Steinar fjárfestir í Snjallgögnum Árni Sæberg skrifar 17. september 2024 16:10 Steinar hefur bæst í eigendahóp Snjallgagna. Snjallgögn Steinar Björnsson hefur bæst við hluthafahóp sprotafyrirtækisins Snjallgagna. Aðrir bakhjarlar Snjallgagna í dag eru Bright Ventures og Gísli Kr., Founders Ventures, Icelandic Venture Studio, MGMT Ventures og Tennin. Snjallgögn er tíu manna hugbúnaðarhús með höfuðstöðvar í Reykjavík. Fyrirtækið þróar lausnir er gera vinnustöðum mögulegt að hagnýta gervigreind og gagnavísindi til að efla sölu og þjónustu ásamt því að bæta daglegan rekstur. Í fréttatilkynningu segir að að Steinar hafi tekið þátt í byggja upp ferðaþjónustufyrirtækið Extreme Iceland frá árinu 2009, en það hafi síðan sameinast Arctic Adventures árið 2017. Hann hafi starfað áfram hjá Arctic Adventures til ársins 2023 þegar hann seldi sinn hlut í fyrirtækinu til Stoða. „Ég einblíndi á hugbúnaðarþróun, markaðssetningu og tæknimál. Kom einnig að því að setja upp skrifstofu fyrir félagið í Litháen, þar sem ég bjó svo í tæp tvö ár. Í dag starfa ég sem fjárfestir og ráðgjafi og hef sérstakan áhuga á nýsköpun og sprotafyrirtækjum,“ er haft eftir Steinari. Verðmætur liðsauki „Við hjá Snjallgögnum erum afskaplega upptekin af því að fjárfestar í fyrirtækinu komi með dýrmæta sérþekkingu að borðinu, sem nýtist okkur til að skapa sóknarfæri. Bakgrunnur Steinars er í ferðaþjónustu og í þeirri verðmætu atvinnugrein leynast margir af okkar stærstu viðskiptavinum. Dágóður hluti af lausnasafni Snjallgagna var einmitt upprunalega þróaður og smíðaður til að fást við þær milljónir fyrirspurna sem íslenskri ferðaþjónustu berst á ársgrundvelli. Steinar þekkir okkur því vel og hefur mikinn skilning á viðfangsefnum okkar. Hann er okkur verðmætur liðsauki,“ er haft eftir Stefáni Baxter, forstjóra Snjallgagna og einum stofnenda fyrirtækisins. Háfleygur fjárfestir „Ég er mjög spenntur fyrir því að koma inn í hluthafahópinn hjá Snjallgögnum. Félagið er með einstaklega spennandi vörur og mitt mat er að það geti verið leiðandi á gervigreindarsviðinu hér heima um ókomna tíð. Hugbúnaðurinn skalast vel og tækifæri til útrásar eru mikil. Hagnýting á gervigreind er rétt að byrja á Íslandi og atvinnulífið mun án efa njóta góðs af samstarfi við Snjallgögn. Ég ætla að leyfa mér að vera háfleygur og halda því fram að framleiðni á vinnustöðum sem hagnýta gervigreind muni vakna úr dvala og fara á flug til heilla fyrir land og þjóð!“ er enn fremur haft eftir Steinari. Lykilvara Snjallgagna sé gervigreindarkerfið Context Suite, sem sé safn hugbúnaðarlausna og innihaldi meðal annars þjónustugreind, eftirspurnargreind og snjallmennið Mími. Kaup og sala fyrirtækja Tengdar fréttir Gísli Kr. bætist í eigendahóp Snjallgagna Gísli Kr. og fjárfestingafélag hans, Bright Ventures, hafa bæst við eigendahóp sprotafyrirtækisins Snjallgagna. Aðrir bakhjarlar Snjallgagna í dag eru Tennin, MGMT Ventures, Founders Ventures og Icelandic Venture Studio. 3. september 2024 15:03 Snýr aftur til Snjallgagna Óli Páll Geirsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri gagnavísindateymis Snjallgagna og snýr jafnframt samhliða aftur í eigendateymið. 7. maí 2024 07:41 „Þú varst aumingi ef þú fórst á hausinn en glæpamaður ef þú græddir“ „Ég tel að næsti áratugurinn feli í sér meiri breytingar en við höfum séð síðustu hundrað árin og internetið er þá innifalið í því,“ segir Stefán Baxter stofnandi og framkvæmdastjóri Snjallgagna. 3. júní 2024 07:01 Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Sjá meira
