Vond tilfinning að geta ekki treyst á þjónustu bráðamóttökunnar Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 15. september 2024 10:00 Sylvía kveðst hafa fengið hrinu af skilaboðum eftir að hún tjáði sig um upplifun sína um bráðamóttökunni; frá fólki sem deilt hefur með henni sambærilegum sögum. Samsett „Ég á ekki til orð yfir þessari þjónustu. Ég er svo reið að barnið mitt þurfi í alvöru að þola svona framkomu. Þetta er barnið mitt. Ég á að vera örugg að þegar ég mæti með hana til læknis. Er þetta í alvöru tilfinningin sem ég á að hafa gagnvart spítalanum okkar? “segir Sylvía Haukdal sem leitaði með níu ára gamla dóttur sína á bráðamóttöku Landspítalans á dögunum, eftir að dóttir hennar brotnaði á fæti. Sylvía gagnrýnir harðlega þær móttökur sem mæðgurnar fengu á spítalanum en við endurkomu á bráðamóttökuna tæpri viku síðar kom í ljós að engar upplýsingar höfðu verið skráðar um fyrri heimsókn dóttur hennar. Að sögn Sylvíu hlaut dóttir hennar þar af leiðandi afar ófullnægjandi umönnun, sem leiddi til þess að þær mæðgur þurftu að leita á bráðamóttökuna í þriðja sinn tæpum sólarhring seinna. Á dögunum tjáði Sylvía sig um málið í „story“ á Facebook. „Ég er ekki týpan sem er mikið að setja út á aðra svona opinberlega. En mér hreinlega ofbauð eftir þessa upplifun. Ég gat ekki setið á mér. Og mér fannst eins og yrði að koma þessu frá mér einhvern veginn. Það er einfaldlega ekki hægt að bjóða fólki upp á þetta,“ segir Sylvía í samtali við Vísi. Náföl og kvalin Þann 31.ágúst síðastliðinn slasaðist dóttir Sylvíu. „Hún var að leika sér við vinkonur sínar heima hjá okkur þegar hún datt aftur fyrir sig úr efsta þrepi í stiganum, fór í þrjá kollhnísa niður og lenti síðan á flísunum. Hún gat síðan ekki stigið neitt í fótinn.“ Í kjölfarið ákvað Sylvía að leita með dóttur sína á bráðamóttökuna. Þangað voru þær komnar um sex leytið þennan dag, Sylvía tilkynnti um komuna og dóttir hennar var skráð inn. Að sögn Sylvíu var öðrum börnum sem mættu á bráðamóttökuna vísað beint inn á sérstaka barnabiðstofu, og fóru fram fyrir í röð, en ekki dóttur hennar. „Ég veit ekki hvað réði því að þau fengu að fara þangað inn strax, en ekki hún. Hún þurfti að bíða þarna frammi, á laugardagskvöldi, innan um fólk í misannarlegu ástandi. Þetta voru auðvitað ömurlegar aðstæður fyrir níu ára barn, og hún þurfti að heyra og horfa upp á allt sem var í gangi þarna. Hún sat þarna í hjólastól, náföl í framan og leið hrikalega illa. Það var enginn sem kom til að athuga með hana eða bjóða henni verkjalyf og ég endaði á því að fara sjálf og biðja um þau. Þá vorum við búnar að bíða þarna í tæpar þrjár klukkustundir.“ Þegar þeim mæðgum var loks vísað inn á barnabiðstofuna gengu hlutirnir töluvert hraðar fyrir sig, að sögn Sylvíu. Eftir myndatöku hittu mæðgurnar sérfræðilækni á deildinni sem tjáði þeim að dóttir Sylvíu væri með brot við vaxtalínu í öklanum og ætti að vera í gifsi í fjórar vikur. Sylvíu var sagt að mæta aftur eftir viku svo hægt væri að mynda fótinn og láta fylgjast með. „Rúmum fimm klukkustundum seinna vorum við loks komin heim með hana.“ Sylvía segist vera afar reið og sár út í þá þjónustu sem dóttir hennar fékk á spítalanum.Aðsend Engar upplýsingar til staðar Sylvía mætti með dóttur sína í endurkomu rúmlega viku seinna, föstudaginn 6. september síðastliðinn. Þá kom í ljós að engar upplýsingar voru fyrir hendi um heimsókn dóttur hennar á bráðamóttökuna laugardagskvöldið áður. „Það var ekkert til í tölvukerfinu, það voru engar upplýsingar til um hvað gerðist fyrir barnið mitt, hvar hún væri brotin, hvaða sérfræðingur skoðaði myndirnar, og svo framvegis. Það hafði greinilega ekkert verið skráð,“ segir Sylvía og bætir við að hún hafi þar af leiðandi sjálf þurft að upplýsa vakthafandi lækni um hvað hefði átt sér stað með dóttur hennar. „Það voru færri myndir teknar og okkur var síðan sagt hún væri brotin á öðrum stað í fætinum. Við vorum varla spurðar um hvað hefði kom fyrir hana. Ég bað um að þetta yrði skoðað betur, og haft samband við sérfræðinginn sem skoðaði myndir á laugardeginum, og þær myndir skoðaðar aftur. Þá var það ekki hægt. Ég spurði hvort það væri þá alveg öruggt að hún væri ekki brotin í ökklanum. Þá gat læknirinn ekki fullyrt það því hann vissi ekki hvað hinn læknirinn sá á þeim myndum.“ Að sögn Sylvíu var dóttir hennar svo aftur sett í gifs. „Og þá þurfti öðruvísi gifs, út af öðru broti. Ég sagði við þær sem gifsuðu að við værum ekki alveg með á hreinu hvað við ættum að halda og bað þær að passa öklann á henni því þar var fyrst greint brot. Þær tóku ekkert tillit til þess og gifsuðu með tilheyrandi látum. Barnið náfölt og óglatt, því það var ekki verið að passa öklann á henni og hún fann svo til.Þegar við komum út í bíl var hún grátandi, illt og óglatt. Hún var verkjuð allt kvöldið.“ Vont að geta ekki treyst kerfinu Að sögn Sylvíu var ökkli dóttur hennar það illa gifsaður, og dóttir hennar það verkjuð að það endaði með því að þær mæðgur þurftu að leita á bráðamóttökuna, í þriðja skiptið, tæpum sólarhring seinna. „Ég reyndi allar aðrar leiðir; ég hringdi á Læknavaktina, ég athugaði hvort ég gæti farið með hana upp á spítala á Selfoss eða Akranesi. Ég vildi bara engann veginn þurfa að bjóða henni aftur upp á að fara þarna. En að lokum neyddumst við til þess. Það fyrsta sem tók við okkur þegar við mættum var sprautunál í gluggakistunni.“ Sylvía tekur fram að móttökurnar sem þær mæðgur fengu í þetta þriðja skipti hafi þó verið töluvert betri en áður. „Við hittum yndislegt starfsfólk, sem passaði að hún þyrfti ekki að bíða of lengi, og hlustuðu á mig þegar ég sagði þeim að fara varlega að ökklanum. Við getum allavega hrósað því starfsfólki.“ Sylvía kveðst hafa fengið hrinu af skilaboðum eftir að hún birti færsluna á facebook; frá fólki sem deilt hefur með henni neikvæðri upplifun af bráðamóttökunni. „Margar af þessum sögum sem ég hef fengið að heyra eru miklu hræðilegri en tilfelli dóttur minnar. Miklu alvarlegri tilfelli. Maður fær hreinlega illt í magann.“ Hún tekur fram að hún sé ekki að ásaka starfsfólk bráðamóttökunnar; þau séu að gera sitt besta undir krefjandi, og nánast ómögulegum aðstæðum. Álagið sé gífurlegt og því nánast gefið að eitthvað muni fara úrskeiðis. „En ég er samt svo ótrúlega reið, og bara sár út í þjónustuna gagnvart barninu mínu. Mér finnst þetta svo óásættanlegt. Það er rosalega vond tilfinning að geta ekki lengur treyst á þennan stað, staðinn sem þú treystir á að muni bjarga lífi þínu, eða barnanna þinna.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Fleiri fréttir Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Sjá meira
Sylvía gagnrýnir harðlega þær móttökur sem mæðgurnar fengu á spítalanum en við endurkomu á bráðamóttökuna tæpri viku síðar kom í ljós að engar upplýsingar höfðu verið skráðar um fyrri heimsókn dóttur hennar. Að sögn Sylvíu hlaut dóttir hennar þar af leiðandi afar ófullnægjandi umönnun, sem leiddi til þess að þær mæðgur þurftu að leita á bráðamóttökuna í þriðja sinn tæpum sólarhring seinna. Á dögunum tjáði Sylvía sig um málið í „story“ á Facebook. „Ég er ekki týpan sem er mikið að setja út á aðra svona opinberlega. En mér hreinlega ofbauð eftir þessa upplifun. Ég gat ekki setið á mér. Og mér fannst eins og yrði að koma þessu frá mér einhvern veginn. Það er einfaldlega ekki hægt að bjóða fólki upp á þetta,“ segir Sylvía í samtali við Vísi. Náföl og kvalin Þann 31.ágúst síðastliðinn slasaðist dóttir Sylvíu. „Hún var að leika sér við vinkonur sínar heima hjá okkur þegar hún datt aftur fyrir sig úr efsta þrepi í stiganum, fór í þrjá kollhnísa niður og lenti síðan á flísunum. Hún gat síðan ekki stigið neitt í fótinn.“ Í kjölfarið ákvað Sylvía að leita með dóttur sína á bráðamóttökuna. Þangað voru þær komnar um sex leytið þennan dag, Sylvía tilkynnti um komuna og dóttir hennar var skráð inn. Að sögn Sylvíu var öðrum börnum sem mættu á bráðamóttökuna vísað beint inn á sérstaka barnabiðstofu, og fóru fram fyrir í röð, en ekki dóttur hennar. „Ég veit ekki hvað réði því að þau fengu að fara þangað inn strax, en ekki hún. Hún þurfti að bíða þarna frammi, á laugardagskvöldi, innan um fólk í misannarlegu ástandi. Þetta voru auðvitað ömurlegar aðstæður fyrir níu ára barn, og hún þurfti að heyra og horfa upp á allt sem var í gangi þarna. Hún sat þarna í hjólastól, náföl í framan og leið hrikalega illa. Það var enginn sem kom til að athuga með hana eða bjóða henni verkjalyf og ég endaði á því að fara sjálf og biðja um þau. Þá vorum við búnar að bíða þarna í tæpar þrjár klukkustundir.“ Þegar þeim mæðgum var loks vísað inn á barnabiðstofuna gengu hlutirnir töluvert hraðar fyrir sig, að sögn Sylvíu. Eftir myndatöku hittu mæðgurnar sérfræðilækni á deildinni sem tjáði þeim að dóttir Sylvíu væri með brot við vaxtalínu í öklanum og ætti að vera í gifsi í fjórar vikur. Sylvíu var sagt að mæta aftur eftir viku svo hægt væri að mynda fótinn og láta fylgjast með. „Rúmum fimm klukkustundum seinna vorum við loks komin heim með hana.“ Sylvía segist vera afar reið og sár út í þá þjónustu sem dóttir hennar fékk á spítalanum.Aðsend Engar upplýsingar til staðar Sylvía mætti með dóttur sína í endurkomu rúmlega viku seinna, föstudaginn 6. september síðastliðinn. Þá kom í ljós að engar upplýsingar voru fyrir hendi um heimsókn dóttur hennar á bráðamóttökuna laugardagskvöldið áður. „Það var ekkert til í tölvukerfinu, það voru engar upplýsingar til um hvað gerðist fyrir barnið mitt, hvar hún væri brotin, hvaða sérfræðingur skoðaði myndirnar, og svo framvegis. Það hafði greinilega ekkert verið skráð,“ segir Sylvía og bætir við að hún hafi þar af leiðandi sjálf þurft að upplýsa vakthafandi lækni um hvað hefði átt sér stað með dóttur hennar. „Það voru færri myndir teknar og okkur var síðan sagt hún væri brotin á öðrum stað í fætinum. Við vorum varla spurðar um hvað hefði kom fyrir hana. Ég bað um að þetta yrði skoðað betur, og haft samband við sérfræðinginn sem skoðaði myndir á laugardeginum, og þær myndir skoðaðar aftur. Þá var það ekki hægt. Ég spurði hvort það væri þá alveg öruggt að hún væri ekki brotin í ökklanum. Þá gat læknirinn ekki fullyrt það því hann vissi ekki hvað hinn læknirinn sá á þeim myndum.“ Að sögn Sylvíu var dóttir hennar svo aftur sett í gifs. „Og þá þurfti öðruvísi gifs, út af öðru broti. Ég sagði við þær sem gifsuðu að við værum ekki alveg með á hreinu hvað við ættum að halda og bað þær að passa öklann á henni því þar var fyrst greint brot. Þær tóku ekkert tillit til þess og gifsuðu með tilheyrandi látum. Barnið náfölt og óglatt, því það var ekki verið að passa öklann á henni og hún fann svo til.Þegar við komum út í bíl var hún grátandi, illt og óglatt. Hún var verkjuð allt kvöldið.“ Vont að geta ekki treyst kerfinu Að sögn Sylvíu var ökkli dóttur hennar það illa gifsaður, og dóttir hennar það verkjuð að það endaði með því að þær mæðgur þurftu að leita á bráðamóttökuna, í þriðja skiptið, tæpum sólarhring seinna. „Ég reyndi allar aðrar leiðir; ég hringdi á Læknavaktina, ég athugaði hvort ég gæti farið með hana upp á spítala á Selfoss eða Akranesi. Ég vildi bara engann veginn þurfa að bjóða henni aftur upp á að fara þarna. En að lokum neyddumst við til þess. Það fyrsta sem tók við okkur þegar við mættum var sprautunál í gluggakistunni.“ Sylvía tekur fram að móttökurnar sem þær mæðgur fengu í þetta þriðja skipti hafi þó verið töluvert betri en áður. „Við hittum yndislegt starfsfólk, sem passaði að hún þyrfti ekki að bíða of lengi, og hlustuðu á mig þegar ég sagði þeim að fara varlega að ökklanum. Við getum allavega hrósað því starfsfólki.“ Sylvía kveðst hafa fengið hrinu af skilaboðum eftir að hún birti færsluna á facebook; frá fólki sem deilt hefur með henni neikvæðri upplifun af bráðamóttökunni. „Margar af þessum sögum sem ég hef fengið að heyra eru miklu hræðilegri en tilfelli dóttur minnar. Miklu alvarlegri tilfelli. Maður fær hreinlega illt í magann.“ Hún tekur fram að hún sé ekki að ásaka starfsfólk bráðamóttökunnar; þau séu að gera sitt besta undir krefjandi, og nánast ómögulegum aðstæðum. Álagið sé gífurlegt og því nánast gefið að eitthvað muni fara úrskeiðis. „En ég er samt svo ótrúlega reið, og bara sár út í þjónustuna gagnvart barninu mínu. Mér finnst þetta svo óásættanlegt. Það er rosalega vond tilfinning að geta ekki lengur treyst á þennan stað, staðinn sem þú treystir á að muni bjarga lífi þínu, eða barnanna þinna.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Fleiri fréttir Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Sjá meira