Landspítalinn telur heimildir lögreglu ekki hafnar yfir allan vafa Jón Þór Stefánsson skrifar 16. september 2024 17:13 Yazan, sem er ellefu ára og glímir við taugahrörnunarsjúkdóminn Duchenne, var vakinn af lögreglu í nótt og fluttur á Keflavíkurflugvöll, þaðan sem fljúga átti honum til Spánar ásamt fjölskyldu. Vísir/Arnar Landspítalinn telur aðgerðir lögreglu á spítalanum varpa ljósi á mikilvægi þess að skýra hvaða heimildir stjórnvöld hafi til að fara inn á sjúkrastofnanir og sækja þangað veika einstaklinga til brottflutnings úr landi. Yazan, sem er ellefu ára og glímir við taugahrörnunarsjúkdóminn Duchenne, var vakinn af lögreglu í nótt og fluttur á Keflavíkurflugvöll, þaðan sem fljúga átti honum til Spánar ásamt fjölskyldu. Yazan og fjölskylda hans voru komin upp á völl þegar fyrirskipun um að stöðva ætti brottflutning hans barst. „Vegna fréttaflutnings af málefnum fjölskyldu sem stóð til að vísa af landi brott telur Landspítali mikilvægt að árétta nokkur atriði sem snúa að stofnuninni. Landspítali er sjúkrahús, stofnun sem tekur við veikum einstaklingum til líknar og lækninga,“ segir í tilkynningu frá Landspítalanum. Þar segir að spítalinn taki hlutverk sitt alvarlega enda sé þjónusta hans mikilvægt hagsmunamál fyrir allan almenning. „Starfsfólk Landspítala veitir öllum þjónustu sem þangað leita, hvort sem þeir eru íslenskir ríkisborgarar eða ekki og leggur sig fram um að mismuna sjúklingum aldrei.“ Líkt og áður segir telur spítalinn aðgerðirnar sem beindust að Yazan benda á að skýra þurfi heimildir stjórnvalda betur þegar komi að því að sækja einstaklinga sem eigi að brottvísa. „Afstaða spítalans er að þær heimildir séu ekki hafnar yfir allan vafa en slíkt verður að teljast nauðsynlegt í svo afdrifaríkum aðgerðum.“ Einnig er bent á í tilkynningu spítalans að hugað sé að því að lögregluaðgerðir inni á sjúkrastofnunum hafi „afar truflandi“ áhrif á viðkvæma starfsemi. Mál Yazans Landspítalinn Heilbrigðismál Lögreglan Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Yazan, sem er ellefu ára og glímir við taugahrörnunarsjúkdóminn Duchenne, var vakinn af lögreglu í nótt og fluttur á Keflavíkurflugvöll, þaðan sem fljúga átti honum til Spánar ásamt fjölskyldu. Yazan og fjölskylda hans voru komin upp á völl þegar fyrirskipun um að stöðva ætti brottflutning hans barst. „Vegna fréttaflutnings af málefnum fjölskyldu sem stóð til að vísa af landi brott telur Landspítali mikilvægt að árétta nokkur atriði sem snúa að stofnuninni. Landspítali er sjúkrahús, stofnun sem tekur við veikum einstaklingum til líknar og lækninga,“ segir í tilkynningu frá Landspítalanum. Þar segir að spítalinn taki hlutverk sitt alvarlega enda sé þjónusta hans mikilvægt hagsmunamál fyrir allan almenning. „Starfsfólk Landspítala veitir öllum þjónustu sem þangað leita, hvort sem þeir eru íslenskir ríkisborgarar eða ekki og leggur sig fram um að mismuna sjúklingum aldrei.“ Líkt og áður segir telur spítalinn aðgerðirnar sem beindust að Yazan benda á að skýra þurfi heimildir stjórnvalda betur þegar komi að því að sækja einstaklinga sem eigi að brottvísa. „Afstaða spítalans er að þær heimildir séu ekki hafnar yfir allan vafa en slíkt verður að teljast nauðsynlegt í svo afdrifaríkum aðgerðum.“ Einnig er bent á í tilkynningu spítalans að hugað sé að því að lögregluaðgerðir inni á sjúkrastofnunum hafi „afar truflandi“ áhrif á viðkvæma starfsemi.
Mál Yazans Landspítalinn Heilbrigðismál Lögreglan Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira