Grunaður tilræðismaður vildi berjast og deyja í Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. september 2024 07:31 Heimili Routh á Hawaii. AP/Audrey McAvoy Ryan Wesley Routh, 58 ára, sem handtekinn var í gær grunaður um að hafa haft í hyggju að ráða Donald Trump af dögum, lýsti því yfir á samfélagsmiðlum árið 2022 að hann væri reiðubúinn til að ferðast til Úkraínu og gefa líf sitt til að berjast við Rússa. Þá greindi hann frá því í viðtali við New York Times árið 2023 að hann hefði farið til Úkraínu í kjölfar innrásar Rússa og freistað þess að fá afganska hermenn til að berjast í stríðinu. Hann hefði einnig fundað með stjórnmálamönnum í Washington til að afla stuðnings við Úkraínu. Ef marka má blaðamanninn sem tók viðtalið við Routh þá virðist hann hafa verið að slá um sig og í raun ekki haft neina getu til að láta fyrirætlanir sínar verða að raunveruleika. I am deeply disturbed by the possible assassination attempt of former President Trump today. As we gather the facts, I will be clear: I condemn political violence. We all must do our part to ensure that this incident does not lead to more to violence.Read my statement: pic.twitter.com/JcuKJPHYdA— Vice President Kamala Harris (@VP) September 16, 2024 Routh var handtekinn eftir að lífverðir Trump komu auga á mann í runnum á golfvelli Trump í West Palm Beach í Flórída og skutu í átt að honum. Maðurinn flúði en riffill, myndavél og tveir bakpokar fundust í runnunum. Trump, sem var á vellinum þegar atvikið átti sér stað, sendi frá sér yfirlýsingar skömmu síðar þar sem hann fullvissaði stuðningsmenn sína um að hann væri heill á húfi og þakkaði lífvörðunum og löggæsluyfirvöldum. Joe Biden Bandaríkjaforseti, Kamala Harris varaforseti og Tim Walz, varaforsetaefni Harris, hafa öll sent frá sér yfirlýsingar þess efnis að þau séu glöð með að Trump hafi sloppið og að ofbeldi af þessu tagi eigi ekki að eiga sér stað í Bandaríkjunum. Þá hefur Biden gefið til kynna að öryggisgæsla Trump verði aukin en aðeins um tveir mánuðir eru liðnir frá því að hann varð fyrir skoti á baráttufundi í Pennsylvaníu. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Innlent Fleiri fréttir Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Sjá meira
Þá greindi hann frá því í viðtali við New York Times árið 2023 að hann hefði farið til Úkraínu í kjölfar innrásar Rússa og freistað þess að fá afganska hermenn til að berjast í stríðinu. Hann hefði einnig fundað með stjórnmálamönnum í Washington til að afla stuðnings við Úkraínu. Ef marka má blaðamanninn sem tók viðtalið við Routh þá virðist hann hafa verið að slá um sig og í raun ekki haft neina getu til að láta fyrirætlanir sínar verða að raunveruleika. I am deeply disturbed by the possible assassination attempt of former President Trump today. As we gather the facts, I will be clear: I condemn political violence. We all must do our part to ensure that this incident does not lead to more to violence.Read my statement: pic.twitter.com/JcuKJPHYdA— Vice President Kamala Harris (@VP) September 16, 2024 Routh var handtekinn eftir að lífverðir Trump komu auga á mann í runnum á golfvelli Trump í West Palm Beach í Flórída og skutu í átt að honum. Maðurinn flúði en riffill, myndavél og tveir bakpokar fundust í runnunum. Trump, sem var á vellinum þegar atvikið átti sér stað, sendi frá sér yfirlýsingar skömmu síðar þar sem hann fullvissaði stuðningsmenn sína um að hann væri heill á húfi og þakkaði lífvörðunum og löggæsluyfirvöldum. Joe Biden Bandaríkjaforseti, Kamala Harris varaforseti og Tim Walz, varaforsetaefni Harris, hafa öll sent frá sér yfirlýsingar þess efnis að þau séu glöð með að Trump hafi sloppið og að ofbeldi af þessu tagi eigi ekki að eiga sér stað í Bandaríkjunum. Þá hefur Biden gefið til kynna að öryggisgæsla Trump verði aukin en aðeins um tveir mánuðir eru liðnir frá því að hann varð fyrir skoti á baráttufundi í Pennsylvaníu.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Innlent Fleiri fréttir Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Sjá meira