í stofnanabreytingum ráðuneytisins sé að fjölga störfum á landsbyggðinni. Mikil tækifæri í fjölbreyttum störfum Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri, telur þetta mikið heillaspor. „Ég er að sjálfsögðu mjög glöð og stolt af því og það verður gaman að fá þennan hóp og fá þessa nýju stofnun hingað til Akureyrar og ég er sannfærð um það að það muni hafa mjög jákvæð áhrif á samfélagið hér.“ Það hafi þýðingu fyrir bæjarfélagið að búa yfir fjölbreytni í úrvali starfa. Í þessu tilfelli er um að ræða sérfræðistörf sem kalla á sérhæfða þekkingu. „Það er eitthvað sem við höfum kallað eftir þannig að við erum ánægð með að fá þennan hóp til okkar,“ segir Ásthildur sem bætir við að forveri nýrrar stofnunar, Orkustofnun og að hluta Umhverfisstofnun hefðu boðið upp á störf án staðsetningar. Ásthildur skynjar viðhorfsbreytingu í samfélaginu á þessa leið og að í þessari stefnu felist mikil tækifæri. „Að það skipti ekki máli hvar okkar besta fólk býr heldur sé það þekking þess sem skipti máli. En svo er bara stórt atriði fyrir samfélög eins og Akureyri að fá þessa viðurkenningu á því að hér sé mikil þekking til staðar til þess að hafa þennan kjarna sem þarf alltaf að vera í höfuðstöðvum hérna á Akureyri og við erum bara mjög stolt af því,“ segir Ásthildur.
Byggðamál Akureyri Umhverfismál Orkumál Tengdar fréttir Forstjóri nýrrar Umhverfis- og orkustofnunar úr stóriðjunni Umhverfis-, orku og loftslagsráðherra hefur skipað Sigrúnu Ágústsdóttur í embætti forstjóra Náttúruverndarstofnunar og Gest Pétursson í embætti forstjóra Umhverfis- og orkustofnunar. 18. september 2024 10:06 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Fleiri fréttir Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Sjá meira
Forstjóri nýrrar Umhverfis- og orkustofnunar úr stóriðjunni Umhverfis-, orku og loftslagsráðherra hefur skipað Sigrúnu Ágústsdóttur í embætti forstjóra Náttúruverndarstofnunar og Gest Pétursson í embætti forstjóra Umhverfis- og orkustofnunar. 18. september 2024 10:06