Fótbolti

Emilía opnaði marka­reikninginn gegn Ingi­björgu

Siggeir Ævarsson skrifar
Emilía Kiær Ásgeirsdóttir er búin að skora sín fyrstu mörk fyrir bæði landsliðið og RB Leipzig
Emilía Kiær Ásgeirsdóttir er búin að skora sín fyrstu mörk fyrir bæði landsliðið og RB Leipzig Vísir/Anton Brink

Landsliðskonurnar Emilía Kiær Ásgeirsdóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir mættust í þýska boltanum í kvöld þegar RB Leipzig sótti Freiburg heim.

Emilía leikur með RB Leipzig og opnaði markareikning sinn með liðinu þegar hún kom gestunum yfir á 11. mínútu. Þrátt fyrir að Ingibjörg léki allan leikinn í vörn Freiburg gat hún ekki haldið aftur af sóknarlínu Freiburg sem komst í 0-3 áður en heimakonur náðu að svara.

Lokatölur 2-4 gestunum frá Leipzig í vil sem lyfta sér í 10. sætið með sigrinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×