Bæjarstjóri vill funda með ráðherra um hávaða á Kársnesi Lovísa Arnardóttir skrifar 16. september 2024 06:45 Ásdís Kristjánsdótti bæjarstjóri, til hægri, hefur óskað eftir fundi með Svandísi Svavarsdóttur innviðaráðherra. Vísir/Vilhelm Augnablikshávaði vegna flugumferðar frá Reykjavíkurflugvelli mælist reglulega langt yfir það sem er kveðið á um í reglugerð um hávaða um mörk vegna hávaða frá flugumferð. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri í Kópavogi hefur óskað eftir fundi með innviðaráðherra til að ræða hávaðamengun á Kársnesi vegna aukinnar flugumferðar við Reykjavíkurflugvöll. Samkvæmt reglugerð um hávaða eru mörk vegna hávaða frá flugumferð við húsvegg íbúðarhúsnæðis, dvalarrýma og skóla á svæðum í nágrenni þegar starfandi flugvalla 65 desíbel. Í bréfi sem bæjarstjóri sendi á ráðherra í síðustu viku og Vísir hefur undir höndum, kemur fram að á tímabilinu 4. ágúst til 4. október 2023 hafi Kópavogsbær mælt umhverfishávaða við Borgarholtsbraut en þar er aðflugslína norður/suður brautar flugvallarins. Niðurstöðurnar voru að jafngildishávaði hafi verið á bilinu 57 desíbel til 65 desíbel og því innan marka. Augnablikshávaði hafi hins vegar mælst mun hærri, eða allt að 92 desíbel en algengast var að augnablikshávaði hafi mælst á bilinu 85 til 90 desíbel nokkrum sinnum á dag. Úr reglugerð um hávaða. Ásdís segir í bréfinu til ráðherra að fulltrúar íbúasamtakanna Hljóðmarka hafi á nýlegum fundi gert kröfu um að eiga samtal við ríki og sveitarfélög um flugvöllinn og eftirlitsaðila hans. „Það er ósk mín að við getum unnið náið saman að lausn þessa máls og vil ég að því tilefni óska eftir fundi með þér um næstu skref,“ segir í bréfi bæjarstjóra. Óþarfa umferð burt Samtökin Hljóðmörk voru stofnuð í vikunni og berjast fyrir því að þyrluflug og einkaþotur hverfi frá flugvellinum. Að baki samtökunum standa íbúar úr Hlíðum, Vesturbæ Reykjavíkur og Kársnesi. Samtökin vilja einnig fá aðild að opinberum nefndum og samráðshópum um stefnumótun flugvallarins. „Það er fólk úr öllum áttum í samtökunum sem endaði saman og fór að ræða þetta. Margir sem koma að þessu hafa verið að reyna að láta heyra í sér en hafa komið að lokuðum dyrum,“ sagði Daði Rafnsson, einn stofnenda samtakanna og íbúi á Kársnesi, í viðtali við Vísi í síðustu viku. Ekki til skilgreining á einkaþotu Í svari frá innviðaráðherra til þingmanns Vinstri grænna í fyrirspurn um einkaflug á flugvellinum kom fram að árið 2023 voru alls 44.596 skráðar hreyfingar á Reykjavíkurflugvelli. Þar af væru 24.109 hreyfingar skráðar í gagnagrunn Isavia. Í svari ráðherra er tekið fram að ekki sé til skilgreining á því hvað telst einkaþota en að tölurnar hafi verið greindar og afmarkaðar við hreyfingar hjá ákveðnum þekktum stærðum loftfara sem geti talist einkaflugvélar og voru merktar sem almannaflug. Samanlagt voru 2.003 hreyfingar skráðar sem almannaflug og þar af 913 hreyfingar hjá eins hreyfils vélum, 431 hreyfing hjá tveggja hreyfla vélum og 659 hreyfingar skráðar hjá þotum. Af þyrluflugi voru 9.114 hreyfingar skráðar sem leiguflug og 24 sem almannaflug. Umhverfismál Reykjavíkurflugvöllur Kópavogur Reykjavík Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir „Umferð einkaflugvéla hefur aldrei verið jafn mikil“ Samtökin Landvernd og Aldin gegn loftslagsvá krefjast þess að flugi með einkaþotum og þyrluflugi um Reykjavíkurflugvöll verði settar skorður og fellt undir mengunarbótareglu Ríó-sáttmálans. 11. september 2024 13:29 Við verðum að ræða um Reykjavíkurflugvöll Við verðum að ræða um Reykjavíkurflugvöll. Undanfarin ár hefur hávaðamengun frá flugvellinum keyrt um þverbak. Þyrlur með ferðamenn fara í röðum frá vellinum, hanga yfir heita pottinum í Vesturbæjarlaug, yfirgnæfa söng í jarðarförum í Öskjuhlíð, vekja sofandi smábörn á Kársnesi og trufla fögnuð brúðhjóna fyrir utan Fríkirkjuna. 11. september 2024 08:02 Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira
Samkvæmt reglugerð um hávaða eru mörk vegna hávaða frá flugumferð við húsvegg íbúðarhúsnæðis, dvalarrýma og skóla á svæðum í nágrenni þegar starfandi flugvalla 65 desíbel. Í bréfi sem bæjarstjóri sendi á ráðherra í síðustu viku og Vísir hefur undir höndum, kemur fram að á tímabilinu 4. ágúst til 4. október 2023 hafi Kópavogsbær mælt umhverfishávaða við Borgarholtsbraut en þar er aðflugslína norður/suður brautar flugvallarins. Niðurstöðurnar voru að jafngildishávaði hafi verið á bilinu 57 desíbel til 65 desíbel og því innan marka. Augnablikshávaði hafi hins vegar mælst mun hærri, eða allt að 92 desíbel en algengast var að augnablikshávaði hafi mælst á bilinu 85 til 90 desíbel nokkrum sinnum á dag. Úr reglugerð um hávaða. Ásdís segir í bréfinu til ráðherra að fulltrúar íbúasamtakanna Hljóðmarka hafi á nýlegum fundi gert kröfu um að eiga samtal við ríki og sveitarfélög um flugvöllinn og eftirlitsaðila hans. „Það er ósk mín að við getum unnið náið saman að lausn þessa máls og vil ég að því tilefni óska eftir fundi með þér um næstu skref,“ segir í bréfi bæjarstjóra. Óþarfa umferð burt Samtökin Hljóðmörk voru stofnuð í vikunni og berjast fyrir því að þyrluflug og einkaþotur hverfi frá flugvellinum. Að baki samtökunum standa íbúar úr Hlíðum, Vesturbæ Reykjavíkur og Kársnesi. Samtökin vilja einnig fá aðild að opinberum nefndum og samráðshópum um stefnumótun flugvallarins. „Það er fólk úr öllum áttum í samtökunum sem endaði saman og fór að ræða þetta. Margir sem koma að þessu hafa verið að reyna að láta heyra í sér en hafa komið að lokuðum dyrum,“ sagði Daði Rafnsson, einn stofnenda samtakanna og íbúi á Kársnesi, í viðtali við Vísi í síðustu viku. Ekki til skilgreining á einkaþotu Í svari frá innviðaráðherra til þingmanns Vinstri grænna í fyrirspurn um einkaflug á flugvellinum kom fram að árið 2023 voru alls 44.596 skráðar hreyfingar á Reykjavíkurflugvelli. Þar af væru 24.109 hreyfingar skráðar í gagnagrunn Isavia. Í svari ráðherra er tekið fram að ekki sé til skilgreining á því hvað telst einkaþota en að tölurnar hafi verið greindar og afmarkaðar við hreyfingar hjá ákveðnum þekktum stærðum loftfara sem geti talist einkaflugvélar og voru merktar sem almannaflug. Samanlagt voru 2.003 hreyfingar skráðar sem almannaflug og þar af 913 hreyfingar hjá eins hreyfils vélum, 431 hreyfing hjá tveggja hreyfla vélum og 659 hreyfingar skráðar hjá þotum. Af þyrluflugi voru 9.114 hreyfingar skráðar sem leiguflug og 24 sem almannaflug.
Umhverfismál Reykjavíkurflugvöllur Kópavogur Reykjavík Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir „Umferð einkaflugvéla hefur aldrei verið jafn mikil“ Samtökin Landvernd og Aldin gegn loftslagsvá krefjast þess að flugi með einkaþotum og þyrluflugi um Reykjavíkurflugvöll verði settar skorður og fellt undir mengunarbótareglu Ríó-sáttmálans. 11. september 2024 13:29 Við verðum að ræða um Reykjavíkurflugvöll Við verðum að ræða um Reykjavíkurflugvöll. Undanfarin ár hefur hávaðamengun frá flugvellinum keyrt um þverbak. Þyrlur með ferðamenn fara í röðum frá vellinum, hanga yfir heita pottinum í Vesturbæjarlaug, yfirgnæfa söng í jarðarförum í Öskjuhlíð, vekja sofandi smábörn á Kársnesi og trufla fögnuð brúðhjóna fyrir utan Fríkirkjuna. 11. september 2024 08:02 Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira
„Umferð einkaflugvéla hefur aldrei verið jafn mikil“ Samtökin Landvernd og Aldin gegn loftslagsvá krefjast þess að flugi með einkaþotum og þyrluflugi um Reykjavíkurflugvöll verði settar skorður og fellt undir mengunarbótareglu Ríó-sáttmálans. 11. september 2024 13:29
Við verðum að ræða um Reykjavíkurflugvöll Við verðum að ræða um Reykjavíkurflugvöll. Undanfarin ár hefur hávaðamengun frá flugvellinum keyrt um þverbak. Þyrlur með ferðamenn fara í röðum frá vellinum, hanga yfir heita pottinum í Vesturbæjarlaug, yfirgnæfa söng í jarðarförum í Öskjuhlíð, vekja sofandi smábörn á Kársnesi og trufla fögnuð brúðhjóna fyrir utan Fríkirkjuna. 11. september 2024 08:02