Útlit fyrir frekari verðhækkanir á kaffimarkaði Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. september 2024 21:38 Guðmundur Halldórsson er framkvæmdastjóri Tes og Kaffis. Framkvæmdastjóri Tes og kaffis segir kaffiverð líklega koma til með að hækka á næstu mánuðum. Hann telur ekki að nýir samkeppnisaðilar myndu geta náð verðinu niður, líkt og á matvörumarkaði með tilkomu Prís. „Ég held að þetta haldi nú kannski áfram að vera ódýrari lúxus en flest annað,“ segir Guðmundur Halldórsson, framkvæmdastjóri Tes og kaffis. Hann viðurkennir þó að síðustu þrjú ár hafi verð á kaffimarkaði verið mjög hátt. „Haustið '21 byrjar verðið að stíga og á næstu níu til tólf mánuðum þar á eftir, þá er okkar innkaupsverð að meira en tvöfaldast á hrávöru,“ segir Guðmundur. Rætt var við hann í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hann segir ýmsar ástæður liggja að baki, en stærsta breytan sé sú að mikill uppskerubrestur hafi orðið í Brasílíu þetta sama haust. Það hafi valdið keðjuverkun á önnur svæði, sem hafi þurft að svara þeirri eftirspurn sem skapaðist við brestinn. Framboðið hafi ekki náð sér á sama stað síðan þá, en eftirspurn vaxi að jafnaði um tvö til þrjú prósent á ári. „Það sem gerist líka er að aðfangakeðjur í kringum Covid og annað eru að búa til alls konar óreiðu á þessum markaði, óvissu og ringulreið. Þetta hjálpar ekki til.“ Skýrist á næstu mánuðum Guðmundur segir menn hafa spáð því allt frá árslokum 2021 að hið versta á þessum markaði sé að baki, en lítið hafi breyst á þremur árum. „Okkur sýnist allt benda til þess að það séu enn frekari hækkanir í kortunum á næstu mánuðum. Hvernig það kemur til með að koma út fyrir okkur er ennþá óljóst. Þetta skýrist væntanlega á næstu vikum og mánuðum,“ segir hann. Te og Kaffi rekur átta kaffihús á höfuðborgarsvæðinu, auk þess að selja kaffi í heildsölu.Vísir/Vilhelm Guðmundur segir verðhækkanir á kaffinu sjálfu koma ólíkt niður á verðbreytingum á ólíkum mörkuðum, eftir því hvort um er að ræða framleiðslu og heildsölu á kaffi, eða kaffihúsarekstur. „Kaffipakki sem þú kaupir úti í búð, ef þú hugsar um kostnaðarverðið á bak við hann, þá er það að langstærstu leyti hráefnið sem er í pakkanum. En ef þú horfir á kaffibollann á kaffihúsinu okkar, þá er kaffið í þeim bolla mun lægra hlutfall af því kostnaðarverði sem sú vara myndar,“ segir hann. Því komi, líkt og á öðrum veitingastöðum, verð á öðrum aðföngum einnig inn í hækkanir. „Launakostnaður, leiga og annar húsnæðiskostnaður. Við erum búin að vera í tæplega 10 prósent verðbólgu hérna og erum enn í einhverjum sex prósentum, og enginn þorir að segja til um hvað gerist á næstu mánuðum hvað það varðar. Þetta hefur allt saman áhrif.“ Samkeppnisaðilar ólíklegir til að ná lægra verði Guðmundur var spurður hvort Te og kaffi sæi möguleika til að lækka verð, ef samkeppnisaðili á borð við Starbucks kæmi til landsins, ekki ólíkt því sem gerðist hjá Nettó, Bónus og Krónunni þegar verslunin Prís opnaði. „Það er lítið svigrúm í okkar rekstri hvað það varðar,“ sagði Guðmundur, og sagðist ekki eiga von á því að slíkir samkeppnisaðilar gætu komið inn með lægra verð en hjá Te og kaffi. „Það er að segja ef þeir eru á þeim stað að ætla að framleiða og framreiða gæðavöru og bjóða upp á þá upplifun sem við teljum okkur vera að gera.“ Verðlag Verslun Neytendur Mest lesið Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Fleiri fréttir Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
„Ég held að þetta haldi nú kannski áfram að vera ódýrari lúxus en flest annað,“ segir Guðmundur Halldórsson, framkvæmdastjóri Tes og kaffis. Hann viðurkennir þó að síðustu þrjú ár hafi verð á kaffimarkaði verið mjög hátt. „Haustið '21 byrjar verðið að stíga og á næstu níu til tólf mánuðum þar á eftir, þá er okkar innkaupsverð að meira en tvöfaldast á hrávöru,“ segir Guðmundur. Rætt var við hann í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hann segir ýmsar ástæður liggja að baki, en stærsta breytan sé sú að mikill uppskerubrestur hafi orðið í Brasílíu þetta sama haust. Það hafi valdið keðjuverkun á önnur svæði, sem hafi þurft að svara þeirri eftirspurn sem skapaðist við brestinn. Framboðið hafi ekki náð sér á sama stað síðan þá, en eftirspurn vaxi að jafnaði um tvö til þrjú prósent á ári. „Það sem gerist líka er að aðfangakeðjur í kringum Covid og annað eru að búa til alls konar óreiðu á þessum markaði, óvissu og ringulreið. Þetta hjálpar ekki til.“ Skýrist á næstu mánuðum Guðmundur segir menn hafa spáð því allt frá árslokum 2021 að hið versta á þessum markaði sé að baki, en lítið hafi breyst á þremur árum. „Okkur sýnist allt benda til þess að það séu enn frekari hækkanir í kortunum á næstu mánuðum. Hvernig það kemur til með að koma út fyrir okkur er ennþá óljóst. Þetta skýrist væntanlega á næstu vikum og mánuðum,“ segir hann. Te og Kaffi rekur átta kaffihús á höfuðborgarsvæðinu, auk þess að selja kaffi í heildsölu.Vísir/Vilhelm Guðmundur segir verðhækkanir á kaffinu sjálfu koma ólíkt niður á verðbreytingum á ólíkum mörkuðum, eftir því hvort um er að ræða framleiðslu og heildsölu á kaffi, eða kaffihúsarekstur. „Kaffipakki sem þú kaupir úti í búð, ef þú hugsar um kostnaðarverðið á bak við hann, þá er það að langstærstu leyti hráefnið sem er í pakkanum. En ef þú horfir á kaffibollann á kaffihúsinu okkar, þá er kaffið í þeim bolla mun lægra hlutfall af því kostnaðarverði sem sú vara myndar,“ segir hann. Því komi, líkt og á öðrum veitingastöðum, verð á öðrum aðföngum einnig inn í hækkanir. „Launakostnaður, leiga og annar húsnæðiskostnaður. Við erum búin að vera í tæplega 10 prósent verðbólgu hérna og erum enn í einhverjum sex prósentum, og enginn þorir að segja til um hvað gerist á næstu mánuðum hvað það varðar. Þetta hefur allt saman áhrif.“ Samkeppnisaðilar ólíklegir til að ná lægra verði Guðmundur var spurður hvort Te og kaffi sæi möguleika til að lækka verð, ef samkeppnisaðili á borð við Starbucks kæmi til landsins, ekki ólíkt því sem gerðist hjá Nettó, Bónus og Krónunni þegar verslunin Prís opnaði. „Það er lítið svigrúm í okkar rekstri hvað það varðar,“ sagði Guðmundur, og sagðist ekki eiga von á því að slíkir samkeppnisaðilar gætu komið inn með lægra verð en hjá Te og kaffi. „Það er að segja ef þeir eru á þeim stað að ætla að framleiða og framreiða gæðavöru og bjóða upp á þá upplifun sem við teljum okkur vera að gera.“
Verðlag Verslun Neytendur Mest lesið Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Fleiri fréttir Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira