Lífið

Rat­leikur sem endaði með ó­væntu brúð­kaupi

Lovísa Arnardóttir skrifar
Árni Oddur og Kristrún Auður giftu sig í gær.
Árni Oddur og Kristrún Auður giftu sig í gær. Samsett

Árni Oddur Þórðarson fyrrverandi forstjóri Marel og Kristrún Auður Viðarsdóttir fjárfestir giftu sig óvænt í Dómkirkjunni í gær. Árni Oddur og Kristrún hafa verið saman í um tvö ár. Hjónin höfðu ekki boðið til brúðkaups heldur var veislan óvænt. Greint var fyrst frá brúðkaupinu á vef mbl.is í gær. 

Þar kemur fram að Kristrún hafi boðið gestum í fimmtugsafmæli. Þar hafi hún boðið upp á ratleik sem endaði í Dómkirkjunni. Veislan hafi svo verið haldin í Marshallhúsinu. Fréttin á vef mbl.is.

Vísir fjallaði um samband Árna Odds og Kristrúnar við upphaf síðasta árs. Þá voru þau, eins og svo margir aðrir Íslendingar, að njóta lífsins á Tenerife um hátíðirnar. Árni var um árabil forstjóri Marel og einn launahæsti forstjóri landsins. Kristrún er tölvunarfræðingur og starfar sem fjárfestir. Bæði eiga þau börn úr fyrra sambandi. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×