Íslendingum ekki boðið á sjónvarpsumræðu um öryggi á Norðurlöndum Samúel Karl Ólason skrifar 18. september 2024 08:02 Frá sjónvarpsfundinum sem sýnt var frá á ríkisreknum sjónvarpsstöðvum Skandinavíu. Skjáskot/Dr.dk Ríkisreknar sjónvarpsstöðvar Norðurlanda, að RÚV undanskildu, héldu í síðustu viku sérstakan sjónvarpsviðburð sem sýndur var á öllum stöðvunum. Þátturinn bar titilinn „Svar Norðurlanda við stríði Pútíns“ og sátu utanríkisráðherrar landanna fyrir svörum, auk sérfræðinga og Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins. Þátturinn, sem var sýndur þann 12. september, var upprunalega skipulagður af starfsmönnum danska ríkisútvarpsins (DR) en að honum komu einnig starfsmenn NRK í Noregi, SVT í Svíþjóð og YLE í Finnlandi. Ríkisútvarpi og utanríkisráðherra Íslands var ekki boðið að taka þátt. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra, hefur látið mikið til sín taka þegar kemur að innrás Rússa í Úkraínu. Þátturinn fjallaði um öryggismál á Norðurlöndum og stuðning ríkjanna fjögurra við Úkraínumenn. Á vef DR segir að markmiðið með umræðunni hafi meðal annars verið að svara spurningum um það hvort Norðurlönd væru örugg og var þess vegna haldinn þessi sameiginlega norræna umræða. Áhugasamir geta horft á þáttinn hér á vef DR. Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir Metta-Line Thorup, aðalritstjóri menningarumræðna hjá danska ríkisútvarpinu, DR, að þátttaka Íslands hefði verið til umræðu innan hópsins sem skipulagði umræðuna. „Málefni öryggis hefur orðið jafnvel enn erfiðara að takmarka við landamæri ríkja, og þá sérstaklega eftir að Norðurlöndin [Svíþjóð og Finnland] gengu í NATO. Þess vegna, hafði DR og „Debatten“ samband við systur-ritstjórnir okkar í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi, sem við höfum unnið með að þessu sameiginlega norræna verkefni „Svar Norðurlanda við stríði Pútíns". Í því samhengi var þátttaka Íslands auðvitað til umræðu.“ Hins vegar hefði verið ákveðið að leggja sérstaka áherslu á öryggisástandið við Eystrasalt og breyttar aðstæður þar vegna innrásarinnar í Úkraínu og inngöngu Svíþjóðar og Finnlands í Atlantshafsbandalagið. „Allar hliðar öryggis í Evrópu og á norðurslóðum eru mikilvægt umræðuefni þessa dagana og ég er viss um að áframhaldandi umræðu muni Ísland vera með, eins og svo oft áður,“ sagði Metta-Line Thorup. Norðurslóðir Danmörk Noregur Svíþjóð Finnland Innrás Rússa í Úkraínu NATO Hernaður Vladimír Pútín Rússland Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Öryggis- og varnarmál Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Innlent Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira
Þátturinn, sem var sýndur þann 12. september, var upprunalega skipulagður af starfsmönnum danska ríkisútvarpsins (DR) en að honum komu einnig starfsmenn NRK í Noregi, SVT í Svíþjóð og YLE í Finnlandi. Ríkisútvarpi og utanríkisráðherra Íslands var ekki boðið að taka þátt. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra, hefur látið mikið til sín taka þegar kemur að innrás Rússa í Úkraínu. Þátturinn fjallaði um öryggismál á Norðurlöndum og stuðning ríkjanna fjögurra við Úkraínumenn. Á vef DR segir að markmiðið með umræðunni hafi meðal annars verið að svara spurningum um það hvort Norðurlönd væru örugg og var þess vegna haldinn þessi sameiginlega norræna umræða. Áhugasamir geta horft á þáttinn hér á vef DR. Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir Metta-Line Thorup, aðalritstjóri menningarumræðna hjá danska ríkisútvarpinu, DR, að þátttaka Íslands hefði verið til umræðu innan hópsins sem skipulagði umræðuna. „Málefni öryggis hefur orðið jafnvel enn erfiðara að takmarka við landamæri ríkja, og þá sérstaklega eftir að Norðurlöndin [Svíþjóð og Finnland] gengu í NATO. Þess vegna, hafði DR og „Debatten“ samband við systur-ritstjórnir okkar í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi, sem við höfum unnið með að þessu sameiginlega norræna verkefni „Svar Norðurlanda við stríði Pútíns". Í því samhengi var þátttaka Íslands auðvitað til umræðu.“ Hins vegar hefði verið ákveðið að leggja sérstaka áherslu á öryggisástandið við Eystrasalt og breyttar aðstæður þar vegna innrásarinnar í Úkraínu og inngöngu Svíþjóðar og Finnlands í Atlantshafsbandalagið. „Allar hliðar öryggis í Evrópu og á norðurslóðum eru mikilvægt umræðuefni þessa dagana og ég er viss um að áframhaldandi umræðu muni Ísland vera með, eins og svo oft áður,“ sagði Metta-Line Thorup.
Norðurslóðir Danmörk Noregur Svíþjóð Finnland Innrás Rússa í Úkraínu NATO Hernaður Vladimír Pútín Rússland Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Öryggis- og varnarmál Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Innlent Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira