Steinar fjárfestir í Snjallgögnum Árni Sæberg skrifar 17. september 2024 16:10 Steinar hefur bæst í eigendahóp Snjallgagna. Snjallgögn Steinar Björnsson hefur bæst við hluthafahóp sprotafyrirtækisins Snjallgagna. Aðrir bakhjarlar Snjallgagna í dag eru Bright Ventures og Gísli Kr., Founders Ventures, Icelandic Venture Studio, MGMT Ventures og Tennin. Snjallgögn er tíu manna hugbúnaðarhús með höfuðstöðvar í Reykjavík. Fyrirtækið þróar lausnir er gera vinnustöðum mögulegt að hagnýta gervigreind og gagnavísindi til að efla sölu og þjónustu ásamt því að bæta daglegan rekstur. Í fréttatilkynningu segir að að Steinar hafi tekið þátt í byggja upp ferðaþjónustufyrirtækið Extreme Iceland frá árinu 2009, en það hafi síðan sameinast Arctic Adventures árið 2017. Hann hafi starfað áfram hjá Arctic Adventures til ársins 2023 þegar hann seldi sinn hlut í fyrirtækinu til Stoða. „Ég einblíndi á hugbúnaðarþróun, markaðssetningu og tæknimál. Kom einnig að því að setja upp skrifstofu fyrir félagið í Litháen, þar sem ég bjó svo í tæp tvö ár. Í dag starfa ég sem fjárfestir og ráðgjafi og hef sérstakan áhuga á nýsköpun og sprotafyrirtækjum,“ er haft eftir Steinari. Verðmætur liðsauki „Við hjá Snjallgögnum erum afskaplega upptekin af því að fjárfestar í fyrirtækinu komi með dýrmæta sérþekkingu að borðinu, sem nýtist okkur til að skapa sóknarfæri. Bakgrunnur Steinars er í ferðaþjónustu og í þeirri verðmætu atvinnugrein leynast margir af okkar stærstu viðskiptavinum. Dágóður hluti af lausnasafni Snjallgagna var einmitt upprunalega þróaður og smíðaður til að fást við þær milljónir fyrirspurna sem íslenskri ferðaþjónustu berst á ársgrundvelli. Steinar þekkir okkur því vel og hefur mikinn skilning á viðfangsefnum okkar. Hann er okkur verðmætur liðsauki,“ er haft eftir Stefáni Baxter, forstjóra Snjallgagna og einum stofnenda fyrirtækisins. Háfleygur fjárfestir „Ég er mjög spenntur fyrir því að koma inn í hluthafahópinn hjá Snjallgögnum. Félagið er með einstaklega spennandi vörur og mitt mat er að það geti verið leiðandi á gervigreindarsviðinu hér heima um ókomna tíð. Hugbúnaðurinn skalast vel og tækifæri til útrásar eru mikil. Hagnýting á gervigreind er rétt að byrja á Íslandi og atvinnulífið mun án efa njóta góðs af samstarfi við Snjallgögn. Ég ætla að leyfa mér að vera háfleygur og halda því fram að framleiðni á vinnustöðum sem hagnýta gervigreind muni vakna úr dvala og fara á flug til heilla fyrir land og þjóð!“ er enn fremur haft eftir Steinari. Lykilvara Snjallgagna sé gervigreindarkerfið Context Suite, sem sé safn hugbúnaðarlausna og innihaldi meðal annars þjónustugreind, eftirspurnargreind og snjallmennið Mími. Kaup og sala fyrirtækja Tengdar fréttir Gísli Kr. bætist í eigendahóp Snjallgagna Gísli Kr. og fjárfestingafélag hans, Bright Ventures, hafa bæst við eigendahóp sprotafyrirtækisins Snjallgagna. Aðrir bakhjarlar Snjallgagna í dag eru Tennin, MGMT Ventures, Founders Ventures og Icelandic Venture Studio. 3. september 2024 15:03 Snýr aftur til Snjallgagna Óli Páll Geirsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri gagnavísindateymis Snjallgagna og snýr jafnframt samhliða aftur í eigendateymið. 7. maí 2024 07:41 „Þú varst aumingi ef þú fórst á hausinn en glæpamaður ef þú græddir“ „Ég tel að næsti áratugurinn feli í sér meiri breytingar en við höfum séð síðustu hundrað árin og internetið er þá innifalið í því,“ segir Stefán Baxter stofnandi og framkvæmdastjóri Snjallgagna. 3. júní 2024 07:01 Mest lesið Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Í fréttatilkynningu segir að að Steinar hafi tekið þátt í byggja upp ferðaþjónustufyrirtækið Extreme Iceland frá árinu 2009, en það hafi síðan sameinast Arctic Adventures árið 2017. Hann hafi starfað áfram hjá Arctic Adventures til ársins 2023 þegar hann seldi sinn hlut í fyrirtækinu til Stoða. „Ég einblíndi á hugbúnaðarþróun, markaðssetningu og tæknimál. Kom einnig að því að setja upp skrifstofu fyrir félagið í Litháen, þar sem ég bjó svo í tæp tvö ár. Í dag starfa ég sem fjárfestir og ráðgjafi og hef sérstakan áhuga á nýsköpun og sprotafyrirtækjum,“ er haft eftir Steinari. Verðmætur liðsauki „Við hjá Snjallgögnum erum afskaplega upptekin af því að fjárfestar í fyrirtækinu komi með dýrmæta sérþekkingu að borðinu, sem nýtist okkur til að skapa sóknarfæri. Bakgrunnur Steinars er í ferðaþjónustu og í þeirri verðmætu atvinnugrein leynast margir af okkar stærstu viðskiptavinum. Dágóður hluti af lausnasafni Snjallgagna var einmitt upprunalega þróaður og smíðaður til að fást við þær milljónir fyrirspurna sem íslenskri ferðaþjónustu berst á ársgrundvelli. Steinar þekkir okkur því vel og hefur mikinn skilning á viðfangsefnum okkar. Hann er okkur verðmætur liðsauki,“ er haft eftir Stefáni Baxter, forstjóra Snjallgagna og einum stofnenda fyrirtækisins. Háfleygur fjárfestir „Ég er mjög spenntur fyrir því að koma inn í hluthafahópinn hjá Snjallgögnum. Félagið er með einstaklega spennandi vörur og mitt mat er að það geti verið leiðandi á gervigreindarsviðinu hér heima um ókomna tíð. Hugbúnaðurinn skalast vel og tækifæri til útrásar eru mikil. Hagnýting á gervigreind er rétt að byrja á Íslandi og atvinnulífið mun án efa njóta góðs af samstarfi við Snjallgögn. Ég ætla að leyfa mér að vera háfleygur og halda því fram að framleiðni á vinnustöðum sem hagnýta gervigreind muni vakna úr dvala og fara á flug til heilla fyrir land og þjóð!“ er enn fremur haft eftir Steinari. Lykilvara Snjallgagna sé gervigreindarkerfið Context Suite, sem sé safn hugbúnaðarlausna og innihaldi meðal annars þjónustugreind, eftirspurnargreind og snjallmennið Mími.
Kaup og sala fyrirtækja Tengdar fréttir Gísli Kr. bætist í eigendahóp Snjallgagna Gísli Kr. og fjárfestingafélag hans, Bright Ventures, hafa bæst við eigendahóp sprotafyrirtækisins Snjallgagna. Aðrir bakhjarlar Snjallgagna í dag eru Tennin, MGMT Ventures, Founders Ventures og Icelandic Venture Studio. 3. september 2024 15:03 Snýr aftur til Snjallgagna Óli Páll Geirsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri gagnavísindateymis Snjallgagna og snýr jafnframt samhliða aftur í eigendateymið. 7. maí 2024 07:41 „Þú varst aumingi ef þú fórst á hausinn en glæpamaður ef þú græddir“ „Ég tel að næsti áratugurinn feli í sér meiri breytingar en við höfum séð síðustu hundrað árin og internetið er þá innifalið í því,“ segir Stefán Baxter stofnandi og framkvæmdastjóri Snjallgagna. 3. júní 2024 07:01 Mest lesið Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Gísli Kr. bætist í eigendahóp Snjallgagna Gísli Kr. og fjárfestingafélag hans, Bright Ventures, hafa bæst við eigendahóp sprotafyrirtækisins Snjallgagna. Aðrir bakhjarlar Snjallgagna í dag eru Tennin, MGMT Ventures, Founders Ventures og Icelandic Venture Studio. 3. september 2024 15:03
Snýr aftur til Snjallgagna Óli Páll Geirsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri gagnavísindateymis Snjallgagna og snýr jafnframt samhliða aftur í eigendateymið. 7. maí 2024 07:41
„Þú varst aumingi ef þú fórst á hausinn en glæpamaður ef þú græddir“ „Ég tel að næsti áratugurinn feli í sér meiri breytingar en við höfum séð síðustu hundrað árin og internetið er þá innifalið í því,“ segir Stefán Baxter stofnandi og framkvæmdastjóri Snjallgagna. 3. júní 2024 07:01