Í fréttatilkynningu segir að að Steinar hafi tekið þátt í byggja upp ferðaþjónustufyrirtækið Extreme Iceland frá árinu 2009, en það hafi síðan sameinast Arctic Adventures árið 2017. Hann hafi starfað áfram hjá Arctic Adventures til ársins 2023 þegar hann seldi sinn hlut í fyrirtækinu til Stoða. „Ég einblíndi á hugbúnaðarþróun, markaðssetningu og tæknimál. Kom einnig að því að setja upp skrifstofu fyrir félagið í Litháen, þar sem ég bjó svo í tæp tvö ár. Í dag starfa ég sem fjárfestir og ráðgjafi og hef sérstakan áhuga á nýsköpun og sprotafyrirtækjum,“ er haft eftir Steinari. Verðmætur liðsauki „Við hjá Snjallgögnum erum afskaplega upptekin af því að fjárfestar í fyrirtækinu komi með dýrmæta sérþekkingu að borðinu, sem nýtist okkur til að skapa sóknarfæri. Bakgrunnur Steinars er í ferðaþjónustu og í þeirri verðmætu atvinnugrein leynast margir af okkar stærstu viðskiptavinum. Dágóður hluti af lausnasafni Snjallgagna var einmitt upprunalega þróaður og smíðaður til að fást við þær milljónir fyrirspurna sem íslenskri ferðaþjónustu berst á ársgrundvelli. Steinar þekkir okkur því vel og hefur mikinn skilning á viðfangsefnum okkar. Hann er okkur verðmætur liðsauki,“ er haft eftir Stefáni Baxter, forstjóra Snjallgagna og einum stofnenda fyrirtækisins. Háfleygur fjárfestir „Ég er mjög spenntur fyrir því að koma inn í hluthafahópinn hjá Snjallgögnum. Félagið er með einstaklega spennandi vörur og mitt mat er að það geti verið leiðandi á gervigreindarsviðinu hér heima um ókomna tíð. Hugbúnaðurinn skalast vel og tækifæri til útrásar eru mikil. Hagnýting á gervigreind er rétt að byrja á Íslandi og atvinnulífið mun án efa njóta góðs af samstarfi við Snjallgögn. Ég ætla að leyfa mér að vera háfleygur og halda því fram að framleiðni á vinnustöðum sem hagnýta gervigreind muni vakna úr dvala og fara á flug til heilla fyrir land og þjóð!“ er enn fremur haft eftir Steinari. Lykilvara Snjallgagna sé gervigreindarkerfið Context Suite, sem sé safn hugbúnaðarlausna og innihaldi meðal annars þjónustugreind, eftirspurnargreind og snjallmennið Mími.
Kaup og sala fyrirtækja Tengdar fréttir Gísli Kr. bætist í eigendahóp Snjallgagna Gísli Kr. og fjárfestingafélag hans, Bright Ventures, hafa bæst við eigendahóp sprotafyrirtækisins Snjallgagna. Aðrir bakhjarlar Snjallgagna í dag eru Tennin, MGMT Ventures, Founders Ventures og Icelandic Venture Studio. 3. september 2024 15:03 Snýr aftur til Snjallgagna Óli Páll Geirsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri gagnavísindateymis Snjallgagna og snýr jafnframt samhliða aftur í eigendateymið. 7. maí 2024 07:41 „Þú varst aumingi ef þú fórst á hausinn en glæpamaður ef þú græddir“ „Ég tel að næsti áratugurinn feli í sér meiri breytingar en við höfum séð síðustu hundrað árin og internetið er þá innifalið í því,“ segir Stefán Baxter stofnandi og framkvæmdastjóri Snjallgagna. 3. júní 2024 07:01 Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Sjá meira
Gísli Kr. bætist í eigendahóp Snjallgagna Gísli Kr. og fjárfestingafélag hans, Bright Ventures, hafa bæst við eigendahóp sprotafyrirtækisins Snjallgagna. Aðrir bakhjarlar Snjallgagna í dag eru Tennin, MGMT Ventures, Founders Ventures og Icelandic Venture Studio. 3. september 2024 15:03
Snýr aftur til Snjallgagna Óli Páll Geirsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri gagnavísindateymis Snjallgagna og snýr jafnframt samhliða aftur í eigendateymið. 7. maí 2024 07:41
„Þú varst aumingi ef þú fórst á hausinn en glæpamaður ef þú græddir“ „Ég tel að næsti áratugurinn feli í sér meiri breytingar en við höfum séð síðustu hundrað árin og internetið er þá innifalið í því,“ segir Stefán Baxter stofnandi og framkvæmdastjóri Snjallgagna. 3. júní 2024 07:01