Sett meira en 762 milljarða í að bæta ímynd sína Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. september 2024 07:02 Aramco hefur eytt gríðarlegum fjármunum í að reyna fegra ímynd sína undanfarin ár. Er fyrirtækið til að mynda einn helsti styrktaraðili Formúlu 1. Bradley Collyer/Getty Images Fyrirtæki sem sérhæfa sig í framleiðslu á jarðefnaeldsneyti hafa eytt meira en 762 milljörðum íslenskra króna í íþróttaþvott til að bæta ímynd sína. Aramco frá Sádi-Arabíu toppar listann, þar á eftir koma fyrirtæki á borð við Ineos, Shell og TotalEnergies. Á vef breska ríkisútvarpsins, BBC, má finna frétt sem byggir á greiningu New Weather Institute, NWI, á meira en 200 samningum milli fyrirtækja sem þessara hér að ofan og hinna ýmsu íþrótta. NWI heldur því fram að olíu og gas fyrirtæki séu ívið meira nú að reyna grænþvo orðstír sinn. Skýrsla NWI ber heitið „Óhreinn peningur – hvernig jarðefnaeldsneytisfyrirtæki eru að menga íþróttir.“ Þar segir að fótbolti sé sú íþrótt sem er í mestu samstarfi – með flesta samninga – við slík fyrirtæki eða 58 talsins. Þar á eftir koma akstursíþróttir (38), rúgbí (17) og golf (15). Olíurisinn Aramco frá Sádi-Arabíu er með alls tíu samninga upp á einn milljarð punda eða 181 milljarð íslenskra króna. Fyrr á árinu tilkynnti Aramco að fyrirtækið væri nú í samstarfi við FIFA, Alþjóða-knattspyrnusambandið Einnig er Aramco einn af helstu styrktaraðilum Formúlu 1 sem og Alþjóða-krikketsambandsins. Þar á eftir koma Ineos (588 milljónir punda), Shell (355 milljónir punda) og TotalEnergies (257 milljónir punda). Ineos komst í heimsfréttirnar þegar stofnandi og eigandi fyrirtækisins, Sir Jim Ratcliffe, keypti hlut í enska knattspyrnufélaginu Manchester United. Hann hefur neitað því að félagið stundi íþróttaþvott. NWI vill að þau sem valdið hafi innan íþróttahreyfingarinnar banni félögum hreinlega að semja við fyrirtæki eins og þau sem eru nefnd hér að ofan. Á einhverjum tímapunkti hættu íþróttafélög að auglýsa tóbaksfyrirtæki og nú er komið að fyrirtækjum sem eru að menga andrúmsloftið. g„Ef íþróttir ætla að eiga sér framtíð þurfa þau að hreinsa sig af skítnum sem fylgir óhreinu fjármagni sem kemur frá fyrirtækjum sem menga hvað mest. Með því hætta þau einnig að styðja við og auglýsa eigin tortímingu,“ segir jafnframt í skýrslu NWI. Bensín og olía Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Fleiri fréttir Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld Curry bauð gömlu konunni á leik með sér „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Haukar og Valur sluppu við að mætast Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Dagskráin í dag: Hákon Arnar á Anfield Solskjær: Lét mig vinna launalaust Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa Sjá meira
Á vef breska ríkisútvarpsins, BBC, má finna frétt sem byggir á greiningu New Weather Institute, NWI, á meira en 200 samningum milli fyrirtækja sem þessara hér að ofan og hinna ýmsu íþrótta. NWI heldur því fram að olíu og gas fyrirtæki séu ívið meira nú að reyna grænþvo orðstír sinn. Skýrsla NWI ber heitið „Óhreinn peningur – hvernig jarðefnaeldsneytisfyrirtæki eru að menga íþróttir.“ Þar segir að fótbolti sé sú íþrótt sem er í mestu samstarfi – með flesta samninga – við slík fyrirtæki eða 58 talsins. Þar á eftir koma akstursíþróttir (38), rúgbí (17) og golf (15). Olíurisinn Aramco frá Sádi-Arabíu er með alls tíu samninga upp á einn milljarð punda eða 181 milljarð íslenskra króna. Fyrr á árinu tilkynnti Aramco að fyrirtækið væri nú í samstarfi við FIFA, Alþjóða-knattspyrnusambandið Einnig er Aramco einn af helstu styrktaraðilum Formúlu 1 sem og Alþjóða-krikketsambandsins. Þar á eftir koma Ineos (588 milljónir punda), Shell (355 milljónir punda) og TotalEnergies (257 milljónir punda). Ineos komst í heimsfréttirnar þegar stofnandi og eigandi fyrirtækisins, Sir Jim Ratcliffe, keypti hlut í enska knattspyrnufélaginu Manchester United. Hann hefur neitað því að félagið stundi íþróttaþvott. NWI vill að þau sem valdið hafi innan íþróttahreyfingarinnar banni félögum hreinlega að semja við fyrirtæki eins og þau sem eru nefnd hér að ofan. Á einhverjum tímapunkti hættu íþróttafélög að auglýsa tóbaksfyrirtæki og nú er komið að fyrirtækjum sem eru að menga andrúmsloftið. g„Ef íþróttir ætla að eiga sér framtíð þurfa þau að hreinsa sig af skítnum sem fylgir óhreinu fjármagni sem kemur frá fyrirtækjum sem menga hvað mest. Með því hætta þau einnig að styðja við og auglýsa eigin tortímingu,“ segir jafnframt í skýrslu NWI.
Bensín og olía Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Fleiri fréttir Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld Curry bauð gömlu konunni á leik með sér „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Haukar og Valur sluppu við að mætast Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Dagskráin í dag: Hákon Arnar á Anfield Solskjær: Lét mig vinna launalaust Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa Sjá meira