Ísraelar gerðu áhlaup á leynilega vopnaverksmiðju í Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 13. september 2024 11:21 Unnið að því að rétta af gröfu sem valt í sprengingu nærri Masyaf á sunnudaginn. Ísralar gerðu árásir á alla vegi sem liggja að rannsóknarstöð sýrlenska hersins nærri bænum. AP/Omar Sanadiki Samhliða umfangsmiklum loftárásum Ísraela á fjölda skotmarka í Sýrlandi síðastliðinn sunnudag gerðu ísraelskir sérsveitarmenn áhlaup á eldflaugaverksmiðju Hezbollah. Verksmiðjan er sögð hafa verið reist af Írönum við landamæri Sýrlands og Líbanon. Hezbollah hefur skotið miklum fjölda eldflauga að Ísrael frá því stríðið á Gasaströndinni hófst en samkvæmt heimildum Axios voru eldflaugar framleiddar fyrir Hezbollah í umræddri verksmiðju. SANA, ríkismiðill Sýrlands, segir átján manns hafa fallið í árásunum og að tugir hafi særst en árásir voru einnig gerðar á rannsóknarstöð sýrlenska hersins nærri Masyaf, þar sem efnavopn eins og saríngas voru framleidd á árum áður. Sjá einnig: Sýrlendingar reiðir yfir árásum Ísraela Ísraelar hafa um árabil gert loftárásir í Sýrlandi sem sagðar eru beinast gegn vopnaflutningum og öðrum sendingum frá Íran til Líbanon. Þetta er þó í fyrsta sinn í langan tíma sem Ísraelar senda hermenn inn í Sýrland. New York Times segir Ísraela hafa verið að leita að þessari verksmiðju um langt skeið. Þeir hafa nokkrum sinnum áður gert loftárásir á svipuðum slóðum nærri Masyaf og árið 2018 réðu þeir sýrlenskan vísindamann sem vann þar að þróun eldflauga af dögum. Þessar árásir hafa þó ekki geta grandað verksmiðjunni vegna þess að hún var niðurgrafin og víggirt. Mynd af Bashar al-Assad, einræðisherra Sýrlands, við glugga með brotinni rúðu í Masyaf.AP/Omar Sanadiki Herforinginn Qassim Soleimani, sem leiddi QUDS-sveitir íranska byltingarvarðarins, er sagður hafa komið að því að verksmiðjan var reist. Hann var einn valdamesti maður Írans áður en Bandaríkjamenn réðu hann af dögum í loftárás nærri Baghdad í Írak í byrjun árs 2020. QUDS sveitirnar hafa séð um að útvega vígahópum sem Íranar styðja í Mið-Austurlöndum vopn, fjármuni og þjálfun. Ísraelar felldu tvo herforingja úr QUDS í Damaskus í Sýrlandi í apríl. Sjá einnig: Íranar hóta hefndum gegn Ísrael Ísraelski embættismenn telja að leiðtogar Hezbollah hafi viljað hafa verksmiðjuna í Sýrlandi þar sem Ísraelar ættu erfiðar með að gera árásir þar en í Líbanon. Fyrst sprengjur, svo menn Charles Lister, sérfræðingur í málnefnum Mið-Austurlanda, segir Ísraela hafa unnið að þessari árás í fimm ár. Þeir hafi fyrst gert loftárásir á fjórar varðstöðvar sýrlenska hersins við Masyaf. Þar á meðal hafi verið loftvarnarkerfi og vegir að rannsóknarstöðinni. Önnur bylgja loftárása beindist að rannsóknarstöðinni sjálfri, sem tengist verksmiðjunni með neðanjarðargöngum. Í þriðju bylgjunni voru sérsveitarmenn fluttir á vettvang um borð í þyrlum og nutu þeir stuðnings flugmanna sem flugu drónum yfir svæðinu og skutu á sýrlenska hermenn sem reyndu að koma verjendum verksmiðjunnar til aðstoðar. Sýrlenskur hermaður í Masyaf. Ekki liggur fyrir hve margir hermenn féllu í aðgerðum Ísraela.AP/Omar Sanadiki Lister segir að rannsóknarstöðin við Masyaf og umrædd verksmiðja hafi spilað stóra rullu í vopnaþróun Sýrlands, eins og þróun eldflauga, svokallaðra tunnusprengja og annarra vopna. Sérsveitarmennirnir tóku stjórn á verksmiðjunni og eru þeir sagðir hafa fellt einhverja óvini áður en þeir komu sprengjum fyrir og grönduðu verksmiðjunni. Í frétt New York Times segir að hermennirnir hafi einnig komið höndum yfir skjöl og búnað úr verksmiðjunni en þeir munu ekki hafa orðið fyrir mannfalli. Ísrael Sýrland Líbanon Hernaður Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Sjá meira
