„Bara“ kennari Álfhildur Leifsdóttir skrifar 17. september 2024 11:01 „Núna er nóg“var sagt fyrir síðustu kjarasamninga kennara. En það „núna“ sem var þá, var ekki góður tími. Alveg eins og samningarnir þar áður voru líka á slæmum tíma fyrir samfélagið. Og kennarar svona samfélagsvænir, gáfu eftir. Gerðu stutta samninga með litlum kjarabótum. Kennarar eru einu sinni enn samningslausir. Og það hefur sýnt sig í umræðum ákveðinna aðila sem rætt hafa menntamál af einurð í fjölmiðlum undanfarið. Skólafólk fagnar umræðu um menntamál. Umræðu sem er sanngjörn, rýnir til gagns og jafnvel bendir um leið á það sem skólakerfið gerir vel. En umræðan undanfarið einkennist ekki af slíkri rýni heldur orðræðu sem gagngert talar kennara niður og á að sannfæra þá um að þeir séu afleitir í sínu starfi og ættu því ekki að voga sér að gera miklar kröfur í komandi samningum. Það er vont fyrir fagfólk að sitja undir slíku en það veit líka betur. Fagfólkið erum við öll sem störfum innan skólanna og byggjum grunn undir þau mikilvægu skólasamfélög sem dafna á hverjum stað. Skólakerfið okkar er sannarlega mikilvægasta jöfnunartæki samfélagsins. Við höfum skóla án aðgreiningar, gjaldfrjálsar skólamáltíðir og gjaldfrjáls námsgögn. Skólarnir eru hjarta hvers samfélags og starfsfólk skólanna er drifkrafturinn. Starfsfólk skólanna var heldur betur minnt á það í Covid faraldrinum, framlínustarfsmenn öll sem eitt, en núna hefur töluvert fennt yfir það umræðunni. Núna erum þau kostnaður sem má helst ekki hækka. Samstaða hefur aldrei verið mikilvægari en núna. Sum innan skólasamfélagsins hafa upplifað verkföll og langar sennilega engum í þá vegferð aftur. En öll viljum við að á okkur sé hlustað. Og nú sem aldrei fyrr þurfum við að hafa rödd. Samstillta rödd um að fjárfesta þurfi í kennurum. Og vera tilbúin að grípa til aðgerða til að á okkur sé hlustað. Kennarasamband Íslands fór af stað í ímyndarherferð nú á dögunum undir yfirskriftinni fjárfestum í kennurum, til að minna á mikilvægi kennaramenntunnar. Fljótlega heyrðust raddir um að þetta væri nú ekki nógu og gott. Að kennarar væru að setja sig á háan hest gagnvart öðrum sem starfa sem leiðbeinendur. En er það? Staðreyndin er sú að einn af hverjum fimm sem kenna í grunnskólum eru leiðbeinendur. Það er kannski ekki ennþá staðan í dreifðari byggð, en það er a.m.k. staðan á höfuðborgarsvæðinu og staða sem að óbreyttu teygir sig með tímanum um allt land. Og tölfræðin sýnir að þessi eini af fimm stoppar ekki lengi við. Hann er jafnvel bara að tryggja sér tímabundið starf meðan hann leitar að öðru varanlegra. Hann er nefnilega þrefalt ólíklegri en kennari að staldra við í starfi. Þetta þýðir aukið álag á kennara, sem draga vagninn í þeim óstöðugleika sem óneitanlega verður á vinnustaðnum vegna þessa. Við verðum að geta talað um stöðuna eins og hún er og hvað þarf til að breyta henni. Meiningin er ekki að draga aðra niður í þeirri umræðu. Margir grunnskólar hafa sannarlega verið heppnir með leiðbeinendur sem gjarna afla sér kennsluréttinda eftir kynnin af kennslu, því þau uppgötva hversu gott starfið er og hve vel þau passa inn í það. Og það er frábært þegar kennurum fjölgar á þann hátt. Við sem samfélag ættum oftar að minna okkur á mikilvægi skólastarfsins. Starfsfólk skólanna er ekki „bara“ kennari, „bara“ stuðningsfulltrúi, „bara“ skólaliði, heldur fólk sem skiptir máli fyrir þúsundir grunnskólanemenda. Starfsfólk skólanna er fasti punkturinn í lífi fjölda barna stærsta hluta ársins. Fólkið sem nemendur stóla á og treysta fyrir bæði erfiðum stundum og stórum í þeirra lífi. Og það er ekkert „bara“ við það. Höfundur er formaður Kennarasambands Norðurlands vestra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Álfhildur Leifsdóttir Skóla- og menntamál Kjaramál Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
„Núna er nóg“var sagt fyrir síðustu kjarasamninga kennara. En það „núna“ sem var þá, var ekki góður tími. Alveg eins og samningarnir þar áður voru líka á slæmum tíma fyrir samfélagið. Og kennarar svona samfélagsvænir, gáfu eftir. Gerðu stutta samninga með litlum kjarabótum. Kennarar eru einu sinni enn samningslausir. Og það hefur sýnt sig í umræðum ákveðinna aðila sem rætt hafa menntamál af einurð í fjölmiðlum undanfarið. Skólafólk fagnar umræðu um menntamál. Umræðu sem er sanngjörn, rýnir til gagns og jafnvel bendir um leið á það sem skólakerfið gerir vel. En umræðan undanfarið einkennist ekki af slíkri rýni heldur orðræðu sem gagngert talar kennara niður og á að sannfæra þá um að þeir séu afleitir í sínu starfi og ættu því ekki að voga sér að gera miklar kröfur í komandi samningum. Það er vont fyrir fagfólk að sitja undir slíku en það veit líka betur. Fagfólkið erum við öll sem störfum innan skólanna og byggjum grunn undir þau mikilvægu skólasamfélög sem dafna á hverjum stað. Skólakerfið okkar er sannarlega mikilvægasta jöfnunartæki samfélagsins. Við höfum skóla án aðgreiningar, gjaldfrjálsar skólamáltíðir og gjaldfrjáls námsgögn. Skólarnir eru hjarta hvers samfélags og starfsfólk skólanna er drifkrafturinn. Starfsfólk skólanna var heldur betur minnt á það í Covid faraldrinum, framlínustarfsmenn öll sem eitt, en núna hefur töluvert fennt yfir það umræðunni. Núna erum þau kostnaður sem má helst ekki hækka. Samstaða hefur aldrei verið mikilvægari en núna. Sum innan skólasamfélagsins hafa upplifað verkföll og langar sennilega engum í þá vegferð aftur. En öll viljum við að á okkur sé hlustað. Og nú sem aldrei fyrr þurfum við að hafa rödd. Samstillta rödd um að fjárfesta þurfi í kennurum. Og vera tilbúin að grípa til aðgerða til að á okkur sé hlustað. Kennarasamband Íslands fór af stað í ímyndarherferð nú á dögunum undir yfirskriftinni fjárfestum í kennurum, til að minna á mikilvægi kennaramenntunnar. Fljótlega heyrðust raddir um að þetta væri nú ekki nógu og gott. Að kennarar væru að setja sig á háan hest gagnvart öðrum sem starfa sem leiðbeinendur. En er það? Staðreyndin er sú að einn af hverjum fimm sem kenna í grunnskólum eru leiðbeinendur. Það er kannski ekki ennþá staðan í dreifðari byggð, en það er a.m.k. staðan á höfuðborgarsvæðinu og staða sem að óbreyttu teygir sig með tímanum um allt land. Og tölfræðin sýnir að þessi eini af fimm stoppar ekki lengi við. Hann er jafnvel bara að tryggja sér tímabundið starf meðan hann leitar að öðru varanlegra. Hann er nefnilega þrefalt ólíklegri en kennari að staldra við í starfi. Þetta þýðir aukið álag á kennara, sem draga vagninn í þeim óstöðugleika sem óneitanlega verður á vinnustaðnum vegna þessa. Við verðum að geta talað um stöðuna eins og hún er og hvað þarf til að breyta henni. Meiningin er ekki að draga aðra niður í þeirri umræðu. Margir grunnskólar hafa sannarlega verið heppnir með leiðbeinendur sem gjarna afla sér kennsluréttinda eftir kynnin af kennslu, því þau uppgötva hversu gott starfið er og hve vel þau passa inn í það. Og það er frábært þegar kennurum fjölgar á þann hátt. Við sem samfélag ættum oftar að minna okkur á mikilvægi skólastarfsins. Starfsfólk skólanna er ekki „bara“ kennari, „bara“ stuðningsfulltrúi, „bara“ skólaliði, heldur fólk sem skiptir máli fyrir þúsundir grunnskólanemenda. Starfsfólk skólanna er fasti punkturinn í lífi fjölda barna stærsta hluta ársins. Fólkið sem nemendur stóla á og treysta fyrir bæði erfiðum stundum og stórum í þeirra lífi. Og það er ekkert „bara“ við það. Höfundur er formaður Kennarasambands Norðurlands vestra.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun