„Bara“ kennari Álfhildur Leifsdóttir skrifar 17. september 2024 11:01 „Núna er nóg“var sagt fyrir síðustu kjarasamninga kennara. En það „núna“ sem var þá, var ekki góður tími. Alveg eins og samningarnir þar áður voru líka á slæmum tíma fyrir samfélagið. Og kennarar svona samfélagsvænir, gáfu eftir. Gerðu stutta samninga með litlum kjarabótum. Kennarar eru einu sinni enn samningslausir. Og það hefur sýnt sig í umræðum ákveðinna aðila sem rætt hafa menntamál af einurð í fjölmiðlum undanfarið. Skólafólk fagnar umræðu um menntamál. Umræðu sem er sanngjörn, rýnir til gagns og jafnvel bendir um leið á það sem skólakerfið gerir vel. En umræðan undanfarið einkennist ekki af slíkri rýni heldur orðræðu sem gagngert talar kennara niður og á að sannfæra þá um að þeir séu afleitir í sínu starfi og ættu því ekki að voga sér að gera miklar kröfur í komandi samningum. Það er vont fyrir fagfólk að sitja undir slíku en það veit líka betur. Fagfólkið erum við öll sem störfum innan skólanna og byggjum grunn undir þau mikilvægu skólasamfélög sem dafna á hverjum stað. Skólakerfið okkar er sannarlega mikilvægasta jöfnunartæki samfélagsins. Við höfum skóla án aðgreiningar, gjaldfrjálsar skólamáltíðir og gjaldfrjáls námsgögn. Skólarnir eru hjarta hvers samfélags og starfsfólk skólanna er drifkrafturinn. Starfsfólk skólanna var heldur betur minnt á það í Covid faraldrinum, framlínustarfsmenn öll sem eitt, en núna hefur töluvert fennt yfir það umræðunni. Núna erum þau kostnaður sem má helst ekki hækka. Samstaða hefur aldrei verið mikilvægari en núna. Sum innan skólasamfélagsins hafa upplifað verkföll og langar sennilega engum í þá vegferð aftur. En öll viljum við að á okkur sé hlustað. Og nú sem aldrei fyrr þurfum við að hafa rödd. Samstillta rödd um að fjárfesta þurfi í kennurum. Og vera tilbúin að grípa til aðgerða til að á okkur sé hlustað. Kennarasamband Íslands fór af stað í ímyndarherferð nú á dögunum undir yfirskriftinni fjárfestum í kennurum, til að minna á mikilvægi kennaramenntunnar. Fljótlega heyrðust raddir um að þetta væri nú ekki nógu og gott. Að kennarar væru að setja sig á háan hest gagnvart öðrum sem starfa sem leiðbeinendur. En er það? Staðreyndin er sú að einn af hverjum fimm sem kenna í grunnskólum eru leiðbeinendur. Það er kannski ekki ennþá staðan í dreifðari byggð, en það er a.m.k. staðan á höfuðborgarsvæðinu og staða sem að óbreyttu teygir sig með tímanum um allt land. Og tölfræðin sýnir að þessi eini af fimm stoppar ekki lengi við. Hann er jafnvel bara að tryggja sér tímabundið starf meðan hann leitar að öðru varanlegra. Hann er nefnilega þrefalt ólíklegri en kennari að staldra við í starfi. Þetta þýðir aukið álag á kennara, sem draga vagninn í þeim óstöðugleika sem óneitanlega verður á vinnustaðnum vegna þessa. Við verðum að geta talað um stöðuna eins og hún er og hvað þarf til að breyta henni. Meiningin er ekki að draga aðra niður í þeirri umræðu. Margir grunnskólar hafa sannarlega verið heppnir með leiðbeinendur sem gjarna afla sér kennsluréttinda eftir kynnin af kennslu, því þau uppgötva hversu gott starfið er og hve vel þau passa inn í það. Og það er frábært þegar kennurum fjölgar á þann hátt. Við sem samfélag ættum oftar að minna okkur á mikilvægi skólastarfsins. Starfsfólk skólanna er ekki „bara“ kennari, „bara“ stuðningsfulltrúi, „bara“ skólaliði, heldur fólk sem skiptir máli fyrir þúsundir grunnskólanemenda. Starfsfólk skólanna er fasti punkturinn í lífi fjölda barna stærsta hluta ársins. Fólkið sem nemendur stóla á og treysta fyrir bæði erfiðum stundum og stórum í þeirra lífi. Og það er ekkert „bara“ við það. Höfundur er formaður Kennarasambands Norðurlands vestra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Álfhildur Leifsdóttir Skóla- og menntamál Kjaramál Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Skoðun Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
„Núna er nóg“var sagt fyrir síðustu kjarasamninga kennara. En það „núna“ sem var þá, var ekki góður tími. Alveg eins og samningarnir þar áður voru líka á slæmum tíma fyrir samfélagið. Og kennarar svona samfélagsvænir, gáfu eftir. Gerðu stutta samninga með litlum kjarabótum. Kennarar eru einu sinni enn samningslausir. Og það hefur sýnt sig í umræðum ákveðinna aðila sem rætt hafa menntamál af einurð í fjölmiðlum undanfarið. Skólafólk fagnar umræðu um menntamál. Umræðu sem er sanngjörn, rýnir til gagns og jafnvel bendir um leið á það sem skólakerfið gerir vel. En umræðan undanfarið einkennist ekki af slíkri rýni heldur orðræðu sem gagngert talar kennara niður og á að sannfæra þá um að þeir séu afleitir í sínu starfi og ættu því ekki að voga sér að gera miklar kröfur í komandi samningum. Það er vont fyrir fagfólk að sitja undir slíku en það veit líka betur. Fagfólkið erum við öll sem störfum innan skólanna og byggjum grunn undir þau mikilvægu skólasamfélög sem dafna á hverjum stað. Skólakerfið okkar er sannarlega mikilvægasta jöfnunartæki samfélagsins. Við höfum skóla án aðgreiningar, gjaldfrjálsar skólamáltíðir og gjaldfrjáls námsgögn. Skólarnir eru hjarta hvers samfélags og starfsfólk skólanna er drifkrafturinn. Starfsfólk skólanna var heldur betur minnt á það í Covid faraldrinum, framlínustarfsmenn öll sem eitt, en núna hefur töluvert fennt yfir það umræðunni. Núna erum þau kostnaður sem má helst ekki hækka. Samstaða hefur aldrei verið mikilvægari en núna. Sum innan skólasamfélagsins hafa upplifað verkföll og langar sennilega engum í þá vegferð aftur. En öll viljum við að á okkur sé hlustað. Og nú sem aldrei fyrr þurfum við að hafa rödd. Samstillta rödd um að fjárfesta þurfi í kennurum. Og vera tilbúin að grípa til aðgerða til að á okkur sé hlustað. Kennarasamband Íslands fór af stað í ímyndarherferð nú á dögunum undir yfirskriftinni fjárfestum í kennurum, til að minna á mikilvægi kennaramenntunnar. Fljótlega heyrðust raddir um að þetta væri nú ekki nógu og gott. Að kennarar væru að setja sig á háan hest gagnvart öðrum sem starfa sem leiðbeinendur. En er það? Staðreyndin er sú að einn af hverjum fimm sem kenna í grunnskólum eru leiðbeinendur. Það er kannski ekki ennþá staðan í dreifðari byggð, en það er a.m.k. staðan á höfuðborgarsvæðinu og staða sem að óbreyttu teygir sig með tímanum um allt land. Og tölfræðin sýnir að þessi eini af fimm stoppar ekki lengi við. Hann er jafnvel bara að tryggja sér tímabundið starf meðan hann leitar að öðru varanlegra. Hann er nefnilega þrefalt ólíklegri en kennari að staldra við í starfi. Þetta þýðir aukið álag á kennara, sem draga vagninn í þeim óstöðugleika sem óneitanlega verður á vinnustaðnum vegna þessa. Við verðum að geta talað um stöðuna eins og hún er og hvað þarf til að breyta henni. Meiningin er ekki að draga aðra niður í þeirri umræðu. Margir grunnskólar hafa sannarlega verið heppnir með leiðbeinendur sem gjarna afla sér kennsluréttinda eftir kynnin af kennslu, því þau uppgötva hversu gott starfið er og hve vel þau passa inn í það. Og það er frábært þegar kennurum fjölgar á þann hátt. Við sem samfélag ættum oftar að minna okkur á mikilvægi skólastarfsins. Starfsfólk skólanna er ekki „bara“ kennari, „bara“ stuðningsfulltrúi, „bara“ skólaliði, heldur fólk sem skiptir máli fyrir þúsundir grunnskólanemenda. Starfsfólk skólanna er fasti punkturinn í lífi fjölda barna stærsta hluta ársins. Fólkið sem nemendur stóla á og treysta fyrir bæði erfiðum stundum og stórum í þeirra lífi. Og það er ekkert „bara“ við það. Höfundur er formaður Kennarasambands Norðurlands vestra.
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar