Brýnt að finna þyrluflugi nýjan samastað Lovísa Arnardóttir skrifar 17. september 2024 13:25 Svandís hefur sett af stað vinnu innan ráðuneytisins við að móta aðgerðir til að draga úr áhrifum flugs á nærsamfélagið. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra telur það brýnt að finna þyrluflugi annan samastað en á Reykjavíkurflugvelli. Á sama tíma þurfi að vinna að aðgerðum til að draga úr hávaða vegna flugs á Reykjavíkurflugvelli í nærsamfélagi flugvallarins. Svandís hefur sett af stað vinnu innan ráðuneytisins við að móta aðgerðir til að draga úr áhrifum flugs á nærsamfélagið. Það verði gert í samráði við Isavia, íbúa og hagaðila. „Það er afar mikilvægt að eiga málefnalegt samtal um áhrif flugumferðar á nærsamfélagið hér á höfuðborgarsvæðinu. Ég tel brýnt að finna nýjan samastað fyrir þyrluflug, sem hefur stóraukist á síðustu árum. Samtímis þarf að vinna að markvissum aðgerðum til að draga úr hávaða á flugvellinum, sem er alltof mikill og með öllu ólíðandi. Fundurinn með Hljóðmörk var mjög gagnlegur og ég hlakka til að vinna að úrlausn þessara mála í samvinnu við þessi samtök og öll þau sem koma að málinu,“ segir Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Fundaði með íbúasamtökum Þar kemur fram að Svandís hafi fundað í gær með forsvarsfólki íbúasamtakanna Hljóðmarka. Samtökin voru stofnuð í síðustu viku og er markmið þeirra að draga úr óþarfa flugumferð á Reykjavíkurflugvelli, einkum það sem snýr að einkaflugvélum, þyrlum og einkaþotum. Að samtökunum standa íbúar úr Hlíðum, Miðbæ, Vesturbæ Reykjavíkur og á Kársnesi í Kópavogi. Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins í dag kemur fram að Svandís hafi tekið vel í erindi íbúasamtakanna og að hún geti tekið undir ýmis sjónarmið í þeirra málflutningi. Þá kemur fram að málið hafi verið skoðað í ráðuneytinu og erindi íbúasamtakanna þarft og gott innlegg. Bæjarstjórinn í Kópavogi óskaði eftir því að funda með innviðaráðherra vegna sama máls í síðustu viku. Reykjavíkurflugvöllur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fréttir af flugi Reykjavík Kópavogur Umhverfismál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Sjá meira
Svandís hefur sett af stað vinnu innan ráðuneytisins við að móta aðgerðir til að draga úr áhrifum flugs á nærsamfélagið. Það verði gert í samráði við Isavia, íbúa og hagaðila. „Það er afar mikilvægt að eiga málefnalegt samtal um áhrif flugumferðar á nærsamfélagið hér á höfuðborgarsvæðinu. Ég tel brýnt að finna nýjan samastað fyrir þyrluflug, sem hefur stóraukist á síðustu árum. Samtímis þarf að vinna að markvissum aðgerðum til að draga úr hávaða á flugvellinum, sem er alltof mikill og með öllu ólíðandi. Fundurinn með Hljóðmörk var mjög gagnlegur og ég hlakka til að vinna að úrlausn þessara mála í samvinnu við þessi samtök og öll þau sem koma að málinu,“ segir Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Fundaði með íbúasamtökum Þar kemur fram að Svandís hafi fundað í gær með forsvarsfólki íbúasamtakanna Hljóðmarka. Samtökin voru stofnuð í síðustu viku og er markmið þeirra að draga úr óþarfa flugumferð á Reykjavíkurflugvelli, einkum það sem snýr að einkaflugvélum, þyrlum og einkaþotum. Að samtökunum standa íbúar úr Hlíðum, Miðbæ, Vesturbæ Reykjavíkur og á Kársnesi í Kópavogi. Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins í dag kemur fram að Svandís hafi tekið vel í erindi íbúasamtakanna og að hún geti tekið undir ýmis sjónarmið í þeirra málflutningi. Þá kemur fram að málið hafi verið skoðað í ráðuneytinu og erindi íbúasamtakanna þarft og gott innlegg. Bæjarstjórinn í Kópavogi óskaði eftir því að funda með innviðaráðherra vegna sama máls í síðustu viku.
Reykjavíkurflugvöllur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fréttir af flugi Reykjavík Kópavogur Umhverfismál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Sjá meira