Hezbollah hefur skotið miklum fjölda eldflauga að Ísrael frá því stríðið á Gasaströndinni hófst en samkvæmt heimildum Axios voru eldflaugar framleiddar fyrir Hezbollah í umræddri verksmiðju. SANA, ríkismiðill Sýrlands, segir átján manns hafa fallið í árásunum og að tugir hafi særst en árásir voru einnig gerðar á rannsóknarstöð sýrlenska hersins nærri Masyaf, þar sem efnavopn eins og saríngas voru framleidd á árum áður. Sjá einnig: Sýrlendingar reiðir yfir árásum Ísraela Ísraelar hafa um árabil gert loftárásir í Sýrlandi sem sagðar eru beinast gegn vopnaflutningum og öðrum sendingum frá Íran til Líbanon. Þetta er þó í fyrsta sinn í langan tíma sem Ísraelar senda hermenn inn í Sýrland. New York Times segir Ísraela hafa verið að leita að þessari verksmiðju um langt skeið. Þeir hafa nokkrum sinnum áður gert loftárásir á svipuðum slóðum nærri Masyaf og árið 2018 réðu þeir sýrlenskan vísindamann sem vann þar að þróun eldflauga af dögum. Þessar árásir hafa þó ekki geta grandað verksmiðjunni vegna þess að hún var niðurgrafin og víggirt. Mynd af Bashar al-Assad, einræðisherra Sýrlands, við glugga með brotinni rúðu í Masyaf.AP/Omar Sanadiki Herforinginn Qassim Soleimani, sem leiddi QUDS-sveitir íranska byltingarvarðarins, er sagður hafa komið að því að verksmiðjan var reist. Hann var einn valdamesti maður Írans áður en Bandaríkjamenn réðu hann af dögum í loftárás nærri Baghdad í Írak í byrjun árs 2020. QUDS sveitirnar hafa séð um að útvega vígahópum sem Íranar styðja í Mið-Austurlöndum vopn, fjármuni og þjálfun. Ísraelar felldu tvo herforingja úr QUDS í Damaskus í Sýrlandi í apríl. Sjá einnig: Íranar hóta hefndum gegn Ísrael Ísraelski embættismenn telja að leiðtogar Hezbollah hafi viljað hafa verksmiðjuna í Sýrlandi þar sem Ísraelar ættu erfiðar með að gera árásir þar en í Líbanon. Fyrst sprengjur, svo menn Charles Lister, sérfræðingur í málnefnum Mið-Austurlanda, segir Ísraela hafa unnið að þessari árás í fimm ár. Þeir hafi fyrst gert loftárásir á fjórar varðstöðvar sýrlenska hersins við Masyaf. Þar á meðal hafi verið loftvarnarkerfi og vegir að rannsóknarstöðinni. Önnur bylgja loftárása beindist að rannsóknarstöðinni sjálfri, sem tengist verksmiðjunni með neðanjarðargöngum. Í þriðju bylgjunni voru sérsveitarmenn fluttir á vettvang um borð í þyrlum og nutu þeir stuðnings flugmanna sem flugu drónum yfir svæðinu og skutu á sýrlenska hermenn sem reyndu að koma verjendum verksmiðjunnar til aðstoðar. Sýrlenskur hermaður í Masyaf. Ekki liggur fyrir hve margir hermenn féllu í aðgerðum Ísraela.AP/Omar Sanadiki Lister segir að rannsóknarstöðin við Masyaf og umrædd verksmiðja hafi spilað stóra rullu í vopnaþróun Sýrlands, eins og þróun eldflauga, svokallaðra tunnusprengja og annarra vopna. Sérsveitarmennirnir tóku stjórn á verksmiðjunni og eru þeir sagðir hafa fellt einhverja óvini áður en þeir komu sprengjum fyrir og grönduðu verksmiðjunni. Í frétt New York Times segir að hermennirnir hafi einnig komið höndum yfir skjöl og búnað úr verksmiðjunni en þeir munu ekki hafa orðið fyrir mannfalli.
Ísrael Sýrland Líbanon Hernaður Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent