Öryggi sjúklinga – gerum og greinum betur Alma D. Möller skrifar 17. september 2024 08:31 Alþjóðadagur sjúklingaöryggis 17. september. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin setti 17. september sem Alþjóðadag sjúklingaöryggis. Öryggi snýst um það að sjúklingar hljóti ekki skaða af þeirri þjónustu sem ætluð er til að bæta heilsu þeirra og lífsgæði. Því miður verða sk. óvænt atvik sem eruskilgreind í lögum semóhappatilvik, mistök, vanræksla eða önnur atvik sem valdið hafa sjúklingi tjóni eða hefðu getað valdið sjúklingi tjóni. Það er ekki eins auðvelt og ætla mætti að koma í veg fyrir slík atvik því heilbrigðisþjónusta er flókin og hefur flækjustig vaxið hraðar en geta mannsins til að aðlagast þeim breytingum sem fylgja. Talið er að allt að 10% sjúklinga á bráðasjúkrahúsum verði fyrir einhvers konar atviki og að hægt ætti að vera að fyrirbyggja umtalsverðan hluta þeirra. Öruggar sjúkdómsgreiningar Að þessu sinni er þema dagsins öruggar sjúkdómsgreiningar en rétt og tímanleg sjúkdómsgreining er augljóslega forsenda viðeigandi og góðrar meðferðar. Talið er að villur í sjúkdómsgreiningum telji um 16% þeirra atvika sem hægt væri að fyrirbyggja. Um getur verið að ræða seinkaða eða ranga greiningu, að sjúdómur greinist ekki og að sjúklingur sé ekki upplýstur um sjúkdómsgreiningu. Vel þekkt dæmi eru þegar bráð kransæðastífla greinist ekki eða að krabbamein greinist seint. Þá hefur mikilvægi ofgreininga, þ.e. að verið sé að greina og meðhöndla sjúkdóma að óþörfu, orðið æ ljósara. Almennt gildir að þegar alvarleg atvik verða í heilbrigðisþjónustu brestur gjarnan á nokkrum stöðum í keðjunni og er jafnan bæði um að ræða kerfistengda þætti eins og t.d. ónóga mönnun eða skort á þjálfun sem og sk. mannlega þætti t.d. samskiptabresti og gildrur hugans (cognitive errors) eins og sk. rörsýn er dæmi um. Eflum öryggi Alvarlegt atvik snertir auðvitað mest þann sem fyrir verður og getur haft hörmulegar afleiðingar fyrir sjúkling og ástvini. Því þarf að leita allra leiða til að fyrirbyggja alvarleg atvik. Hérlendis er hvað brýnast að bæta mönnun; að tryggja að fjöldi starfsmanna sem og menntun, reynsla og þjálfun þeirra sé í takti við starfsemi og verkefni hverju sinni. Þá þarf vinnuskipulag allt, verkferlar og menning að styðja við öryggi. Mikilvægi þess að virkja sjúklinga og aðstandendur í meðferð og öryggi hefur orðið æ ljósara. Í því samhengi er hér bent á bæklingana Sjúklingaráðin 10 og Örugg dvöl á sjúkrahúsi sem og lög um réttindi sjúklinga. Þema alþjóðadags sjúklingaöryggis á síðastliðnu ári snéri einmitt að því að virkja sjúklinga og hækka raddir þeirra. Samkvæmt Áætlun um gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu 2019-2030 ber stofnunum og veitendum heilbrigiðisþjónustu skylda til þess að vinna að bættu öryggi og gæðum með skipulögðu umbótastarfi, notkun gæðavísa til leiðbeiningar, markvissri úrvinnslu atvika til lærdóms og þjónustukönnunum þar sem viðhorf notenda koma fram. Viðbrögð við alvarlegum atvikum Þegar hlutirnir fara á verri veg og alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu verða, sýna rannsóknir að sjúklingar og aðstandendur vilja viðurkenningu á því sem aflaga fór, afsökunarbeiðni og heiðarlegar útskýringar. Að verða fyrir alvarlegu atviki er gríðarlegt áfall og því þarf að sýna hlutaðeigandi samhygð, virðingu og umhyggju. Tryggja þarf viðeigandi stuðning og eftirfylgd fyrir sjúkling og aðstandendur. Þá er mikilvægt fyrir fólk að vita að atvikið verði rannsakað ofan í kjölinn til að finna á því skýringar svo hægt sé að ráðast í raunverulegar úrbætur til að hindra að atvik fái endurtekið sig. Embætti landlæknis hefur gefið út gátlista og leiðbeiningar um viðbrögð við óvæntum atvikum í heilbrigðisþjónustu sem snúa að sjúklingi og aðstandendum, starfsfólki og stofnun. Alvarlegt atvik er sömuleiðis mikið áfall fyrir þá heilbrigðisstarfsmenn sem að koma og er rætt um „hitt fórnarlambið“ (e. second victim) í því samhengi. Það er því brýnt að stofnun veiti einstaklingsmiðaðan og vandaðan stuðning þeim starfsmönnum sem á þurfa að halda. Málþing og styrkveitingar Í tilefni dagsins verður haldið málþing er snýr að gæðum og öryggi í heilbrigðisþjónustu með áherslu á sjúkdómsgreiningar, í Fróða, sal Íslenskrar erfðagreiningar að Sturlugötu 8, Reykjavík, kl. 13-17 og verður upptöku að finna á vef embættisins að því loknu. Málþingið er öllum opið. Í lok málþings mun landlæknir afhenda styrki til gæða- og vísindaverkefna úr Minningarsjóði um hjónin Bergþóru Magnúsdóttur og Jakob Júlíus Bjarnason, í fyrsta sinn frá því hann var sameinaður eldri sjóðum embættisins og stofnskrá breytt til samræmis við nútímann. Til þess að efla öryggi þurfum við öll að hjálpast að; stjórnvöld, stofnanir, heilbrigðisstarfsfólk og notendur þjónustu. Það er nauðsynlegt að taka öryggi sjúklinga fastari tökum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Alma D. Möller Mest lesið Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Alþjóðadagur sjúklingaöryggis 17. september. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin setti 17. september sem Alþjóðadag sjúklingaöryggis. Öryggi snýst um það að sjúklingar hljóti ekki skaða af þeirri þjónustu sem ætluð er til að bæta heilsu þeirra og lífsgæði. Því miður verða sk. óvænt atvik sem eruskilgreind í lögum semóhappatilvik, mistök, vanræksla eða önnur atvik sem valdið hafa sjúklingi tjóni eða hefðu getað valdið sjúklingi tjóni. Það er ekki eins auðvelt og ætla mætti að koma í veg fyrir slík atvik því heilbrigðisþjónusta er flókin og hefur flækjustig vaxið hraðar en geta mannsins til að aðlagast þeim breytingum sem fylgja. Talið er að allt að 10% sjúklinga á bráðasjúkrahúsum verði fyrir einhvers konar atviki og að hægt ætti að vera að fyrirbyggja umtalsverðan hluta þeirra. Öruggar sjúkdómsgreiningar Að þessu sinni er þema dagsins öruggar sjúkdómsgreiningar en rétt og tímanleg sjúkdómsgreining er augljóslega forsenda viðeigandi og góðrar meðferðar. Talið er að villur í sjúkdómsgreiningum telji um 16% þeirra atvika sem hægt væri að fyrirbyggja. Um getur verið að ræða seinkaða eða ranga greiningu, að sjúdómur greinist ekki og að sjúklingur sé ekki upplýstur um sjúkdómsgreiningu. Vel þekkt dæmi eru þegar bráð kransæðastífla greinist ekki eða að krabbamein greinist seint. Þá hefur mikilvægi ofgreininga, þ.e. að verið sé að greina og meðhöndla sjúkdóma að óþörfu, orðið æ ljósara. Almennt gildir að þegar alvarleg atvik verða í heilbrigðisþjónustu brestur gjarnan á nokkrum stöðum í keðjunni og er jafnan bæði um að ræða kerfistengda þætti eins og t.d. ónóga mönnun eða skort á þjálfun sem og sk. mannlega þætti t.d. samskiptabresti og gildrur hugans (cognitive errors) eins og sk. rörsýn er dæmi um. Eflum öryggi Alvarlegt atvik snertir auðvitað mest þann sem fyrir verður og getur haft hörmulegar afleiðingar fyrir sjúkling og ástvini. Því þarf að leita allra leiða til að fyrirbyggja alvarleg atvik. Hérlendis er hvað brýnast að bæta mönnun; að tryggja að fjöldi starfsmanna sem og menntun, reynsla og þjálfun þeirra sé í takti við starfsemi og verkefni hverju sinni. Þá þarf vinnuskipulag allt, verkferlar og menning að styðja við öryggi. Mikilvægi þess að virkja sjúklinga og aðstandendur í meðferð og öryggi hefur orðið æ ljósara. Í því samhengi er hér bent á bæklingana Sjúklingaráðin 10 og Örugg dvöl á sjúkrahúsi sem og lög um réttindi sjúklinga. Þema alþjóðadags sjúklingaöryggis á síðastliðnu ári snéri einmitt að því að virkja sjúklinga og hækka raddir þeirra. Samkvæmt Áætlun um gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu 2019-2030 ber stofnunum og veitendum heilbrigiðisþjónustu skylda til þess að vinna að bættu öryggi og gæðum með skipulögðu umbótastarfi, notkun gæðavísa til leiðbeiningar, markvissri úrvinnslu atvika til lærdóms og þjónustukönnunum þar sem viðhorf notenda koma fram. Viðbrögð við alvarlegum atvikum Þegar hlutirnir fara á verri veg og alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu verða, sýna rannsóknir að sjúklingar og aðstandendur vilja viðurkenningu á því sem aflaga fór, afsökunarbeiðni og heiðarlegar útskýringar. Að verða fyrir alvarlegu atviki er gríðarlegt áfall og því þarf að sýna hlutaðeigandi samhygð, virðingu og umhyggju. Tryggja þarf viðeigandi stuðning og eftirfylgd fyrir sjúkling og aðstandendur. Þá er mikilvægt fyrir fólk að vita að atvikið verði rannsakað ofan í kjölinn til að finna á því skýringar svo hægt sé að ráðast í raunverulegar úrbætur til að hindra að atvik fái endurtekið sig. Embætti landlæknis hefur gefið út gátlista og leiðbeiningar um viðbrögð við óvæntum atvikum í heilbrigðisþjónustu sem snúa að sjúklingi og aðstandendum, starfsfólki og stofnun. Alvarlegt atvik er sömuleiðis mikið áfall fyrir þá heilbrigðisstarfsmenn sem að koma og er rætt um „hitt fórnarlambið“ (e. second victim) í því samhengi. Það er því brýnt að stofnun veiti einstaklingsmiðaðan og vandaðan stuðning þeim starfsmönnum sem á þurfa að halda. Málþing og styrkveitingar Í tilefni dagsins verður haldið málþing er snýr að gæðum og öryggi í heilbrigðisþjónustu með áherslu á sjúkdómsgreiningar, í Fróða, sal Íslenskrar erfðagreiningar að Sturlugötu 8, Reykjavík, kl. 13-17 og verður upptöku að finna á vef embættisins að því loknu. Málþingið er öllum opið. Í lok málþings mun landlæknir afhenda styrki til gæða- og vísindaverkefna úr Minningarsjóði um hjónin Bergþóru Magnúsdóttur og Jakob Júlíus Bjarnason, í fyrsta sinn frá því hann var sameinaður eldri sjóðum embættisins og stofnskrá breytt til samræmis við nútímann. Til þess að efla öryggi þurfum við öll að hjálpast að; stjórnvöld, stofnanir, heilbrigðisstarfsfólk og notendur þjónustu. Það er nauðsynlegt að taka öryggi sjúklinga fastari tökum.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar