„Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sindri Sverrisson skrifar 3. nóvember 2025 11:31 Halli Egils sýndi sínar bestu hliðar í Grindavík á laugardaginn og fagnaði sigri. Sýn Sport Hallgrímur Egilsson, eða Halli Egils, naut sín í botn í stemningunni miklu í Grindavík á laugardagskvöld þegar hann vann annað undankvöld Úrvalsdeildarinnar í pílukasti. „Stressið, spennan, vá! Þetta var æðislegt,“ sagði Halli í viðtali eftir keppnina sem sjá má hér að neðan. Klippa: Halli Egils bestur í Grindavík Adrenalínið var á fullu hjá Halla sem var vel studdur og mátti ítrekað heyra sungið: „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ kyrjaði hópur manna í Kvikunni, þar sem mótið fór fram í beinni útsendingu á Sýn Sport. „Maður vill hafa hávaðann á bakvið sig og söngvana. Þetta er æðislegt,“ sagði Halli. Stórbrotin frammistaða: „Ég gerði bara engin mistök“ Halli sýndi bestu frammistöðu sem sést hefur í sögu Úrvalsdeildarinnar og sópaði Árna Ágústi Daníelssyni út í úrslitunum með meðalskor upp á 90 stig og meistaraleg útskot. „Ég gerði bara engin mistök. Það gekk allt upp hjá mér. Árni er erfiður andstæðingur. Hann er búinn að hafa tak á mér og vann mig [á föstudaginn] 7-3. En núna tók ég á hann og svo á ég hann í fyrsta leik á síðasta kvöldinu í undankeppninni,“ sagði Halli. Áður hafði hann unnið Halla Birgis 3-2 í átta manna úrslitum og sópað Jóni Bjarma Sigurðssyni, sigurvega fyrsta undankvöldsins, í undanúrslitum. „Eiginlega keppni í heppni“ „Þetta er svo stutt format. Best af fimm. Þetta er eiginlega bara keppni í heppni. Svipað og ef við myndum spila körfuboltaleiki 2x10 mínútur. Ég er mjög ánægður,“ sagði Halli Egils en viðtalið við hann og frammistöðu hans í úrslitunum má sjá hér að ofan. Hver keppandi tekur þátt í tveimur undankvöldum og nú er tveimur kvöldum af fjórum lokið. Því hafa sumir keppendur þegar lokið sinni undankeppni, aðrir keppt á einu kvöldi og enn aðrir eiga eftir að stíga á stokk. Átta efstu komast svo áfram og eiga möguleika á að vinna titilinn. Þetta eru átta efstu eftir tvö undankvöld af fjórum. Jón Bjarmi er efstur með sjö stig en er búinn með bæði undankvöld sín líkt og Steinunn. Taflan sýnir stig, unna leiki og +/- í leggjum. Pílukast Mest lesið Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Enski boltinn New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sport Fleiri fréttir Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ New York Knicks vann titil í nótt Dauðaslys í maraþonhlaupi Dagskráin í dag: Áhugaverðir leikir í Bónus deildinni og HM í pílu Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Sjá meira
„Stressið, spennan, vá! Þetta var æðislegt,“ sagði Halli í viðtali eftir keppnina sem sjá má hér að neðan. Klippa: Halli Egils bestur í Grindavík Adrenalínið var á fullu hjá Halla sem var vel studdur og mátti ítrekað heyra sungið: „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ kyrjaði hópur manna í Kvikunni, þar sem mótið fór fram í beinni útsendingu á Sýn Sport. „Maður vill hafa hávaðann á bakvið sig og söngvana. Þetta er æðislegt,“ sagði Halli. Stórbrotin frammistaða: „Ég gerði bara engin mistök“ Halli sýndi bestu frammistöðu sem sést hefur í sögu Úrvalsdeildarinnar og sópaði Árna Ágústi Daníelssyni út í úrslitunum með meðalskor upp á 90 stig og meistaraleg útskot. „Ég gerði bara engin mistök. Það gekk allt upp hjá mér. Árni er erfiður andstæðingur. Hann er búinn að hafa tak á mér og vann mig [á föstudaginn] 7-3. En núna tók ég á hann og svo á ég hann í fyrsta leik á síðasta kvöldinu í undankeppninni,“ sagði Halli. Áður hafði hann unnið Halla Birgis 3-2 í átta manna úrslitum og sópað Jóni Bjarma Sigurðssyni, sigurvega fyrsta undankvöldsins, í undanúrslitum. „Eiginlega keppni í heppni“ „Þetta er svo stutt format. Best af fimm. Þetta er eiginlega bara keppni í heppni. Svipað og ef við myndum spila körfuboltaleiki 2x10 mínútur. Ég er mjög ánægður,“ sagði Halli Egils en viðtalið við hann og frammistöðu hans í úrslitunum má sjá hér að ofan. Hver keppandi tekur þátt í tveimur undankvöldum og nú er tveimur kvöldum af fjórum lokið. Því hafa sumir keppendur þegar lokið sinni undankeppni, aðrir keppt á einu kvöldi og enn aðrir eiga eftir að stíga á stokk. Átta efstu komast svo áfram og eiga möguleika á að vinna titilinn. Þetta eru átta efstu eftir tvö undankvöld af fjórum. Jón Bjarmi er efstur með sjö stig en er búinn með bæði undankvöld sín líkt og Steinunn. Taflan sýnir stig, unna leiki og +/- í leggjum.
Pílukast Mest lesið Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Enski boltinn New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sport Fleiri fréttir Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ New York Knicks vann titil í nótt Dauðaslys í maraþonhlaupi Dagskráin í dag: Áhugaverðir leikir í Bónus deildinni og HM í pílu Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Sjá meira